„Ef“ er orðið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 6. maí 2021 11:31 Það var hressandi að lesa nýlega Morgunblaðsgrein þeirra Árna Sigurjónssonar formanns Samtaka iðnaðarins og Sigurðar Hannessonar framkvæmdastjóra þeirra. Þeir fjölluðu þar skýrt og skilmerkilega um nýja sókn atvinnulífsins og endurreisn hagkerfisins. Þetta eru sannarlega þau mál sem mikilvægast er að stjórnvöld beiti sér fyrir og kosningarnar í haust hljóta að snúast um. Forystumenn iðnaðarins kalla eftir því að farin verði leið vaxtar en ekki opinberra umsvifa og skattlagningar. Stærsta efnahagsmálið Þeir segja: „Ef rétt er á málum haldið og réttar ákvarðanir verða teknar verður hugverkaiðnaðurinn stærsta útflutningsgrein Íslands í framtíðinni. Stærsta efnahagsmálið er að tryggja að svo geti orðið.“ Ég gæti ekki verið meira sammála enda hefur þetta verið stórt áherslumál okkar í Viðreisn. Satt best að segja held ég að flestir flokkar taki undir þetta sjónarmið. Að minnsta kosti hef ég engan heyrt tala gegn því. Hvort þessi skarpa sýn á framtíð Íslands verði að veruleika eða ekki snýst aftur á móti um eitt afar stutt orð, sem forystumennirnir nota í grein sinni. Kjarninn í grein þeirra er orðið: „Ef.“ Ef rétt er á málum haldið og ef réttar ákvarðanir verða teknar. Þetta orð „ef“ er pólitíkin í dæminu. Eðlilega vilja ábyrg hagsmunasamtök gæta sín þegar að henni kemur. Hlutirnir breytast samt ekki nema með pólitískum ákvörðunum. Helsta hindrunin Fyrir ekki margt löngu var birt skoðanakönnun sem sýndi að stjórnendur nýsköpunarfyrirtækja telja að gjaldmiðillinn sé helsta hindrunin fyrir vexti hugverkaiðnaðarins. Þetta álit hefur litla umfjöllun fengið og engan stuðning nema þá helst frá okkur í Viðreisn. Stjórnendur nýsköpunarfyrirtækja eru lítill hópur í atvinnulífinu enn sem komið er. Við fyrstu sýn gæti stuðningur við álit þeirra flokkast undir einhvers konar sérhagsmunagæslu. Þeir sem eru hins vegar á því að vöxtur þekkingariðnaðar sé stærsta efnahagsmálið í komandi kosningum hljóta að geta sameinast um að það eru almannahagsmunir að ryðja stærstu hindruninni úr vegi þess. Þannig að þeir geti einn góðan veðurdag stýrt helstu útflutningsgrein landsins. Það eru mál af þessu tagi sem pólitíkin verður að ræða og glíma við. Við í Viðreisn erum óhrædd við þá áskorun. Veruleikinn Höfum hugfast að ýmsar óafturkræfar ákvarðanir hafa verið teknar. Yfir eitt þúsund milljarða króna lántökuþörf ríkissjóðs er veruleiki. Þó að ríkisstjórnin hafi sætt gagnrýni fyrir að hafa ekki tekið nægilega stór skref strax er lítill ágreiningur um að óhjákvæmilegt var að stofna til þessara skulda. Markmiðið var að greiða fyrir endurreisn bæði einstaklinga og fyrirtækja strax eftir faraldurinn. Ríkisstjórnin hefur kynnt í fjármálaáætlun að hún verði af þessum sökum að grípa til allt að fimmtíu milljarða króna hækkunar á sköttum á miðju næsta kjörtímabili þó að engin varanleg aukning verði á ríkisumsvifum. Öll verðum við að viðurkenna að verðbólga er mun meiri en í samkeppnislöndunum og fer vaxandi. Þetta veikir samkeppnisstöðuna, alveg sérstaklega fyrir nýjan hugverkaiðnað. Vextir sem atvinnulífinu bjóðast hér eru mun hærri en í samkeppnislöndunum og fara hækkandi. Það er líka slæmt fyrir hinn nýja hugverkaiðnað. Erlendir fjárfestar hafa nú yfirgefið skuldabréfa- og hlutabréfamarkaði á Íslandi af því að þeir treysta ekki gjaldmiðlinum. Ríkissjóður á ekki kost á löngum innlendum lánum með vöxtum sem eru lægri en væntanlegur hagvöxtur, en eins og ríkisfjármálaráð hefur bent á er það forsenda þess að skuldadæmið gangi upp. Leið ríkisstjórnarinnar Ríkisstjórnin hefur þegar kynnt það sem hún telur rétt að gera til að mæta þessum ógnum. Hún hefur lagt fram frumvarp um að gefa Seðlabankanum varanlegar og ótakmarkaðar heimildir til að beita jafn víðtækum gjaldeyrishöftum og gripið var til eftir gjaldeyriskreppuna 2008. Án lýðræðislegrar umræðu. Það eru einnig skýr skilaboð til fjárfesta, ekki síst til þeirra sem vilja fjárfesta í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum. Við í Viðreisn gerum okkur grein fyrir því að gjaldeyrishöft eru líklega eina leiðin til að stuðla að stöðugleika krónunnar í núverandi umhverfi. Vilji menn halda henni þannig, án fjölþjóðlegs samstarfs, eru höft í einhverjum mæli óhjákvæmileg. Þá þurfa íhaldsflokkar einfaldlega að segja það hreint út. Gallinn er bara þessi. Auknar viðskiptahindranir til að passa upp á gengið eru alls ekki leiðin til að tryggja vöxt hugverkaiðnaðarins. Leið Viðreisnar Þess vegna höfum við í Viðreisn lagt til að við tryggjum stöðugleika krónunnar með gjaldmiðlasamstarfi við Evrópusambandið, líkt og Danir eru með. Þannig er líklegast að tryggja megi stöðugleika og viðhalda frelsi án hafta. Þetta er mjög skýrt pólitískt val. Það er um þetta sem litla „ef-ið“ snýst. Það snýst um hvort það verður haldið rétt á málum og hvort réttar pólitískar ákvarðanir verði teknar til framtíðar. Þetta er spurning um stærstu ákvörðunina er varðar íslenskan efnahag – og þar með allt íslenskt samfélag. Við í Viðreisn erum staðráðin í því að leggja okkar af mörkum til þess að sú framtíðarsýn um endurreisn Íslands, sem forystumenn Samtaka iðnaðarins skrifa um, verði veruleiki en ekki bara draumur. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Sjá meira
Það var hressandi að lesa nýlega Morgunblaðsgrein þeirra Árna Sigurjónssonar formanns Samtaka iðnaðarins og Sigurðar Hannessonar framkvæmdastjóra þeirra. Þeir fjölluðu þar skýrt og skilmerkilega um nýja sókn atvinnulífsins og endurreisn hagkerfisins. Þetta eru sannarlega þau mál sem mikilvægast er að stjórnvöld beiti sér fyrir og kosningarnar í haust hljóta að snúast um. Forystumenn iðnaðarins kalla eftir því að farin verði leið vaxtar en ekki opinberra umsvifa og skattlagningar. Stærsta efnahagsmálið Þeir segja: „Ef rétt er á málum haldið og réttar ákvarðanir verða teknar verður hugverkaiðnaðurinn stærsta útflutningsgrein Íslands í framtíðinni. Stærsta efnahagsmálið er að tryggja að svo geti orðið.“ Ég gæti ekki verið meira sammála enda hefur þetta verið stórt áherslumál okkar í Viðreisn. Satt best að segja held ég að flestir flokkar taki undir þetta sjónarmið. Að minnsta kosti hef ég engan heyrt tala gegn því. Hvort þessi skarpa sýn á framtíð Íslands verði að veruleika eða ekki snýst aftur á móti um eitt afar stutt orð, sem forystumennirnir nota í grein sinni. Kjarninn í grein þeirra er orðið: „Ef.“ Ef rétt er á málum haldið og ef réttar ákvarðanir verða teknar. Þetta orð „ef“ er pólitíkin í dæminu. Eðlilega vilja ábyrg hagsmunasamtök gæta sín þegar að henni kemur. Hlutirnir breytast samt ekki nema með pólitískum ákvörðunum. Helsta hindrunin Fyrir ekki margt löngu var birt skoðanakönnun sem sýndi að stjórnendur nýsköpunarfyrirtækja telja að gjaldmiðillinn sé helsta hindrunin fyrir vexti hugverkaiðnaðarins. Þetta álit hefur litla umfjöllun fengið og engan stuðning nema þá helst frá okkur í Viðreisn. Stjórnendur nýsköpunarfyrirtækja eru lítill hópur í atvinnulífinu enn sem komið er. Við fyrstu sýn gæti stuðningur við álit þeirra flokkast undir einhvers konar sérhagsmunagæslu. Þeir sem eru hins vegar á því að vöxtur þekkingariðnaðar sé stærsta efnahagsmálið í komandi kosningum hljóta að geta sameinast um að það eru almannahagsmunir að ryðja stærstu hindruninni úr vegi þess. Þannig að þeir geti einn góðan veðurdag stýrt helstu útflutningsgrein landsins. Það eru mál af þessu tagi sem pólitíkin verður að ræða og glíma við. Við í Viðreisn erum óhrædd við þá áskorun. Veruleikinn Höfum hugfast að ýmsar óafturkræfar ákvarðanir hafa verið teknar. Yfir eitt þúsund milljarða króna lántökuþörf ríkissjóðs er veruleiki. Þó að ríkisstjórnin hafi sætt gagnrýni fyrir að hafa ekki tekið nægilega stór skref strax er lítill ágreiningur um að óhjákvæmilegt var að stofna til þessara skulda. Markmiðið var að greiða fyrir endurreisn bæði einstaklinga og fyrirtækja strax eftir faraldurinn. Ríkisstjórnin hefur kynnt í fjármálaáætlun að hún verði af þessum sökum að grípa til allt að fimmtíu milljarða króna hækkunar á sköttum á miðju næsta kjörtímabili þó að engin varanleg aukning verði á ríkisumsvifum. Öll verðum við að viðurkenna að verðbólga er mun meiri en í samkeppnislöndunum og fer vaxandi. Þetta veikir samkeppnisstöðuna, alveg sérstaklega fyrir nýjan hugverkaiðnað. Vextir sem atvinnulífinu bjóðast hér eru mun hærri en í samkeppnislöndunum og fara hækkandi. Það er líka slæmt fyrir hinn nýja hugverkaiðnað. Erlendir fjárfestar hafa nú yfirgefið skuldabréfa- og hlutabréfamarkaði á Íslandi af því að þeir treysta ekki gjaldmiðlinum. Ríkissjóður á ekki kost á löngum innlendum lánum með vöxtum sem eru lægri en væntanlegur hagvöxtur, en eins og ríkisfjármálaráð hefur bent á er það forsenda þess að skuldadæmið gangi upp. Leið ríkisstjórnarinnar Ríkisstjórnin hefur þegar kynnt það sem hún telur rétt að gera til að mæta þessum ógnum. Hún hefur lagt fram frumvarp um að gefa Seðlabankanum varanlegar og ótakmarkaðar heimildir til að beita jafn víðtækum gjaldeyrishöftum og gripið var til eftir gjaldeyriskreppuna 2008. Án lýðræðislegrar umræðu. Það eru einnig skýr skilaboð til fjárfesta, ekki síst til þeirra sem vilja fjárfesta í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum. Við í Viðreisn gerum okkur grein fyrir því að gjaldeyrishöft eru líklega eina leiðin til að stuðla að stöðugleika krónunnar í núverandi umhverfi. Vilji menn halda henni þannig, án fjölþjóðlegs samstarfs, eru höft í einhverjum mæli óhjákvæmileg. Þá þurfa íhaldsflokkar einfaldlega að segja það hreint út. Gallinn er bara þessi. Auknar viðskiptahindranir til að passa upp á gengið eru alls ekki leiðin til að tryggja vöxt hugverkaiðnaðarins. Leið Viðreisnar Þess vegna höfum við í Viðreisn lagt til að við tryggjum stöðugleika krónunnar með gjaldmiðlasamstarfi við Evrópusambandið, líkt og Danir eru með. Þannig er líklegast að tryggja megi stöðugleika og viðhalda frelsi án hafta. Þetta er mjög skýrt pólitískt val. Það er um þetta sem litla „ef-ið“ snýst. Það snýst um hvort það verður haldið rétt á málum og hvort réttar pólitískar ákvarðanir verði teknar til framtíðar. Þetta er spurning um stærstu ákvörðunina er varðar íslenskan efnahag – og þar með allt íslenskt samfélag. Við í Viðreisn erum staðráðin í því að leggja okkar af mörkum til þess að sú framtíðarsýn um endurreisn Íslands, sem forystumenn Samtaka iðnaðarins skrifa um, verði veruleiki en ekki bara draumur. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar