Segjum upp hörmungarsamningnum! Guttormur Þorsteinsson skrifar 5. maí 2021 08:01 Í dag, 5. maí, eru 70 ár liðin frá því að varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna var undirritaður í byrjun kalda stríðsins. Þá fuku þeir fyrirvarar sem íslensk stjórnvöld settu við inngönguna í Nató tveimur árum áður um að hér yrði ekki her á friðartímum. Í kjölfarið var sett á fót herstöð í Keflavík og Bandaríkjaher átti eftir að hafa fasta viðveru þar til ársins 2006. Íslensk stjórnvöld settu ákvæði um að samráð yrði haft um stærð þess herafla en þau voru upphaflega voru hugsuð til að hafa hemil á honum. Þegar Kalda stríðinu lauk og Bandaríkjaher missti áhugann á Íslandi var dregið úr umsvifum á Keflavíkurflugvelli. Íslensk stjórnvöld reyndu þá að beita þessum ákvæðum um samráð til þess að framlengja hersetuna á einhverju mesta niðurlægingarskeiði íslenskrar utanríkisstefnu. Stuðningur Íslands við Íraksstríðið, versta og afdrifaríkasta árásarstríð 21. aldarinnar keypti einungis nokkur misseri af áframhaldandi hersetu. Davíð Oddsson hótaði að segja upp samningnum ef herinn færi en þegar á reyndi voru þær hótanir marklausar og samningsstaða Íslands eftir það engin. Inn um bakdyrnar En þó að herinn hafi átt að heita farinn hélt hann eftir aðstöðu hér og heimildum til að nýta hana ef honum svo sýndist. Síðasta áratug hefur herinn aftur verið að hreiðra um sig og nú án íþyngjandi kvaða um svo og svo mikinn viðbúnað í þágu ætlaðra íslenskra hagsmuna eins og var fyrir 2006. Þetta sjálfdæmi bandarískra stjórnvalda til að halda hér her og byggja upp aðstöðu var staðfest með viðauka við varnarsamninginn sem Lilja Alfreðsdóttir skrifaði undir sem utanríkisráðherra 2016. Þetta er sérstaklega varhugavert nú þegar Bandarísk hernaðaryfirvöld eru aftur farin að vekja máls á hernaðarlegu mikilvægi norðurslóða. Bandarískir flotaforingjar eru farnir að tala um herskipahafnir og nýleg stækkun öryggissvæðis við Langanes og hugmyndir um herskipahöfn í Helguvík eru uggvænlegur fyrirboði um að stjórnvöld hér séu til í að spila með. Í þessari myrku framtíðarsýn dregst Ísland inn í nýtt kalt stríð um skipaleiðir og hráefni á bráðnandi norðurheimskauti með tilheyrandi umferð kjarnorkukafbáta og herskipa. Þetta er þvert á íslenska hagsmuni sem hljóta að felast í samstarfi og friðsamlegri nýtingu auðlinda á norðurslóðum og því að stemma stigu við þeirri hamfarahlýnun sem þyrfti til að þessar hugmyndir yrðu að veruleika. Þær ógnir sem helst steðja að Íslendingum eru einmitt ekki hernaðarlegar eins og yfirvofandi heimsfaraldur og eldsumbrot á Reykjanesskaga sýna vel. Eftir 70 ár er löngu kominn tími til þess að við segjum upp þessum ójafna samningi. Íslenskir öryggishagsmunir eru ekki þeir sömu og hagsmunir Bandaríska hersins og það er engin ástæða fyrir friðsama og herlausa þjóð til að útvega fjarlægu stórveldi aðstöðu til hernaðarbrölts. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein NATO Hernaður Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Sjá meira
Í dag, 5. maí, eru 70 ár liðin frá því að varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna var undirritaður í byrjun kalda stríðsins. Þá fuku þeir fyrirvarar sem íslensk stjórnvöld settu við inngönguna í Nató tveimur árum áður um að hér yrði ekki her á friðartímum. Í kjölfarið var sett á fót herstöð í Keflavík og Bandaríkjaher átti eftir að hafa fasta viðveru þar til ársins 2006. Íslensk stjórnvöld settu ákvæði um að samráð yrði haft um stærð þess herafla en þau voru upphaflega voru hugsuð til að hafa hemil á honum. Þegar Kalda stríðinu lauk og Bandaríkjaher missti áhugann á Íslandi var dregið úr umsvifum á Keflavíkurflugvelli. Íslensk stjórnvöld reyndu þá að beita þessum ákvæðum um samráð til þess að framlengja hersetuna á einhverju mesta niðurlægingarskeiði íslenskrar utanríkisstefnu. Stuðningur Íslands við Íraksstríðið, versta og afdrifaríkasta árásarstríð 21. aldarinnar keypti einungis nokkur misseri af áframhaldandi hersetu. Davíð Oddsson hótaði að segja upp samningnum ef herinn færi en þegar á reyndi voru þær hótanir marklausar og samningsstaða Íslands eftir það engin. Inn um bakdyrnar En þó að herinn hafi átt að heita farinn hélt hann eftir aðstöðu hér og heimildum til að nýta hana ef honum svo sýndist. Síðasta áratug hefur herinn aftur verið að hreiðra um sig og nú án íþyngjandi kvaða um svo og svo mikinn viðbúnað í þágu ætlaðra íslenskra hagsmuna eins og var fyrir 2006. Þetta sjálfdæmi bandarískra stjórnvalda til að halda hér her og byggja upp aðstöðu var staðfest með viðauka við varnarsamninginn sem Lilja Alfreðsdóttir skrifaði undir sem utanríkisráðherra 2016. Þetta er sérstaklega varhugavert nú þegar Bandarísk hernaðaryfirvöld eru aftur farin að vekja máls á hernaðarlegu mikilvægi norðurslóða. Bandarískir flotaforingjar eru farnir að tala um herskipahafnir og nýleg stækkun öryggissvæðis við Langanes og hugmyndir um herskipahöfn í Helguvík eru uggvænlegur fyrirboði um að stjórnvöld hér séu til í að spila með. Í þessari myrku framtíðarsýn dregst Ísland inn í nýtt kalt stríð um skipaleiðir og hráefni á bráðnandi norðurheimskauti með tilheyrandi umferð kjarnorkukafbáta og herskipa. Þetta er þvert á íslenska hagsmuni sem hljóta að felast í samstarfi og friðsamlegri nýtingu auðlinda á norðurslóðum og því að stemma stigu við þeirri hamfarahlýnun sem þyrfti til að þessar hugmyndir yrðu að veruleika. Þær ógnir sem helst steðja að Íslendingum eru einmitt ekki hernaðarlegar eins og yfirvofandi heimsfaraldur og eldsumbrot á Reykjanesskaga sýna vel. Eftir 70 ár er löngu kominn tími til þess að við segjum upp þessum ójafna samningi. Íslenskir öryggishagsmunir eru ekki þeir sömu og hagsmunir Bandaríska hersins og það er engin ástæða fyrir friðsama og herlausa þjóð til að útvega fjarlægu stórveldi aðstöðu til hernaðarbrölts. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar