Um fimmtíu manns berjast við meiriháttar sinubruna í Heiðmörk sem teygir sig í austurátt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Snorri Másson skrifa 4. maí 2021 16:06 Eldurinn er á leið frá byggð. Vísir/RAX Allt tiltækt lið slökkviliðs, þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitarfólk hefur sinnt illviðráðanlegum sinubruna í Heiðmörk síðan rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Samkvæmt slökkviliðinu er bruninn að færast í aukana og teygir sig í austurátt. „Þetta er að aukast og við erum að kalla út meiri mannskap. Við erum með allt okkar á svæðinu,“ segir Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að tekist hafi að koma í veg fyrir útbreiðslu í allar áttir og nú færist eldurinn austur úr. „Þetta mætti ganga betur,“ segir Birgir. Sjá má atburðarásina í myndbandi Duncan Cardew hér að neðan: Eldurinn er á leið í átt frá byggð, en nálægð hans við vatnsverndarsvæði veldur áhyggjum. Það geymir vatnsból fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Eldurinn logar sunnan við Vífilsstaðavatn og að sögn Birgis ógnar eldurinn skóginum á svæðinu. Á svæðinu er blanda af skógrækt og sinu og eldurinn hleypur því úr sinu og inn í skóginn. Sjá einnig: Eldurinn geisar á „óþægilega stóru svæði“ Það er lítið um aðkomuleiðir að svæðinu, þannig að flytja þarf vatnið langar leiðir. Slökkviliðið hefur verið önnum kafið frá því að eldurinn braust út. Minnst fimmtíu manns eru að störfum á svæðinu samkvæmt varðstjóra. Vegfarendum er ráðið frá því að leita á svæðið, sem er vinsælt útivistarsvæði. Hér má sjá beina útsendingu Vísis frá því á sjötta tímanum í dag. Myndbandið er um 23 mínútur að lengd. Gríðarmikinn reyk leggur frá eldinum, sem sést jafnvel á Akranesi, eins og sjá má í vaktinni hér að neðan. Þyrla Landhelgisgæslunnar notar svokallaða slökkviskjólu til að aðstoða við slökkvistörf. Hún tekur 1660 lítra af vatni. Þyrlan sækir vatn í Vífilsstaðavatn og tæmir úr skjólunni yfir eldinum. Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Veitna, segir eldinn enn sem komið er brenna nokkuð fjarri vatnsbólum höfuðborgarsvæðisbúa í Gvenndabrunnum og Vatnsendakrikum. Hér má sjá drónamyndband sem tekið var af eldinum í dag. Fylgst er með gangi mála í vaktinni neðst í fréttinni.
„Þetta er að aukast og við erum að kalla út meiri mannskap. Við erum með allt okkar á svæðinu,“ segir Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að tekist hafi að koma í veg fyrir útbreiðslu í allar áttir og nú færist eldurinn austur úr. „Þetta mætti ganga betur,“ segir Birgir. Sjá má atburðarásina í myndbandi Duncan Cardew hér að neðan: Eldurinn er á leið í átt frá byggð, en nálægð hans við vatnsverndarsvæði veldur áhyggjum. Það geymir vatnsból fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Eldurinn logar sunnan við Vífilsstaðavatn og að sögn Birgis ógnar eldurinn skóginum á svæðinu. Á svæðinu er blanda af skógrækt og sinu og eldurinn hleypur því úr sinu og inn í skóginn. Sjá einnig: Eldurinn geisar á „óþægilega stóru svæði“ Það er lítið um aðkomuleiðir að svæðinu, þannig að flytja þarf vatnið langar leiðir. Slökkviliðið hefur verið önnum kafið frá því að eldurinn braust út. Minnst fimmtíu manns eru að störfum á svæðinu samkvæmt varðstjóra. Vegfarendum er ráðið frá því að leita á svæðið, sem er vinsælt útivistarsvæði. Hér má sjá beina útsendingu Vísis frá því á sjötta tímanum í dag. Myndbandið er um 23 mínútur að lengd. Gríðarmikinn reyk leggur frá eldinum, sem sést jafnvel á Akranesi, eins og sjá má í vaktinni hér að neðan. Þyrla Landhelgisgæslunnar notar svokallaða slökkviskjólu til að aðstoða við slökkvistörf. Hún tekur 1660 lítra af vatni. Þyrlan sækir vatn í Vífilsstaðavatn og tæmir úr skjólunni yfir eldinum. Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Veitna, segir eldinn enn sem komið er brenna nokkuð fjarri vatnsbólum höfuðborgarsvæðisbúa í Gvenndabrunnum og Vatnsendakrikum. Hér má sjá drónamyndband sem tekið var af eldinum í dag. Fylgst er með gangi mála í vaktinni neðst í fréttinni.
Reykjavík Slökkvilið Landhelgisgæslan Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira