10.000 boðaðir aukalega í vikunni Birgir Olgeirsson skrifar 3. maí 2021 19:00 Bólusetningar við Covid fara að stærstum hluta fram í Laugardalshöll. Vísir/Vilhelm 10.000 fleiri verða bólusettir með AstraZeneca þessa vikuna en til stóð. Leik- og grunnskólakennarar verða bólusettir með Jansen og nú er fólk boðað í bólusetningu út frá lyfjasögu. 10.000 verða bólusettir með Pfizer á þriðjudag. Þar verður einblínt á þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Á miðvikudag verða 6.000 bólusettir með Jansen-bóluefninu. Þar á meðal leik og grunnskólakennarar og hópar sem eiga erfitt með að mæta í seinni bólusetningu, svo sem jaðarhópum, flug- og skipaáhöfnum. Á fimmtudag verða 10.000 bólusettir með AstraZeneca og er markmiðið að komast niður í 55 ára aldur. Á föstudag fá 2.500 manns seinni skammtinn af Moderna. „Það var að bætast við að við bólusetjum með AstraZeneca á fimmtudag,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Grunnskólakennarar hafa staðið vaktina ásamt leikskólakennurum. Við erum að reyna að mæta þeim hópi þannig.“ Fólk undir fimmtugsaldri, sem kannast ekki við að vera í áhættuhópi, hefur fengið boðun í bólusetningu undanfarið. Í upphafi var tekið mið af sjúkrasögu til að finna fólk í áhættuhópum. Nú er einnig horft til lyfjasögu. Hafi einhver fengið úthlutað lyfi, sem fólk í áhættuhópum notar, fær viðkomandi nú boðun. „Þetta er allt miðað við forgangshópa og að finna undirliggjandi sjúkdóma sem fara illa út úr Covid.“ Þeir sem af einhverju ástæðum telja sig þurfa annað bóluefni en þeim er boðið, geta farið fram á það við heilsugæslu. Ástæðurnar þurfa þó að vera gildar. „Ekki bara eitthvert hugsanlegt ferðalag. Það þurfa að vera gildar ástæður fyrir því að fólk fari erlendis, til dæmis skurðaðgerð. En þá ráðleggjum við fólki að hafa samband við sína heilsugæslustöð.“ Sóttvarnalæknir skoðar nú hugmyndir um að ráðast í handahófskenndar bólusetningar, þegar bólusetningum forgangshópa er lokið. Í upprunalegu útgáfu fréttarinnar var haft eftir Sigríði Dóru að framhaldsskólakennarar væru ekki í forgangi. Það er ekki rétt. Þeir eru í forgangi en þó á eftir leik- og grunnskólakennurum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
10.000 verða bólusettir með Pfizer á þriðjudag. Þar verður einblínt á þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Á miðvikudag verða 6.000 bólusettir með Jansen-bóluefninu. Þar á meðal leik og grunnskólakennarar og hópar sem eiga erfitt með að mæta í seinni bólusetningu, svo sem jaðarhópum, flug- og skipaáhöfnum. Á fimmtudag verða 10.000 bólusettir með AstraZeneca og er markmiðið að komast niður í 55 ára aldur. Á föstudag fá 2.500 manns seinni skammtinn af Moderna. „Það var að bætast við að við bólusetjum með AstraZeneca á fimmtudag,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Grunnskólakennarar hafa staðið vaktina ásamt leikskólakennurum. Við erum að reyna að mæta þeim hópi þannig.“ Fólk undir fimmtugsaldri, sem kannast ekki við að vera í áhættuhópi, hefur fengið boðun í bólusetningu undanfarið. Í upphafi var tekið mið af sjúkrasögu til að finna fólk í áhættuhópum. Nú er einnig horft til lyfjasögu. Hafi einhver fengið úthlutað lyfi, sem fólk í áhættuhópum notar, fær viðkomandi nú boðun. „Þetta er allt miðað við forgangshópa og að finna undirliggjandi sjúkdóma sem fara illa út úr Covid.“ Þeir sem af einhverju ástæðum telja sig þurfa annað bóluefni en þeim er boðið, geta farið fram á það við heilsugæslu. Ástæðurnar þurfa þó að vera gildar. „Ekki bara eitthvert hugsanlegt ferðalag. Það þurfa að vera gildar ástæður fyrir því að fólk fari erlendis, til dæmis skurðaðgerð. En þá ráðleggjum við fólki að hafa samband við sína heilsugæslustöð.“ Sóttvarnalæknir skoðar nú hugmyndir um að ráðast í handahófskenndar bólusetningar, þegar bólusetningum forgangshópa er lokið. Í upprunalegu útgáfu fréttarinnar var haft eftir Sigríði Dóru að framhaldsskólakennarar væru ekki í forgangi. Það er ekki rétt. Þeir eru í forgangi en þó á eftir leik- og grunnskólakennurum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira