Fleiri en einn uppruni sýkinganna á Suðurlandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2021 14:53 Alls eru 34 í einangrun á Suðurlandi. Elín Freyja Hauksdóttir er umdæmislæknir sóttvarna á Suðurlandi. Vísir/Vilhelm/HSU Þrjátíu og fjórir eru í einangrun á Suðurlandi vegna hópsýkinga kórónuveirunnar sem þar geisa. Útbreiðslan hefur til þessa orðið mest í Þorlákshöfn og Selfossi eða fjórtán smit á hvorum stað. Alls eru 110 nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi komnir í sóttkví eftir að nemandi við skólann greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. Elín Freyja Hauksdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á Suðurlandi segir Sunnlendinga nú súpa seyðið af því að örfáir einstaklingar hafi ekki virt sóttvarnareglur sem gilda um landamærin. „Einhver smitanna á Selfossi eru tengd smitum í Þorlákshöfn. Starfsmenn Ramma í Þorlákshöfn hafa þá smitað aðra út frá sér. Við erum komin með annarrar gráðu smit og jafnvel þriðju gráðu smit. Mikið af smitunum á Selfossi eru líka tengd við Jörfa og leikskóla á Selfossi.“ Raðgreining veirunnar hefur leitt þetta í ljós. „Eins og sóttvarnalæknir segir þá er hægt að rekja allflestar hópsýkingarnar til brota á sóttkví eða einangrun út frá landamærum og við erum að súpa seyðið af því.“ Elín er enn vongóð um að hægt sé að ná utan um ástandið. Það sé til dæmis jákvætt að aðeins eitt smit hafi greinst í Þorlákshöfn í gær úr tvö hundruð manna hópi sem mætti í skimun. „Ég hef trú á því að við munum ná utan um þetta. Við sjáum það sérstaklega á viðbrögðum bæði bæjaryfirvalda og íbúa í Þorlákshöfn, þessa miklu yfirvegun og samhug sem þar er að það er bara sett á svona „safe mode“ í samfélaginu meðan við erum að vinna úr þessu.“ Skilaboð Elínar til íbúa svæðisins gætu vart verið skýrari. „Við hvetjum fólk eindregið til þess að mæta í skimun ef það eru minnstu einkenni og einnig þá sem hafa verið bólusettir. Bólusetning er enginn frípassi fyrir skimun, alls ekki.“ „Smitin geta stungið sér niður hvar sem er. Maður er ekki bara í hættu ef maður býr á höfuðborgarsvæðinu. Fólk ferðast um. Það skiptir ekki máli hvar þú býrð á landinu; ef þú ert með einkenni, farðu í skimun.“ Heilbrigðisstofnun Suðurlands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ölfus Árborg Tengdar fréttir 110 nemendur FSu í sóttkví eftir að nemandi greindist Alls eru 110 nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi komnir í sóttkví eftir að nemandi við skólann greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. Auk þeirra eru fimm kennarar við skólann einnig komnir í sóttkví. 29. apríl 2021 08:12 Næstu skref velti á niðurstöðu skimunar Nemendur og kennarar við Flúðaskóla voru beðnir um að halda sig heima í dag eftir að einstaklingur í Hrunamannahreppi greindist með kórónuveiruna í gær. Sá á barn í grunnskólanum sem bíður nú niðurstöðu skimunar en ákveðið var að aflýsa hefðbundnu skólastarfi í fjórða og fimmta bekk til að gæta ítrustu varúðarráðstafana. 28. apríl 2021 17:10 Þorlákshöfn líklega áfram í hæga gírnum út vikuna Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir útlit fyrir að Þorlákshöfn verði í „hægum gír“ út vikuna. Að starfsemi sveitarfélagsins verði líklegast ekki eðlileg fyrr en í næstu viku. 27. apríl 2021 15:19 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Alls eru 110 nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi komnir í sóttkví eftir að nemandi við skólann greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. Elín Freyja Hauksdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á Suðurlandi segir Sunnlendinga nú súpa seyðið af því að örfáir einstaklingar hafi ekki virt sóttvarnareglur sem gilda um landamærin. „Einhver smitanna á Selfossi eru tengd smitum í Þorlákshöfn. Starfsmenn Ramma í Þorlákshöfn hafa þá smitað aðra út frá sér. Við erum komin með annarrar gráðu smit og jafnvel þriðju gráðu smit. Mikið af smitunum á Selfossi eru líka tengd við Jörfa og leikskóla á Selfossi.“ Raðgreining veirunnar hefur leitt þetta í ljós. „Eins og sóttvarnalæknir segir þá er hægt að rekja allflestar hópsýkingarnar til brota á sóttkví eða einangrun út frá landamærum og við erum að súpa seyðið af því.“ Elín er enn vongóð um að hægt sé að ná utan um ástandið. Það sé til dæmis jákvætt að aðeins eitt smit hafi greinst í Þorlákshöfn í gær úr tvö hundruð manna hópi sem mætti í skimun. „Ég hef trú á því að við munum ná utan um þetta. Við sjáum það sérstaklega á viðbrögðum bæði bæjaryfirvalda og íbúa í Þorlákshöfn, þessa miklu yfirvegun og samhug sem þar er að það er bara sett á svona „safe mode“ í samfélaginu meðan við erum að vinna úr þessu.“ Skilaboð Elínar til íbúa svæðisins gætu vart verið skýrari. „Við hvetjum fólk eindregið til þess að mæta í skimun ef það eru minnstu einkenni og einnig þá sem hafa verið bólusettir. Bólusetning er enginn frípassi fyrir skimun, alls ekki.“ „Smitin geta stungið sér niður hvar sem er. Maður er ekki bara í hættu ef maður býr á höfuðborgarsvæðinu. Fólk ferðast um. Það skiptir ekki máli hvar þú býrð á landinu; ef þú ert með einkenni, farðu í skimun.“
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ölfus Árborg Tengdar fréttir 110 nemendur FSu í sóttkví eftir að nemandi greindist Alls eru 110 nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi komnir í sóttkví eftir að nemandi við skólann greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. Auk þeirra eru fimm kennarar við skólann einnig komnir í sóttkví. 29. apríl 2021 08:12 Næstu skref velti á niðurstöðu skimunar Nemendur og kennarar við Flúðaskóla voru beðnir um að halda sig heima í dag eftir að einstaklingur í Hrunamannahreppi greindist með kórónuveiruna í gær. Sá á barn í grunnskólanum sem bíður nú niðurstöðu skimunar en ákveðið var að aflýsa hefðbundnu skólastarfi í fjórða og fimmta bekk til að gæta ítrustu varúðarráðstafana. 28. apríl 2021 17:10 Þorlákshöfn líklega áfram í hæga gírnum út vikuna Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir útlit fyrir að Þorlákshöfn verði í „hægum gír“ út vikuna. Að starfsemi sveitarfélagsins verði líklegast ekki eðlileg fyrr en í næstu viku. 27. apríl 2021 15:19 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
110 nemendur FSu í sóttkví eftir að nemandi greindist Alls eru 110 nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi komnir í sóttkví eftir að nemandi við skólann greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. Auk þeirra eru fimm kennarar við skólann einnig komnir í sóttkví. 29. apríl 2021 08:12
Næstu skref velti á niðurstöðu skimunar Nemendur og kennarar við Flúðaskóla voru beðnir um að halda sig heima í dag eftir að einstaklingur í Hrunamannahreppi greindist með kórónuveiruna í gær. Sá á barn í grunnskólanum sem bíður nú niðurstöðu skimunar en ákveðið var að aflýsa hefðbundnu skólastarfi í fjórða og fimmta bekk til að gæta ítrustu varúðarráðstafana. 28. apríl 2021 17:10
Þorlákshöfn líklega áfram í hæga gírnum út vikuna Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir útlit fyrir að Þorlákshöfn verði í „hægum gír“ út vikuna. Að starfsemi sveitarfélagsins verði líklegast ekki eðlileg fyrr en í næstu viku. 27. apríl 2021 15:19