Hvar ætlar þú að starfa? Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 28. apríl 2021 14:00 Mikið hefur verið rætt um þá miklu uppbyggingu sem er í Árborg og þann fjölda sem leitar í sveitarfélagið og býr fjölskyldu sinni heimili. Það er frábært og því ber að fagna; því ég held að við getum öll verið sammála um það að hér er gott að búa og fasteignaverðið viðráðanlegt, bæði fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaðinn og þau sem eru að stækka við sig. Margt fólk sækir þó ekki atvinnu í sveitarfélaginu og um 20% þess leggur leið sína yfir heiði til að sækja störf sem hæfa sinni menntun. Það er því ljóst að tækifæri eru til þess að bæta úr og horfast í augu við að það er betra að fólk finni sér framtíðarstörf í heimabyggð. Við viljum að fólk sjái það sem raunhæfan möguleika að búa á landsbyggðinni og afla sér farborða þar sem það býr. Það er nákvæmlega það - bjóða fólki uppá atvinnu við sitt hæfi, menntun og reynslu og bjóða upp á möguleikann á því að starfa nær sínu heimili, jafnvel í fjarvinnu. Þar koma meðal annars störf án staðsetningar inn sem mikilvægur hlekkur í þá umræðu og að víkka sjóndeildarhring stjórnvalda á þeim kosti að þekking dreifist víðar um landið og fólk fái tækifæri til þess að búa og starfa í sinni heimabyggð. Þá tel ég að störf án staðsetningar og fjarvinnslustöðvar myndu skipta sköpum fyrir háskólamenntað fólk. Jafnframt myndi það hafa góð áhrif á byggðarþróun ásamt því að hafa jákvæð áhrif á samgöngur og þróun þeirra til framtíðar. Þá þarf að setja á fót skattafslátt vegna kostnaðar við ferðir til vinnu fyrir fólk utan höfuðborgarsvæðisins en það er hluti af aðgerðaráætlun stefnumótandi byggðaráætlunar fyrir árin 2018 til 2024. Störf án staðsetningar hafa mörg jákvæð áhrif m.a. á fjölskylduna, fjárhaginn og umhverfið svo eitthvað sé nefnt. Þetta helst allt í hendur og undir eru hagsmunir þeirra fjölskyldna sem kjósa að færa heimili sitt út úr höfuðborginni. Gerum búsetu á landsbyggðinni raunhæfan kost fyrir alla og tryggjum að atvinnuþróun sé í takt við þann fjölda sem það kýs. Klárum dæmið! Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 3. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Árborg Byggðamál Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um þá miklu uppbyggingu sem er í Árborg og þann fjölda sem leitar í sveitarfélagið og býr fjölskyldu sinni heimili. Það er frábært og því ber að fagna; því ég held að við getum öll verið sammála um það að hér er gott að búa og fasteignaverðið viðráðanlegt, bæði fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaðinn og þau sem eru að stækka við sig. Margt fólk sækir þó ekki atvinnu í sveitarfélaginu og um 20% þess leggur leið sína yfir heiði til að sækja störf sem hæfa sinni menntun. Það er því ljóst að tækifæri eru til þess að bæta úr og horfast í augu við að það er betra að fólk finni sér framtíðarstörf í heimabyggð. Við viljum að fólk sjái það sem raunhæfan möguleika að búa á landsbyggðinni og afla sér farborða þar sem það býr. Það er nákvæmlega það - bjóða fólki uppá atvinnu við sitt hæfi, menntun og reynslu og bjóða upp á möguleikann á því að starfa nær sínu heimili, jafnvel í fjarvinnu. Þar koma meðal annars störf án staðsetningar inn sem mikilvægur hlekkur í þá umræðu og að víkka sjóndeildarhring stjórnvalda á þeim kosti að þekking dreifist víðar um landið og fólk fái tækifæri til þess að búa og starfa í sinni heimabyggð. Þá tel ég að störf án staðsetningar og fjarvinnslustöðvar myndu skipta sköpum fyrir háskólamenntað fólk. Jafnframt myndi það hafa góð áhrif á byggðarþróun ásamt því að hafa jákvæð áhrif á samgöngur og þróun þeirra til framtíðar. Þá þarf að setja á fót skattafslátt vegna kostnaðar við ferðir til vinnu fyrir fólk utan höfuðborgarsvæðisins en það er hluti af aðgerðaráætlun stefnumótandi byggðaráætlunar fyrir árin 2018 til 2024. Störf án staðsetningar hafa mörg jákvæð áhrif m.a. á fjölskylduna, fjárhaginn og umhverfið svo eitthvað sé nefnt. Þetta helst allt í hendur og undir eru hagsmunir þeirra fjölskyldna sem kjósa að færa heimili sitt út úr höfuðborginni. Gerum búsetu á landsbyggðinni raunhæfan kost fyrir alla og tryggjum að atvinnuþróun sé í takt við þann fjölda sem það kýs. Klárum dæmið! Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 3. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun