Umfangsmiklir varnargarðar á Seyðisfirði nær tilbúnir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. apríl 2021 19:31 Varnargarðarnir voru reistir í kjölfar skriðufallanna á Seyðisfirði. Vísir/Egill Aðalsteinsson Vinna við varnargarðana á Seyðisfirði er á lokametrunum og útlit fyrir að virkni þeirra sé góð. Mannvirkið er umfangsmikið og að mestu leyti gert úr skriðuefninu sjálfu. Varnargarðarnir voru settir upp í kjölfar skriðufallanna á Seyðisfirði í desember. Þeir byrja við Búðará, þar sem stærsta skriðan féll í desember, og liggja enn eftir bænum að Dagmálalæk. „Svo er í bígerð að fara að gera lítinn lækjarfarveg til að hjálpa vatninu sem lenti á Breiðablikshúsinu við að komast í afmarkaðri farveg og koma því á betri hátt til sjávar. Það er svona næsti fasi, sem er tiltölulega lítil aðgerð. En þegar það er komið þá er í raun og veru komið einhvers konar varnarinngrip,” segir Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Eflu. Mannvirkið er orðið afar umfangsmikið. „Þetta er orðið töluvert umfangsmikið. Eins og garðarnir við Botnahlíðina sem voru reistir fyrr í vetur voru 400 metrar og nú er verið að vinna þarna að 200 metra garði í viðbót. Garðarnir við Búðarána eru farnir að slaga í hátt í sjötta meter,” segir Jón Haukur. Hann segir að varnargarðarnir séu að mestu unnir úr skriðuefninu sjálfu. „Það hefur verið markmiðið í þessu, að nýta efnið í varnargarðana í stað þess að keyra því í burtu.” Um séu að ræða bráðavarnir sem séu til þes fallnar að skapa meira öryggi en til skemmri tíma litið. „Kantarnir eru víða brattir og það getur hrunið meira úr þeim. Það hefur verið fylgst með því inn í vorið, en markmiðið var að höndla minni skriðuatburði þanni gað þeir væru ekki að bætast við það sem gekk þarna á í vetur.” Næsti fasi verði að reisa endanlegar og umfangsmeiri varnir en hann segir varnargarðana tiltölulega örugga. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Varnargarðarnir voru settir upp í kjölfar skriðufallanna á Seyðisfirði í desember. Þeir byrja við Búðará, þar sem stærsta skriðan féll í desember, og liggja enn eftir bænum að Dagmálalæk. „Svo er í bígerð að fara að gera lítinn lækjarfarveg til að hjálpa vatninu sem lenti á Breiðablikshúsinu við að komast í afmarkaðri farveg og koma því á betri hátt til sjávar. Það er svona næsti fasi, sem er tiltölulega lítil aðgerð. En þegar það er komið þá er í raun og veru komið einhvers konar varnarinngrip,” segir Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Eflu. Mannvirkið er orðið afar umfangsmikið. „Þetta er orðið töluvert umfangsmikið. Eins og garðarnir við Botnahlíðina sem voru reistir fyrr í vetur voru 400 metrar og nú er verið að vinna þarna að 200 metra garði í viðbót. Garðarnir við Búðarána eru farnir að slaga í hátt í sjötta meter,” segir Jón Haukur. Hann segir að varnargarðarnir séu að mestu unnir úr skriðuefninu sjálfu. „Það hefur verið markmiðið í þessu, að nýta efnið í varnargarðana í stað þess að keyra því í burtu.” Um séu að ræða bráðavarnir sem séu til þes fallnar að skapa meira öryggi en til skemmri tíma litið. „Kantarnir eru víða brattir og það getur hrunið meira úr þeim. Það hefur verið fylgst með því inn í vorið, en markmiðið var að höndla minni skriðuatburði þanni gað þeir væru ekki að bætast við það sem gekk þarna á í vetur.” Næsti fasi verði að reisa endanlegar og umfangsmeiri varnir en hann segir varnargarðana tiltölulega örugga.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira