Frammistaða Samgöngustofu í eftirliti með WOW hafði áhrif á að staða forstjóra var auglýst Heimir Már Pétursson skrifar 20. apríl 2021 19:20 Ríkisendurskoðun gagnrýnir frammistöðu Samgöngustofu í eftirliti með WOW Air rúma síðasta árið sem félagið starfaði fyrir gjaldþrot í lok mars 2019. Vísir/Vilhelm Samgönguráðherra segir ófullnægjandi framgöngu Samgöngustofu í eftirliti með fjárhagsstöðu WOW Air hafa haft áhrif á ákvörðun hans um að auglýsa stöðu forstjóra stofnunarinnar lausa til umsóknar. Þáverandi forstjóri var einn umsækjenda en var ekki endurráðinn. Strax í lok árs 2017 var farið að bera á vanskilum WOW Air með gjöld til Ísavia. Þrátt fyrir einhverjar innborganir samkvæmt nýtti skýrslu Ríkisendurskoðunar uxu skuldirnar hratt og námu ríflega tvimur milljörðum þegar WOW varð gjaldþrota hinn 28. mars árið 2019. Gjaldþrotið hafði mikil áhrif á stöðu þjóðarbúsins. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar óskaði samgönguráðuneytið eftir upplýsingum frá Samgöngustofu í maí 2018 um hvernig eftirliti hennar með WOW væri háttað. Nauðsynlegar breytingar á eftirlitinu hafi ekki náð fram að ganga þegar komið var fram í ágúst það ár. Sigurður Ingi Jóhannsson var augljóslega ekki ánægður með slægt eftirlit Samgöngustofu með WOW Air allt frá árinu 2017 fram að haustinu 2018.Vísir/Vilhelm Ráðuneytið sendi Samgöngustofu leiðbeiningar og fyrirmæli í byrjun september 2018 en Samgöngustofa gaf ráðuneytinu eftir það misvísandi og rangar upplýsingar um stöðu mála. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir Ísavia sjálfstætt félaga og Samgöngustofa sé sjálfstæð í sínum störfum. „En við bentum á að eftirlit með fjárhagsstöðunni væri ekki eins og við töldum eðlilegt. Það er að segja verklagið. En eftirlitið er í höndum Samgöngustofu. Við getum ekki verið að hlutast til um það hvernig það er unnið en við getum hlutast til um að það sé unnið,“ segir samgönguráðherra. Um fimm mánuðum síðar var staða forstjóra Samgöngustofu auglýst laus til umsóknar að loknum fimm ára skipunartíma Þórólfs Árnasonar. Hann sóttist eftir að gegna embættinu áfram en annar var ráðinn í hans stað. „Það var heildstætt mat mitt að taka ákvörðun um að auglýsa það starf. En augljóslega var þetta einn af þeim þáttum sem kom til álita við það heildstæða mat,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Staðan hafi síðan verið auglýst og fólk sótt um hana. WOW Air Samgöngur Stjórnsýsla Tengdar fréttir WOW-skýrslan áfellisdómur yfir stjórnsýslunni Skýrsla ríkisendurskoðunar um fall WOW air er áfellisdómur yfir stjórnsýslunni að mati þingmanns Samfylkingarinnar. Samgöngustofa fær harða útreið og er sögð hafa starfað með viðskiptalega hagsmuni félagsins að leiðarljósi. 15. apríl 2021 13:33 Samgöngustofa veitti röng og misvísandi svör þegar WOW air var í basli Samgöngustofa er gagnrýnd harðlega í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á falli WOW air. Viðskiptalegir hagsmunir flugfélagsins virðist í einhverjum tilvikum hafa verið hafðir að leiðarljósi. 14. apríl 2021 15:08 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Strax í lok árs 2017 var farið að bera á vanskilum WOW Air með gjöld til Ísavia. Þrátt fyrir einhverjar innborganir samkvæmt nýtti skýrslu Ríkisendurskoðunar uxu skuldirnar hratt og námu ríflega tvimur milljörðum þegar WOW varð gjaldþrota hinn 28. mars árið 2019. Gjaldþrotið hafði mikil áhrif á stöðu þjóðarbúsins. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar óskaði samgönguráðuneytið eftir upplýsingum frá Samgöngustofu í maí 2018 um hvernig eftirliti hennar með WOW væri háttað. Nauðsynlegar breytingar á eftirlitinu hafi ekki náð fram að ganga þegar komið var fram í ágúst það ár. Sigurður Ingi Jóhannsson var augljóslega ekki ánægður með slægt eftirlit Samgöngustofu með WOW Air allt frá árinu 2017 fram að haustinu 2018.Vísir/Vilhelm Ráðuneytið sendi Samgöngustofu leiðbeiningar og fyrirmæli í byrjun september 2018 en Samgöngustofa gaf ráðuneytinu eftir það misvísandi og rangar upplýsingar um stöðu mála. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir Ísavia sjálfstætt félaga og Samgöngustofa sé sjálfstæð í sínum störfum. „En við bentum á að eftirlit með fjárhagsstöðunni væri ekki eins og við töldum eðlilegt. Það er að segja verklagið. En eftirlitið er í höndum Samgöngustofu. Við getum ekki verið að hlutast til um það hvernig það er unnið en við getum hlutast til um að það sé unnið,“ segir samgönguráðherra. Um fimm mánuðum síðar var staða forstjóra Samgöngustofu auglýst laus til umsóknar að loknum fimm ára skipunartíma Þórólfs Árnasonar. Hann sóttist eftir að gegna embættinu áfram en annar var ráðinn í hans stað. „Það var heildstætt mat mitt að taka ákvörðun um að auglýsa það starf. En augljóslega var þetta einn af þeim þáttum sem kom til álita við það heildstæða mat,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Staðan hafi síðan verið auglýst og fólk sótt um hana.
WOW Air Samgöngur Stjórnsýsla Tengdar fréttir WOW-skýrslan áfellisdómur yfir stjórnsýslunni Skýrsla ríkisendurskoðunar um fall WOW air er áfellisdómur yfir stjórnsýslunni að mati þingmanns Samfylkingarinnar. Samgöngustofa fær harða útreið og er sögð hafa starfað með viðskiptalega hagsmuni félagsins að leiðarljósi. 15. apríl 2021 13:33 Samgöngustofa veitti röng og misvísandi svör þegar WOW air var í basli Samgöngustofa er gagnrýnd harðlega í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á falli WOW air. Viðskiptalegir hagsmunir flugfélagsins virðist í einhverjum tilvikum hafa verið hafðir að leiðarljósi. 14. apríl 2021 15:08 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
WOW-skýrslan áfellisdómur yfir stjórnsýslunni Skýrsla ríkisendurskoðunar um fall WOW air er áfellisdómur yfir stjórnsýslunni að mati þingmanns Samfylkingarinnar. Samgöngustofa fær harða útreið og er sögð hafa starfað með viðskiptalega hagsmuni félagsins að leiðarljósi. 15. apríl 2021 13:33
Samgöngustofa veitti röng og misvísandi svör þegar WOW air var í basli Samgöngustofa er gagnrýnd harðlega í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á falli WOW air. Viðskiptalegir hagsmunir flugfélagsins virðist í einhverjum tilvikum hafa verið hafðir að leiðarljósi. 14. apríl 2021 15:08