Ætlaði að vera áfram hjá Barcelona áður en Álaborg kom inn í myndina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2021 22:00 FC Barcelona v HC Motor Zaporozhy - EHF Champions League BARCELONA, SPAIN - MARCH 03: (BILD ZEITUNG OUT) Aron Palmarsson of FC Barcelona, Dmytro Horiha of HC Motor Zaporozhye and Eduard Kravchenko of HC Motor Zaporozhye battle for the ball during the EHF Champions League match between FC Barcelona and HC Motor Zaporozhy on March 3, 2021 in Barcelona, Spain. (Photo by Xavi Urgeles/DeFodi Images via Getty Images) Aron Pálmarsson segir að hann hafi ætlað að vera allavega eitt ár í viðbót hjá Barcelona áður en Álaborg kom inn í myndina. Álaborg greindi frá því í morgun að Aron hefði skrifað undir þriggja ára samning við félagið. Þar á bæ er metnaðurinn mikill og nýtt ofurlið í smíðum. Mikkel Hansen hefur meðal annars samið við Álaborg og í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason sagði Aron að það hefði haft áhrif á ákvörðun sína að fara til danska félagsins. Aron hefur leikið með Barcelona síðan 2017 og segir að félagið hafi reynt að halda sér, þrátt fyrir erfiða fjárhagsstöðu. „Þeir gerðu það svosem. Það var komin upp staða að framlengja við mig um ár. Það er kannski svolítið löng saga með allar þær samningaviðræður. Fyrstu viðræður hófust rétt fyrir covid en svo var þeim frestað út af því og ástandinu hjá félaginu sem flestir vita hvernig er,“ sagði Aron. „Svo var þannig séð búið að semja um að ég yrði allavega ár í viðbót og svo kæmi kannski lengri samningur seinna. Ég hélt öllu frá mér fram að því þegar Álaborg hafði samband.“ Allt frábært hér Aron segir að ekkert fararsnið hafi verið á sér fyrr en Álaborg sýndi honum áhuga. „Ég hafði kannski ekki mikinn áhuga á að fara eitthvað annað enda allt frábært hér og stórkostlegt félag en þegar Álaborg hafði samband og sagði mér frá sínum framtíðaráætlunum heillaðist ég mjög mikið að því og ákvað að fara í málið og skoða hvað hægt væri að gera þar. Metnaðurinn þarna er gríðarlegur og samningaviðræðurnar tóku ekki langan tíma,“ sagði Aron. Ætlar að vinna þann stóra Hann viðurkennir að það verði erfitt að yfirgefa Barcelona þar sem hann hefur átt afar góðu gengi að fagna. Hann vill kveðja félagið með því að vinna Meistaradeildina með því. „Að sjálfsögðu er það þannig. Það eru tvær hliðar á þessu, það er bisnesshliðin og svo er maður með þessum strákum og öllum í kringum félagið nánast daglega allan ársins hring. Ég er að fara frá gríðarlega sterku liði. Við höfum spilað frábæra handbolta síðustu ár en eigum reyndar eftir að klára þann stóra og það er það eina sem maður horfir á þetta tímabil að klára það í júní,“ sagði Aron. Danski handboltinn Spænski handboltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Álaborg greindi frá því í morgun að Aron hefði skrifað undir þriggja ára samning við félagið. Þar á bæ er metnaðurinn mikill og nýtt ofurlið í smíðum. Mikkel Hansen hefur meðal annars samið við Álaborg og í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason sagði Aron að það hefði haft áhrif á ákvörðun sína að fara til danska félagsins. Aron hefur leikið með Barcelona síðan 2017 og segir að félagið hafi reynt að halda sér, þrátt fyrir erfiða fjárhagsstöðu. „Þeir gerðu það svosem. Það var komin upp staða að framlengja við mig um ár. Það er kannski svolítið löng saga með allar þær samningaviðræður. Fyrstu viðræður hófust rétt fyrir covid en svo var þeim frestað út af því og ástandinu hjá félaginu sem flestir vita hvernig er,“ sagði Aron. „Svo var þannig séð búið að semja um að ég yrði allavega ár í viðbót og svo kæmi kannski lengri samningur seinna. Ég hélt öllu frá mér fram að því þegar Álaborg hafði samband.“ Allt frábært hér Aron segir að ekkert fararsnið hafi verið á sér fyrr en Álaborg sýndi honum áhuga. „Ég hafði kannski ekki mikinn áhuga á að fara eitthvað annað enda allt frábært hér og stórkostlegt félag en þegar Álaborg hafði samband og sagði mér frá sínum framtíðaráætlunum heillaðist ég mjög mikið að því og ákvað að fara í málið og skoða hvað hægt væri að gera þar. Metnaðurinn þarna er gríðarlegur og samningaviðræðurnar tóku ekki langan tíma,“ sagði Aron. Ætlar að vinna þann stóra Hann viðurkennir að það verði erfitt að yfirgefa Barcelona þar sem hann hefur átt afar góðu gengi að fagna. Hann vill kveðja félagið með því að vinna Meistaradeildina með því. „Að sjálfsögðu er það þannig. Það eru tvær hliðar á þessu, það er bisnesshliðin og svo er maður með þessum strákum og öllum í kringum félagið nánast daglega allan ársins hring. Ég er að fara frá gríðarlega sterku liði. Við höfum spilað frábæra handbolta síðustu ár en eigum reyndar eftir að klára þann stóra og það er það eina sem maður horfir á þetta tímabil að klára það í júní,“ sagði Aron.
Danski handboltinn Spænski handboltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira