Ekki tekist að byggja brú til pólska samfélagsins Atli Ísleifsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 19. apríl 2021 11:29 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir stöðuna í íslensku samfélagi þegar kemur að fjölda kórónuveirusmita vera ógnvænlega. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir stöðuna í samfélaginu þegar kemur að fjölda kórónuveirusmita nú vera ógnvænlega. „Ég er dálítið hræddur um að við séum búin að missa stjórn á því sem er að gerast. Ég held að við eigum að undirbúa okkur undir að herða ólina aftur. Ég er voðalega hræddur um að ekki sé hægt að hemja þetta án þess að gera það.“ Þetta segir Kári í samtali við fréttastofu, en síðustu sólarhringa hafa fjörutíu manns greinst með veiruna, og þar af tíu utan sóttkvíar. Má rekja smitin til brota á reglum um sóttkví á landamærum. Deila um keisarans skegg Aðspurður um hvort hann telji að breyta þurfi lögum til að skylda fólk á sóttkvíarhótel segir Kári að hann sé á þeirri skoðun að lögin, eins og þau eru í dag, heimili það að menn séu settir í sóttkví. „Hin klassíski skilningur á sóttkví er sá að það sé hægt að láta menn taka hana út hvar svo sem sóttvarnayfirvöld telja nauðsynlegt. Það er ekkert í lögunum sem segir að sóttkví eigi að taka út í heimahúsi. En það er deila um keisarans skegg, en ekki um efni málsins. Ég er ekki viss um að endilega sé best að nota hús úti í bæ. Það er einn möguleikinn. Annar er að hafa nánara eftirlit með þeim sem eru í sóttkví. Það gæti kallað á töluvert mikinn mannskap. En allavega þá þurfum við að finna einhverja leið til þess að sjá til þess að fólk sem smitast, eða er í hættu á að hafa smitast, að það umgangist ekki aðra að því marki að það leiði til smita. Það er ósköp einfalt.“ Ekki tekist að byggja brú Það kom fram hjá þér um daginn að það væru mögulega íslenskir ríkisborgarar af erlendu bergi sem væru að ferðast erlendis sem væru að koma með smit til landsins. Það virðist vera í öðru tilvikinu núna. Þarf kannski að miðla upplýsingum með öðrum hætti til þessa hóps eða hvaða skoðun hefur þú á því? „Ég held að það endurspeglist í því sú staðreynd að við höfum ekki verið nógu dugleg að byggja brú yfir til þessa pólska samfélags á Íslandi. Þannig að það sem miður fer finnst mér vera okkur að kenna. Við höfum ekki tekið almennilega á móti þessu fólki. Alla vega er ljóst að þessir Íslendingar af erlendu bergi brotnir eiga í meiri erfiðleikum að halda sóttkvíarreglurnar heldur en aðrir. Og það þarf að finna einhverja leið til að takast á við það án þess að benda fingri á þetta fólk sérstaklega,“ segir Kári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Innflytjendamál Mest lesið Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Fleiri fréttir Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Sjá meira
„Ég er dálítið hræddur um að við séum búin að missa stjórn á því sem er að gerast. Ég held að við eigum að undirbúa okkur undir að herða ólina aftur. Ég er voðalega hræddur um að ekki sé hægt að hemja þetta án þess að gera það.“ Þetta segir Kári í samtali við fréttastofu, en síðustu sólarhringa hafa fjörutíu manns greinst með veiruna, og þar af tíu utan sóttkvíar. Má rekja smitin til brota á reglum um sóttkví á landamærum. Deila um keisarans skegg Aðspurður um hvort hann telji að breyta þurfi lögum til að skylda fólk á sóttkvíarhótel segir Kári að hann sé á þeirri skoðun að lögin, eins og þau eru í dag, heimili það að menn séu settir í sóttkví. „Hin klassíski skilningur á sóttkví er sá að það sé hægt að láta menn taka hana út hvar svo sem sóttvarnayfirvöld telja nauðsynlegt. Það er ekkert í lögunum sem segir að sóttkví eigi að taka út í heimahúsi. En það er deila um keisarans skegg, en ekki um efni málsins. Ég er ekki viss um að endilega sé best að nota hús úti í bæ. Það er einn möguleikinn. Annar er að hafa nánara eftirlit með þeim sem eru í sóttkví. Það gæti kallað á töluvert mikinn mannskap. En allavega þá þurfum við að finna einhverja leið til þess að sjá til þess að fólk sem smitast, eða er í hættu á að hafa smitast, að það umgangist ekki aðra að því marki að það leiði til smita. Það er ósköp einfalt.“ Ekki tekist að byggja brú Það kom fram hjá þér um daginn að það væru mögulega íslenskir ríkisborgarar af erlendu bergi sem væru að ferðast erlendis sem væru að koma með smit til landsins. Það virðist vera í öðru tilvikinu núna. Þarf kannski að miðla upplýsingum með öðrum hætti til þessa hóps eða hvaða skoðun hefur þú á því? „Ég held að það endurspeglist í því sú staðreynd að við höfum ekki verið nógu dugleg að byggja brú yfir til þessa pólska samfélags á Íslandi. Þannig að það sem miður fer finnst mér vera okkur að kenna. Við höfum ekki tekið almennilega á móti þessu fólki. Alla vega er ljóst að þessir Íslendingar af erlendu bergi brotnir eiga í meiri erfiðleikum að halda sóttkvíarreglurnar heldur en aðrir. Og það þarf að finna einhverja leið til að takast á við það án þess að benda fingri á þetta fólk sérstaklega,“ segir Kári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Innflytjendamál Mest lesið Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Fleiri fréttir Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Sjá meira