Berjumst gegn bakslaginu Andrés Ingi Jónsson skrifar 15. apríl 2021 15:01 Í faraldrinum hefur orðið bakslag í jafnréttismálum um allan heim, sem birtist m.a. í auknu heimilisofbeldi á Íslandi og víðar. Þrátt fyrir að faraldurinn hafi gert illt verra voru engu að síður blikur á lofti í jafnréttismálum áður en fyrsta covid-veiran skaut upp kollinum. Síðustu ár hefur aðalritari Sameinuðu þjóðanna ítrekað hvatt ríki heims til dáða í jafnréttismálum. Aðalritarinn hefur minnt á að áunnin réttindi geti glatast og því þurfi alltaf að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur. Í því samhengi talar hann ekki bara um bakslag, heldur hreinlega „pushback“ - að verið sé að þrýsta á móti. Það undirstrikar að ekki er um er að ræða einhverja tilfallandi þróun heldur skipulagða aðför afturhaldssamra afla í pólitík, sem vilja „þrýsta jafnréttinu aftur.“ Tangarsókn afturhalds í Evrópu Við þurfum ekki að leita langt til að sjá þessa aðför í verki. Í Póllandi hefur t.a.m. verið þrengt að réttindum fólks á síðustu misserum með stórhertri löggjöf um þungunarrof og sérstökum „hinseginlausum svæðum.“ Sambærileg þróun hefur átt sér stað annars staðar í Evrópu, enda er aðför að réttindum í einu landi árás á réttindi alls staðar. Afturhaldsöflin eru víða og árásir þeirra eru skipulagðar. Nú skal grafið undan Istanbúl-samningnum, fyrsta lagalega bindandi alþjóðasamningurinn sem tekur heildstætt á ofbeldi gegn konum. Þrjátíu og fjögur ríki hafa fullgilt samninginn, Ísland þeirra á meðal, og telja þau því að ofbeldi gegn stúlkum og konum sé óásættanlegt og renna þannig traustari stoðum undir mannréttindi alls fólks. Samningurinn er framsækinn, mikilvægur og þyrnir í augum afturhaldsafla. Umræða gegn aðild að Istanbúl-samningnum hefur náð rótfestu í mörgum löndum, en lengst hefur hún gengið í Póllandi og Tyrklandi. Stjórnvöld þar hafa síðustu misseri stefnt að því að rifta samningnum og þann 20. mars sl. tilkynntu tyrknesk stjórnvöld Evrópuráðinu að þau segðu sig frá Istanbúl-samningnum. Frumvarp sem miðar að sama marki gekk til nefnda pólska þingsins 30. mars. Sendum skýr skilaboð Þessi skipulagða aðför gefur tilefni til að hafa áhyggjur af afdrifum samningsins. Ákvörðun Pólverja og Tyrkja setur hættulegt fordæmi fyrir önnur ríki þar sem mannréttindi og lýðræði standa höllum fæti. Kvenréttindasamtök um alla Evrópu hafa enda lýst áhyggjum af þessari þróun og hvatt ríkisstjórnir til að berjast gegn þessu bakslagi í baráttunni fyrir réttindum kvenna. Þeirra á meðal er Kvenréttindafélag Íslands sem sendi áskorun þess efnis til forsætis- og utanríkisráðherra þann 30. mars. Hér er tækifæri fyrir Ísland að tala skýrt. Fyrir Alþingi liggur nú tillaga um að fela ríkisstjórninni að grípa til aðgerða sem styðja við Istanbúl-samninginn. Sýna að Íslendingum er ekki sama um framgang afturhaldsaflanna sem grafa leynt og ljóst undan réttindum meðborgara okkar. Með tillögunni er lagt til að íslensk stjórnvöld taki skýra afstöðu með Istanbúl-samningnum, sýni pólitíska forystu í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og stuðning við kvenréttindi á alþjóðavísu. Aðför á einum stað er enda árás alls staðar. Höfundur er þingmaður Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mannréttindi Píratar Andrés Ingi Jónsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Í faraldrinum hefur orðið bakslag í jafnréttismálum um allan heim, sem birtist m.a. í auknu heimilisofbeldi á Íslandi og víðar. Þrátt fyrir að faraldurinn hafi gert illt verra voru engu að síður blikur á lofti í jafnréttismálum áður en fyrsta covid-veiran skaut upp kollinum. Síðustu ár hefur aðalritari Sameinuðu þjóðanna ítrekað hvatt ríki heims til dáða í jafnréttismálum. Aðalritarinn hefur minnt á að áunnin réttindi geti glatast og því þurfi alltaf að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur. Í því samhengi talar hann ekki bara um bakslag, heldur hreinlega „pushback“ - að verið sé að þrýsta á móti. Það undirstrikar að ekki er um er að ræða einhverja tilfallandi þróun heldur skipulagða aðför afturhaldssamra afla í pólitík, sem vilja „þrýsta jafnréttinu aftur.“ Tangarsókn afturhalds í Evrópu Við þurfum ekki að leita langt til að sjá þessa aðför í verki. Í Póllandi hefur t.a.m. verið þrengt að réttindum fólks á síðustu misserum með stórhertri löggjöf um þungunarrof og sérstökum „hinseginlausum svæðum.“ Sambærileg þróun hefur átt sér stað annars staðar í Evrópu, enda er aðför að réttindum í einu landi árás á réttindi alls staðar. Afturhaldsöflin eru víða og árásir þeirra eru skipulagðar. Nú skal grafið undan Istanbúl-samningnum, fyrsta lagalega bindandi alþjóðasamningurinn sem tekur heildstætt á ofbeldi gegn konum. Þrjátíu og fjögur ríki hafa fullgilt samninginn, Ísland þeirra á meðal, og telja þau því að ofbeldi gegn stúlkum og konum sé óásættanlegt og renna þannig traustari stoðum undir mannréttindi alls fólks. Samningurinn er framsækinn, mikilvægur og þyrnir í augum afturhaldsafla. Umræða gegn aðild að Istanbúl-samningnum hefur náð rótfestu í mörgum löndum, en lengst hefur hún gengið í Póllandi og Tyrklandi. Stjórnvöld þar hafa síðustu misseri stefnt að því að rifta samningnum og þann 20. mars sl. tilkynntu tyrknesk stjórnvöld Evrópuráðinu að þau segðu sig frá Istanbúl-samningnum. Frumvarp sem miðar að sama marki gekk til nefnda pólska þingsins 30. mars. Sendum skýr skilaboð Þessi skipulagða aðför gefur tilefni til að hafa áhyggjur af afdrifum samningsins. Ákvörðun Pólverja og Tyrkja setur hættulegt fordæmi fyrir önnur ríki þar sem mannréttindi og lýðræði standa höllum fæti. Kvenréttindasamtök um alla Evrópu hafa enda lýst áhyggjum af þessari þróun og hvatt ríkisstjórnir til að berjast gegn þessu bakslagi í baráttunni fyrir réttindum kvenna. Þeirra á meðal er Kvenréttindafélag Íslands sem sendi áskorun þess efnis til forsætis- og utanríkisráðherra þann 30. mars. Hér er tækifæri fyrir Ísland að tala skýrt. Fyrir Alþingi liggur nú tillaga um að fela ríkisstjórninni að grípa til aðgerða sem styðja við Istanbúl-samninginn. Sýna að Íslendingum er ekki sama um framgang afturhaldsaflanna sem grafa leynt og ljóst undan réttindum meðborgara okkar. Með tillögunni er lagt til að íslensk stjórnvöld taki skýra afstöðu með Istanbúl-samningnum, sýni pólitíska forystu í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og stuðning við kvenréttindi á alþjóðavísu. Aðför á einum stað er enda árás alls staðar. Höfundur er þingmaður Pírata
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun