Geðheilbrigði – Höfum við gengið til góðs? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar 14. apríl 2021 10:00 Geðhjálp hefur sett fram 9 áherslupunkta í stefnu sinni; að: gera heildarúttekt á umfangi og framkvæmd geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað og gera þjónustuna þverfaglegri stórauka stuðning og fræðslu fyrir foreldra hefja niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu gera geðrækt að hluta af aðalnámskrá grunnskóla fjölga atvinnutækifærum fyrir ungmenni og fólk með geðrænan vanda byggja nýtt húsnæði geðsviðs LSH og SAK og endurskoða hugmyndafræði og innihald meðferðar útiloka nauðung og þvingun við meðferð koma á fót geðráði; breiðum samráðsvettvangi um geðheilbrigðismál Fyrsta áhersluatriðið stefnunnar er að gera heildarúttekt á umfangi og framkvæmd geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi. Skoða þarf í hvað fjármagnið fer og hvort það endurspegli vandann og áherslur stjórnvalda. Stjórnvöld gera þá kröfu að þjónustan sé byggð á vísindalegum grunni. Geðgreiningar byggja á huglægu mati, - kenningin um efnaójafnvægi í heila heldur ekki, og lyfin eru hugbreytandi með auka- og/eða hliðarverkunum sem geta hindrað almenna þátttöku og virkni þeirra sem eiga við slæma geðheilsu að stríða. Geðhjálp vill að byggt verði nýtt húsnæði geðsviðs LSH og SAK en samhliða sé hugmyndafræði og innihaldi meðferðar endurskoðuð. Ný steinsteypa og umgjörð gerir lítið gagn ef hugmyndafræði og innviðirnir eru óbreyttir. Áföll, vanræksla og erfið skilyrði í æsku hafa áhrif á almenna heilsu og líðan á fullorðinsárum. Því kallar almenningur eftir frekari sálfræðiaðstoð og að sú þjónusta verði niðurgreidd með einhverjum hætti. Lyf eru þó enn fyrsta lausnin og oftar en ekki aðallausnin, þrátt fyrir að vitað sé að í mörgum tilfellum hafi lyfjafyrirtækin stýrt rannsóknarniðurstöðum sér í hag, keypt áhrifavalda og blekkt lækna, stjórnvöld og almenning með markaðssetningu. Meðan stjórnvöld stuðla ekki að auknum valmöguleikum í geðmeðferðum viðhaldast sömu nálganir. Þegar rannsakaðar eru mismunandi íhlutanir og þær bornar t.d. saman við árangur geðlyfja kemur í ljós að flestar þeirra virka og þyngst vegur svokölluð placebo-/lyfleysuáhrif; trú okkar á að hlutirnir virki. Umgjörðin og sá sem veitir meðferðina skiptir því oft meira máli en aðferðin sem beitt er. Við getum státað okkur af góðu heilbrigðiskerfi, heilbrigðisstarfsfólki, samfélagsúrræðum og að umræða hefur aukist. Þrátt fyrir þennan meðbyr á stór hluti þeirra sem takast á við geðraskanir í erfiðleikum og um 40% þeirra sem búa við örorku er fólk með geðraskanir. Fjölgun þeirra hefur verið tæpleg 200% á síðustu 30 árum á meðan þjóðinni hefur fjölgað um 40% á sama tíma. Uppeldisskilyrði hafa áhrif á geðslag og því ætti að auka stuðning við börn og á sama tíma þarf aukin stuðning og fræðslu fyrir foreldra. Skólakerfið þarf einnig að endurskilgreina innihald námskráa og umgjörð til að undirbúa börn betur fyrir fullorðinsárin. Geðrækt sem hluti af aðalnámskrá grunnskóla ásamt fleiri þáttum sem nútímasamfélag krefst er tímabær framþróun. Vinnumarkaðurinn kemur ekki nægilega til móts við fjölbreytileika og getu fólks. Fjölga þarf því atvinnutækifærum fyrir ungmenni og fólk með geðrænan vanda. Geðlyf, hugræn atferlismeðferð eða sálfræðimeðferð duga skammt ef aðalvandinn liggur í umhverfisþáttum, s.s. fátækt, atvinnuleysi, fordómum, mismunun og skorti á tækifærum. Skorti á því að hafa hlutverk og tilheyra samfélagi. Krafan um að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað og gera þjónustuna þverfaglegri, er til komin vegna vanda sem ekki verður leystur með lyfjum eða fræðslu. Margir sem leita til heilsugæslunnar í vanlíðan þurfa jafnvel einungis stuðning við að öðlast hlutverk, tilheyra samfélaginu í ríkari mæli og tækifæri að láta gott af sér leiða. Á meðan sjónarhornið einskorðast við einstaklingsvandamál í stað þess að skoða það umhverfi sem viðkomandi sprettur úr er kannski ekki hægt að ætlast til að við náum lengra. Þjáning er fylgifiskur lífsins, enda oft uppspretta þroska og uppgötvana. Þegar fólk er spurt hvað hafi gagnast þeim í bataferlinu telja þeir upp umhverfisþætti sem hafi stuðlað að bata. Nauðung og þvingun við meðferð er dæmi um skaðlega nálgun sem ber að uppræta. Það er kominn tími til málefnalegra skoðanaskipta, um áhrifavalda og breyttar nálganir. Geðráð er breiður samráðsvettvangur um geðheilbrigðismál sem einstaka þjóðir hafa komið á fót til að vinna gegn stöðnun í málaflokknum og sérhagsmunagæslu. Fólk með ólíkan bakgrunn og hugmyndafræðilegar forsendur tekst á, forgangsraðar, fylgist með, veitir aðhald og kemur með tillögur. Á þeim 40 árum sem ég hef starfað innan geðgeirans hafa hugmyndir manna um orsakir geðheilsuvanda og leiðir út úr honum breyst. Þegar ég hóf störf sem iðjuþjálfi í Noregi þá voru svokallaðar samfélagslækningar ríkjandi. Vanlíðan skapaðist í tengslum manna á milli og leiðin til lausnar væri því í samskiptum. Geðdeildir störfuðu í anda lýðræðissamfélaga, með þverfaglegri nálgun og valddreifingu. Skjólstæðingar blómstruðu oft innan þessa ramma, en lentu yfirleitt í vandræðum eftir útskrift því á heimavelli hafði ekkert breyst. Því er spurning hvort við höfum við gengið til góðs? Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Elín Ebba Ásmundsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Geðhjálp hefur sett fram 9 áherslupunkta í stefnu sinni; að: gera heildarúttekt á umfangi og framkvæmd geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað og gera þjónustuna þverfaglegri stórauka stuðning og fræðslu fyrir foreldra hefja niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu gera geðrækt að hluta af aðalnámskrá grunnskóla fjölga atvinnutækifærum fyrir ungmenni og fólk með geðrænan vanda byggja nýtt húsnæði geðsviðs LSH og SAK og endurskoða hugmyndafræði og innihald meðferðar útiloka nauðung og þvingun við meðferð koma á fót geðráði; breiðum samráðsvettvangi um geðheilbrigðismál Fyrsta áhersluatriðið stefnunnar er að gera heildarúttekt á umfangi og framkvæmd geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi. Skoða þarf í hvað fjármagnið fer og hvort það endurspegli vandann og áherslur stjórnvalda. Stjórnvöld gera þá kröfu að þjónustan sé byggð á vísindalegum grunni. Geðgreiningar byggja á huglægu mati, - kenningin um efnaójafnvægi í heila heldur ekki, og lyfin eru hugbreytandi með auka- og/eða hliðarverkunum sem geta hindrað almenna þátttöku og virkni þeirra sem eiga við slæma geðheilsu að stríða. Geðhjálp vill að byggt verði nýtt húsnæði geðsviðs LSH og SAK en samhliða sé hugmyndafræði og innihaldi meðferðar endurskoðuð. Ný steinsteypa og umgjörð gerir lítið gagn ef hugmyndafræði og innviðirnir eru óbreyttir. Áföll, vanræksla og erfið skilyrði í æsku hafa áhrif á almenna heilsu og líðan á fullorðinsárum. Því kallar almenningur eftir frekari sálfræðiaðstoð og að sú þjónusta verði niðurgreidd með einhverjum hætti. Lyf eru þó enn fyrsta lausnin og oftar en ekki aðallausnin, þrátt fyrir að vitað sé að í mörgum tilfellum hafi lyfjafyrirtækin stýrt rannsóknarniðurstöðum sér í hag, keypt áhrifavalda og blekkt lækna, stjórnvöld og almenning með markaðssetningu. Meðan stjórnvöld stuðla ekki að auknum valmöguleikum í geðmeðferðum viðhaldast sömu nálganir. Þegar rannsakaðar eru mismunandi íhlutanir og þær bornar t.d. saman við árangur geðlyfja kemur í ljós að flestar þeirra virka og þyngst vegur svokölluð placebo-/lyfleysuáhrif; trú okkar á að hlutirnir virki. Umgjörðin og sá sem veitir meðferðina skiptir því oft meira máli en aðferðin sem beitt er. Við getum státað okkur af góðu heilbrigðiskerfi, heilbrigðisstarfsfólki, samfélagsúrræðum og að umræða hefur aukist. Þrátt fyrir þennan meðbyr á stór hluti þeirra sem takast á við geðraskanir í erfiðleikum og um 40% þeirra sem búa við örorku er fólk með geðraskanir. Fjölgun þeirra hefur verið tæpleg 200% á síðustu 30 árum á meðan þjóðinni hefur fjölgað um 40% á sama tíma. Uppeldisskilyrði hafa áhrif á geðslag og því ætti að auka stuðning við börn og á sama tíma þarf aukin stuðning og fræðslu fyrir foreldra. Skólakerfið þarf einnig að endurskilgreina innihald námskráa og umgjörð til að undirbúa börn betur fyrir fullorðinsárin. Geðrækt sem hluti af aðalnámskrá grunnskóla ásamt fleiri þáttum sem nútímasamfélag krefst er tímabær framþróun. Vinnumarkaðurinn kemur ekki nægilega til móts við fjölbreytileika og getu fólks. Fjölga þarf því atvinnutækifærum fyrir ungmenni og fólk með geðrænan vanda. Geðlyf, hugræn atferlismeðferð eða sálfræðimeðferð duga skammt ef aðalvandinn liggur í umhverfisþáttum, s.s. fátækt, atvinnuleysi, fordómum, mismunun og skorti á tækifærum. Skorti á því að hafa hlutverk og tilheyra samfélagi. Krafan um að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað og gera þjónustuna þverfaglegri, er til komin vegna vanda sem ekki verður leystur með lyfjum eða fræðslu. Margir sem leita til heilsugæslunnar í vanlíðan þurfa jafnvel einungis stuðning við að öðlast hlutverk, tilheyra samfélaginu í ríkari mæli og tækifæri að láta gott af sér leiða. Á meðan sjónarhornið einskorðast við einstaklingsvandamál í stað þess að skoða það umhverfi sem viðkomandi sprettur úr er kannski ekki hægt að ætlast til að við náum lengra. Þjáning er fylgifiskur lífsins, enda oft uppspretta þroska og uppgötvana. Þegar fólk er spurt hvað hafi gagnast þeim í bataferlinu telja þeir upp umhverfisþætti sem hafi stuðlað að bata. Nauðung og þvingun við meðferð er dæmi um skaðlega nálgun sem ber að uppræta. Það er kominn tími til málefnalegra skoðanaskipta, um áhrifavalda og breyttar nálganir. Geðráð er breiður samráðsvettvangur um geðheilbrigðismál sem einstaka þjóðir hafa komið á fót til að vinna gegn stöðnun í málaflokknum og sérhagsmunagæslu. Fólk með ólíkan bakgrunn og hugmyndafræðilegar forsendur tekst á, forgangsraðar, fylgist með, veitir aðhald og kemur með tillögur. Á þeim 40 árum sem ég hef starfað innan geðgeirans hafa hugmyndir manna um orsakir geðheilsuvanda og leiðir út úr honum breyst. Þegar ég hóf störf sem iðjuþjálfi í Noregi þá voru svokallaðar samfélagslækningar ríkjandi. Vanlíðan skapaðist í tengslum manna á milli og leiðin til lausnar væri því í samskiptum. Geðdeildir störfuðu í anda lýðræðissamfélaga, með þverfaglegri nálgun og valddreifingu. Skjólstæðingar blómstruðu oft innan þessa ramma, en lentu yfirleitt í vandræðum eftir útskrift því á heimavelli hafði ekkert breyst. Því er spurning hvort við höfum við gengið til góðs? Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun