Sakar Trump um að hafa æst til „blóðugrar uppreisnar“ Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2021 08:54 John Boehner var forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til ársins 2015. Hann háði harða hildi við íhaldssamasta hluta þingflokksins og var þeirri stundu fegnastur þegar hann lét af embættinu. Vísir/EPA Einn af fyrrverandi leiðtogum Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi segir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, hafi æst til blóðugrar uppreisnar þegar æstur múgur réðst á þinghúsið 6. janúar. Hann segir að uppreisnin hefði átt að vekja repúblikana aftur til heilbrigðrar skynsemi. John Boehner var forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fyrir Repúblikanaflokkinn til ársins 2015. Í æviminningum sínum sem verða birtar á næstunni fer Boehner hörðum orðum um hlut Trump í árásinni á þinghúsið í janúar. Skrifar hann að Trump hafi „æst til þessarar blóðugu uppreisnar af sjálfselskum ástæðum eingöngu sem hann hélt til streitu með kjaftæðinu sem hann hafði mokað út frá því að hann tapaði í sanngjörnum kosningum í nóvember“, að sögn New York Times sem hefur séð eintak af bókinni. „Var hann að drekka?“ Trump heldur því enn fram að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann endurkjör í forsetakosningunum í nóvember. Engin trúverðug gögn eða sannanir hafa nokkru sinni verið lögð fram fyrir þeim ásökunum þrátt fyrir fjölda málsókna sem framboð fyrrverandi forsetans og repúblikanar höfðuðu. Æstur múgur réðst inn í þinghúsið 6. janúar þegar þingið átti að staðfesta kosningaúrslitin. Áður hafði Trump talið stuðningsmönnum sínum ranglega trú um að Mike Pence, varaforseti hans, hefði vald til þess neita að staðfesta úrslitin. Einhverjir uppreisnarmannanna reistu gálga fyrir utan þinghúsið og töluðu um að hengja varaforsetann vegna þess að hann ætlaði sér ekki að fara að vilja Trump um að stela kosningunum. „Hann hélt fram kosningasvikum án nokkurra sannana og endurtók þær fullyrðingar og nýtti sér það traust sem stuðningsmenn hans bera til hans og sveik það traust á endanum,“ skrifar Boehner í bók sinni. Í svari með tölvupósti til New York Times spurði Trump hvort að Boehner, sem er þekktur fyrir að þykja sopinn góður, hefði verið drukkinn þegar hann skrifaði gagnrýni sína. „Bara enn einn RINO sem stóð sig ekki í stykkinu!“ svaraði fyrrverandi forsetinn en RINO er skammstöfun fyrir „repúblikani aðeins að nafninu til“ á ensku. Trump sigaði stuðningsmönnum sínum á þinghúsið á fjöldafundi í Washington 6. janúar. Fimm manns létust í árásinni eða skömmu eftir hana.Vísir/EPA „Rugludallar og uppreisnarseggir“ stjórna flokknum Boehner hlífir ekki flokkssystkinum sínum vegna þeirra þáttar í uppreisninni í bók sinni. Meirihluti þingmanna Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni greiddi atkvæði gegn því að staðfesta kosningaúrslitin, jafnvel eftir að stuðningsmenn Trump höfðu ráðist inn í þinghúsið, og nokkrir öldungadeildarþingmenn sömuleiðis. „Sumir þeirra sem tóku þátt komu mér alls ekkert á óvart. Þinglega hryðjuverkastarfsemin sem ég upplifði sem forseti hvatti nú til bókstaflegra hryðjuverka,“ skrifar Boehner. Fyrrverandi þingforsetinn átti í stormasömu sambandi við hluta þingflokks repúblikana sem vildi nær stöðva störf þingsins í tíð Baracks Obama, þáverandi forseta. Boehner segir í bók sinni að Repúblikanaflokkurinn verði að ná aftur stjórninni af fylkingunni sem hann segir uppfulla af „rugludöllum“ og uppreisnarseggjum. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
John Boehner var forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fyrir Repúblikanaflokkinn til ársins 2015. Í æviminningum sínum sem verða birtar á næstunni fer Boehner hörðum orðum um hlut Trump í árásinni á þinghúsið í janúar. Skrifar hann að Trump hafi „æst til þessarar blóðugu uppreisnar af sjálfselskum ástæðum eingöngu sem hann hélt til streitu með kjaftæðinu sem hann hafði mokað út frá því að hann tapaði í sanngjörnum kosningum í nóvember“, að sögn New York Times sem hefur séð eintak af bókinni. „Var hann að drekka?“ Trump heldur því enn fram að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann endurkjör í forsetakosningunum í nóvember. Engin trúverðug gögn eða sannanir hafa nokkru sinni verið lögð fram fyrir þeim ásökunum þrátt fyrir fjölda málsókna sem framboð fyrrverandi forsetans og repúblikanar höfðuðu. Æstur múgur réðst inn í þinghúsið 6. janúar þegar þingið átti að staðfesta kosningaúrslitin. Áður hafði Trump talið stuðningsmönnum sínum ranglega trú um að Mike Pence, varaforseti hans, hefði vald til þess neita að staðfesta úrslitin. Einhverjir uppreisnarmannanna reistu gálga fyrir utan þinghúsið og töluðu um að hengja varaforsetann vegna þess að hann ætlaði sér ekki að fara að vilja Trump um að stela kosningunum. „Hann hélt fram kosningasvikum án nokkurra sannana og endurtók þær fullyrðingar og nýtti sér það traust sem stuðningsmenn hans bera til hans og sveik það traust á endanum,“ skrifar Boehner í bók sinni. Í svari með tölvupósti til New York Times spurði Trump hvort að Boehner, sem er þekktur fyrir að þykja sopinn góður, hefði verið drukkinn þegar hann skrifaði gagnrýni sína. „Bara enn einn RINO sem stóð sig ekki í stykkinu!“ svaraði fyrrverandi forsetinn en RINO er skammstöfun fyrir „repúblikani aðeins að nafninu til“ á ensku. Trump sigaði stuðningsmönnum sínum á þinghúsið á fjöldafundi í Washington 6. janúar. Fimm manns létust í árásinni eða skömmu eftir hana.Vísir/EPA „Rugludallar og uppreisnarseggir“ stjórna flokknum Boehner hlífir ekki flokkssystkinum sínum vegna þeirra þáttar í uppreisninni í bók sinni. Meirihluti þingmanna Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni greiddi atkvæði gegn því að staðfesta kosningaúrslitin, jafnvel eftir að stuðningsmenn Trump höfðu ráðist inn í þinghúsið, og nokkrir öldungadeildarþingmenn sömuleiðis. „Sumir þeirra sem tóku þátt komu mér alls ekkert á óvart. Þinglega hryðjuverkastarfsemin sem ég upplifði sem forseti hvatti nú til bókstaflegra hryðjuverka,“ skrifar Boehner. Fyrrverandi þingforsetinn átti í stormasömu sambandi við hluta þingflokks repúblikana sem vildi nær stöðva störf þingsins í tíð Baracks Obama, þáverandi forseta. Boehner segir í bók sinni að Repúblikanaflokkurinn verði að ná aftur stjórninni af fylkingunni sem hann segir uppfulla af „rugludöllum“ og uppreisnarseggjum.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira