Ekki má skikka fólk í sóttkvíarhús Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. apríl 2021 18:08 Fyrstu gestir sóttkvíarhótelsins komu á fimmtudag og munu þeir fara í seinni skimun á morgun. Vísir/Arnar Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að ekki sé lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. Þrjár kærur voru teknar fyrir í héraðsdómi í dag og voru þær byggðar á því að um ólögmæta frelsissviptingu væri að ræða. Fréttablaðið segir fyrst frá. Tæplega þrjú hundruð manns dvöldu í sóttkvíarhúsinu í Þórunnartúni í nótt. Fyrstu gestir sóttkvíarhótelsins komu á fimmtudag og munu þeir fara í seinni skimun á morgun. „Niðurstaðan er sú að sleppa skuli mínum umbjóðanda án tafar og ákvörðun sóttvarnalæknis, þess efnis að umbjóðandi minn skuli dvelja í sóttkví í sóttvarahúsinu í húsnæði Fosshótels er felld úr gildi,“ segir Ómar Valdimarsson, lögmaður kæranda í málinu, í samtali við fréttastofu. „Það þýðir það að minn umbjóðandi labbar þarna út í kvöld en hann er reyndar að hugsa um að klára sóttkvína þar þar til á morgun. Hann var að gera þetta vegna prinsippsins en er að hugsa um að vera þarna í kvöld líka,“ segir Ómar. Hann segir að dómari hafi sagt í úrskurði að ástæða þess að hann hafi fellt ákvörðun sóttvarnalæknis úr gildi sé sú að umbjóðandi Ómars hafi aðstöðu til þess ljúka sóttkví á heimili sínu. „Þeir sem búa við sambærilegar aðstæður, að geta lokið sóttkví á heimili sínu, geta væntanlega gert ráð fyrir því að sambærileg sjónarmið myndu gilda. Ég get samt ekki fullyrt það að þetta sé fordæmisgefandi fyrir alla,“ segir Ómar. Fimm kærur hafa verið lagðar fram vegna málsins og varða þær tólf manns. Enn hafa tvær kæranna ekki verið teknar fyrir. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Tengdar fréttir Von á niðurstöðu í málinu í dag: Mótfallinn lokuðu þinghaldi enda mál sem á „erindi til þjóðarinnar“ Jón Magnússon, lögmaður var mjög mótfallinn lokuðu þinghaldi í máli um sóttkvíarhótel. Hann telur málefnið eiga erindi til þjóðarinnar og segir það mikilvægt innlegg í lýðræðislega umræðu. 5. apríl 2021 12:36 Flestir sýni stöðunni skilning en útgöngubann reynist mörgum þungbært Tvö hundruð og tuttugu manns dvöldu á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Í morgun bættist einn gestur við á hótelinu, en sá hafði komið frá skilgreindu hááhættusvæði í gegn um London. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir flesta gesti sýna stöðunni skilning. 5. apríl 2021 12:05 „Gríðarlega veigamiklir hagsmunir“ fyrir alla sem dvelja á sóttkvíarhótelinu Málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur er lokið en ekki er að vænta niðurstöðu fyrr en í fyrsta lagi á morgun í máli þeirra sem látið hafa reyna á lögmæti þess að vera skikkaðir til að sæta sóttkví á sóttvarnarhóteli. Þetta staðfestir Ómar R. Valdimarsson lögmaður samtali við Vísi. 4. apríl 2021 19:12 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Sjá meira
Fréttablaðið segir fyrst frá. Tæplega þrjú hundruð manns dvöldu í sóttkvíarhúsinu í Þórunnartúni í nótt. Fyrstu gestir sóttkvíarhótelsins komu á fimmtudag og munu þeir fara í seinni skimun á morgun. „Niðurstaðan er sú að sleppa skuli mínum umbjóðanda án tafar og ákvörðun sóttvarnalæknis, þess efnis að umbjóðandi minn skuli dvelja í sóttkví í sóttvarahúsinu í húsnæði Fosshótels er felld úr gildi,“ segir Ómar Valdimarsson, lögmaður kæranda í málinu, í samtali við fréttastofu. „Það þýðir það að minn umbjóðandi labbar þarna út í kvöld en hann er reyndar að hugsa um að klára sóttkvína þar þar til á morgun. Hann var að gera þetta vegna prinsippsins en er að hugsa um að vera þarna í kvöld líka,“ segir Ómar. Hann segir að dómari hafi sagt í úrskurði að ástæða þess að hann hafi fellt ákvörðun sóttvarnalæknis úr gildi sé sú að umbjóðandi Ómars hafi aðstöðu til þess ljúka sóttkví á heimili sínu. „Þeir sem búa við sambærilegar aðstæður, að geta lokið sóttkví á heimili sínu, geta væntanlega gert ráð fyrir því að sambærileg sjónarmið myndu gilda. Ég get samt ekki fullyrt það að þetta sé fordæmisgefandi fyrir alla,“ segir Ómar. Fimm kærur hafa verið lagðar fram vegna málsins og varða þær tólf manns. Enn hafa tvær kæranna ekki verið teknar fyrir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Tengdar fréttir Von á niðurstöðu í málinu í dag: Mótfallinn lokuðu þinghaldi enda mál sem á „erindi til þjóðarinnar“ Jón Magnússon, lögmaður var mjög mótfallinn lokuðu þinghaldi í máli um sóttkvíarhótel. Hann telur málefnið eiga erindi til þjóðarinnar og segir það mikilvægt innlegg í lýðræðislega umræðu. 5. apríl 2021 12:36 Flestir sýni stöðunni skilning en útgöngubann reynist mörgum þungbært Tvö hundruð og tuttugu manns dvöldu á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Í morgun bættist einn gestur við á hótelinu, en sá hafði komið frá skilgreindu hááhættusvæði í gegn um London. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir flesta gesti sýna stöðunni skilning. 5. apríl 2021 12:05 „Gríðarlega veigamiklir hagsmunir“ fyrir alla sem dvelja á sóttkvíarhótelinu Málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur er lokið en ekki er að vænta niðurstöðu fyrr en í fyrsta lagi á morgun í máli þeirra sem látið hafa reyna á lögmæti þess að vera skikkaðir til að sæta sóttkví á sóttvarnarhóteli. Þetta staðfestir Ómar R. Valdimarsson lögmaður samtali við Vísi. 4. apríl 2021 19:12 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Sjá meira
Von á niðurstöðu í málinu í dag: Mótfallinn lokuðu þinghaldi enda mál sem á „erindi til þjóðarinnar“ Jón Magnússon, lögmaður var mjög mótfallinn lokuðu þinghaldi í máli um sóttkvíarhótel. Hann telur málefnið eiga erindi til þjóðarinnar og segir það mikilvægt innlegg í lýðræðislega umræðu. 5. apríl 2021 12:36
Flestir sýni stöðunni skilning en útgöngubann reynist mörgum þungbært Tvö hundruð og tuttugu manns dvöldu á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Í morgun bættist einn gestur við á hótelinu, en sá hafði komið frá skilgreindu hááhættusvæði í gegn um London. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir flesta gesti sýna stöðunni skilning. 5. apríl 2021 12:05
„Gríðarlega veigamiklir hagsmunir“ fyrir alla sem dvelja á sóttkvíarhótelinu Málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur er lokið en ekki er að vænta niðurstöðu fyrr en í fyrsta lagi á morgun í máli þeirra sem látið hafa reyna á lögmæti þess að vera skikkaðir til að sæta sóttkví á sóttvarnarhóteli. Þetta staðfestir Ómar R. Valdimarsson lögmaður samtali við Vísi. 4. apríl 2021 19:12