Ósáttur við starfslokin hjá KSÍ og segir enn margt ósagt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. mars 2021 07:31 Jón Þór Hauksson kom íslenska kvennalandsliðinu á EM í Englandi. vísir/vilhelm Jón Þór Hauksson tjáði sig í fyrsta sinn um brotthvarf sitt sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í gær. Hann sagðist ekki vera sáttur við starfslok sín hjá KSÍ. Jón Þór hætti sem landsliðsþjálfari eftir uppákomu eftir leik Íslands og Ungverjalands í undankeppni EM í fyrra. Hann sagðist hafa farið yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn liðsins. Skagamaðurinn var gestur Hjörvars Hafliðasonar í hlaðvarpinu Dr. Football í gær þar sem hann var spurður út í brotthvarf sitt frá KSÍ. „Það er gríðarlega margt sem ég er ekki sáttur með,“ sagði Jón Þór. Hann vildi ekki fara mikið nánar út í málið en sagði að enn væri margt ósagt í því. „Auðvitað geri ég mikil mistök sem ég hef beðist afsökunar á. Ég týndi mér í gleðinni eftir að hafa komið liðinu á EM og fagnaði því rækilega. Ég hefði viljað að það hefði verið betur staðið að þessum starfslokum og það er margt í því sem er ennþá ósagt.“ Dr. Football Podcast · Doc án landamæra - Jón Þór Hauksson um stöðuna á A-liðinu og U21. Vill nýjan keeper í búrið á morgun Jón Þór segir að það hafi verið sameiginleg ákvörðun hjá sér og KSÍ að hann léti lítið fyrir sér fara eftir að fréttir af uppákomunni í Ungverjalandi bárust. „Það var strax tekin ákvörðun að ég myndi stíga til baka og færi ekki í þennan storm eða hvað sem má kalla það sem fylgdi í kjölfarið. Ég meðvitað fór aðeins bak við tjöldin,“ sagði Jón Þór. „Við munum taka þetta við gott tækifæri. Fyrst og fremst er ég spenntur að fylgjast með framgangi þessa liðs.“ Jón Þór tók við kvennalandsliðinu haustið 2018. Hann stýrði því í tuttugu leikjum. Tólf þeirra unnust, fjórir enduðu með jafntefli og fjórir töpuðust. EM 2021 í Englandi KSÍ Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Jón Þór hætti sem landsliðsþjálfari eftir uppákomu eftir leik Íslands og Ungverjalands í undankeppni EM í fyrra. Hann sagðist hafa farið yfir strikið í samtölum sínum við leikmenn liðsins. Skagamaðurinn var gestur Hjörvars Hafliðasonar í hlaðvarpinu Dr. Football í gær þar sem hann var spurður út í brotthvarf sitt frá KSÍ. „Það er gríðarlega margt sem ég er ekki sáttur með,“ sagði Jón Þór. Hann vildi ekki fara mikið nánar út í málið en sagði að enn væri margt ósagt í því. „Auðvitað geri ég mikil mistök sem ég hef beðist afsökunar á. Ég týndi mér í gleðinni eftir að hafa komið liðinu á EM og fagnaði því rækilega. Ég hefði viljað að það hefði verið betur staðið að þessum starfslokum og það er margt í því sem er ennþá ósagt.“ Dr. Football Podcast · Doc án landamæra - Jón Þór Hauksson um stöðuna á A-liðinu og U21. Vill nýjan keeper í búrið á morgun Jón Þór segir að það hafi verið sameiginleg ákvörðun hjá sér og KSÍ að hann léti lítið fyrir sér fara eftir að fréttir af uppákomunni í Ungverjalandi bárust. „Það var strax tekin ákvörðun að ég myndi stíga til baka og færi ekki í þennan storm eða hvað sem má kalla það sem fylgdi í kjölfarið. Ég meðvitað fór aðeins bak við tjöldin,“ sagði Jón Þór. „Við munum taka þetta við gott tækifæri. Fyrst og fremst er ég spenntur að fylgjast með framgangi þessa liðs.“ Jón Þór tók við kvennalandsliðinu haustið 2018. Hann stýrði því í tuttugu leikjum. Tólf þeirra unnust, fjórir enduðu með jafntefli og fjórir töpuðust.
EM 2021 í Englandi KSÍ Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn