Ferðamannastraumurinn hefst líklega ekki fyrr en í haust Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. mars 2021 19:00 Skarðhéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri býst við að eldgosið í Geldingadölum verði fjölfarnasti ferðamannastaður landsins næstu misseri og ár. Vísir/Egill Sex sinnum fleiri komur og brottfarir verða um Keflavíkurflugvöll um páskana en í fyrra. Þær eru þó tífalt færri en árið 2019. Ferðamálastjóri telur eldgosið í Geldingadölum verða fjölfarnasta ferðamannastað landsins næstu misseri en er ekki bjartsýnn á sumarið. Gert er ráð fyrir að frá morgundeginum og til og með þriðjudeginum eftir páska verði tæplega 70 komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll. Þær voru aðeins 12 í fyrra en næstum sjöhundruð á sama tíma árið 2019. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri býst við að draga muni úr komum ferðamanna til landsins þegar farþegar frá rauðum löndum þurfa að fara í farsóttarhús í fimm daga og greiða fyrir hverja nótt. „Það hlýtur að vera að hingað komi færri ferðamenn en ella. Þetta eru nokkuð strangar reglur og ég hef aldrei haft trú á því að fólk komi hingað til að dvelja í sóttvarnarhúsi,“ segir Skarphéðinn. Býst ekki við ferðamannastraumi fyrr en í haust Hann segir að dregið hafi úr bjartsýni varðandi sumarið. „Ég held að það sé að renna upp fyrir ferðaþjónustunni að sumarið geti orðið nokkuð erfitt. Ástandið í upprunalandi ferðamannsins skiptir máli. Við höfum séð að á mörgum markaðssvæðum eins og Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi er verið að herða reglur sem hefur þau áhrif að fólk ferðast síður frá þeim. Þá er búist við nýjum leiðbeiningum varðandi ferðalög í Bretlandi eftir páska og breskir fjölmiðlar gera ráð fyrir að fólki verði ráðlagt að byrja ekki að ferðast til annarra landa fyrr en um mitt sumar,“ segir Skarphéðinn. Hann býst því ekki við ferðamannstraumi til landsins fyrr en í fyrsta lagi í júli, ágúst en telur að haustið gæti orðið gott. Eldgosið í Geldingadölum hafi gríðarlegt aðdráttarafl. „Ég held að það sé alveg ljóst að þessi staður verðir fjölfarnasti staður landsins á næstu misserum og árum,“ segir Skarphéðinn. Hann segir að ráðast þurfi í mikla innviðauppbyggingu á svæðinu. „Það er ljóst að til að hægt verði að taka á móti öllum þessum fjölda þá þarf að fara í miklar ráðstafanir. Nú þegar er búið að setja upp bráðabirgðabílastæði og gönguleiðir en það þarf að gera miklu betur og byggja upp til lengri tíma. Það er verkefnið sem við stöndum frammi fyrir að gera í samstarfi við heimamenn og eigendur landsins. Það kæmi til greina að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða kæmi að því en hann lagði til fé í bráðabirgðaaðgerðirnar. Það er svigrúm hjá sjóðnum til að gera þetta en skilyrði fyrir því er að ekki sé tekið gjald fyrir komu ferðamanna á svæðið. Fólk má þó að sjálfsögðu taka gjald af þeirri þjónustu sem þarna er boðið uppá,“ segir Skarphéðinn. Hann segir að þegar sé byrjað að skoða drög að áætlunum fyrir svæðið. Eldgos í Fagradalsfjalli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hefur sölu á „fish and chips“ á stikuðu gönguleiðinni Jóhann Issi Hallgrímsson, veitingamaður og eigandi Issi Fish and Chips, mun hefja sölu á veitingum á bílastæði í Nátthagakrika við stikuðu gönguleiðina að gosstöðvunum í Geldingadal síðar í dag. 30. mars 2021 12:30 Veðurblíða og fólk streymir á gosstöðvarnar Töluverður fjöldi beið eftir því að geta gengið inn að gosstöðvum í Geldingardölum þegar lögregla opnaði svæðið fyrir almennri umferð klukkan níu í morgun. Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir fólk hafa verið þolinmótt. 30. mars 2021 10:33 Rukka tíu þúsund fyrir hverja nótt í farsóttarhúsi Hótel í Reykjanesbæ, Reykjavík, fyrir norðan og á Austfjörðum munu taka á móti farþegum frá rauðum löndum sem þurfa að fara í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 1. apríl. 30. mars 2021 12:59 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Gert er ráð fyrir að frá morgundeginum og til og með þriðjudeginum eftir páska verði tæplega 70 komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll. Þær voru aðeins 12 í fyrra en næstum sjöhundruð á sama tíma árið 2019. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri býst við að draga muni úr komum ferðamanna til landsins þegar farþegar frá rauðum löndum þurfa að fara í farsóttarhús í fimm daga og greiða fyrir hverja nótt. „Það hlýtur að vera að hingað komi færri ferðamenn en ella. Þetta eru nokkuð strangar reglur og ég hef aldrei haft trú á því að fólk komi hingað til að dvelja í sóttvarnarhúsi,“ segir Skarphéðinn. Býst ekki við ferðamannastraumi fyrr en í haust Hann segir að dregið hafi úr bjartsýni varðandi sumarið. „Ég held að það sé að renna upp fyrir ferðaþjónustunni að sumarið geti orðið nokkuð erfitt. Ástandið í upprunalandi ferðamannsins skiptir máli. Við höfum séð að á mörgum markaðssvæðum eins og Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi er verið að herða reglur sem hefur þau áhrif að fólk ferðast síður frá þeim. Þá er búist við nýjum leiðbeiningum varðandi ferðalög í Bretlandi eftir páska og breskir fjölmiðlar gera ráð fyrir að fólki verði ráðlagt að byrja ekki að ferðast til annarra landa fyrr en um mitt sumar,“ segir Skarphéðinn. Hann býst því ekki við ferðamannstraumi til landsins fyrr en í fyrsta lagi í júli, ágúst en telur að haustið gæti orðið gott. Eldgosið í Geldingadölum hafi gríðarlegt aðdráttarafl. „Ég held að það sé alveg ljóst að þessi staður verðir fjölfarnasti staður landsins á næstu misserum og árum,“ segir Skarphéðinn. Hann segir að ráðast þurfi í mikla innviðauppbyggingu á svæðinu. „Það er ljóst að til að hægt verði að taka á móti öllum þessum fjölda þá þarf að fara í miklar ráðstafanir. Nú þegar er búið að setja upp bráðabirgðabílastæði og gönguleiðir en það þarf að gera miklu betur og byggja upp til lengri tíma. Það er verkefnið sem við stöndum frammi fyrir að gera í samstarfi við heimamenn og eigendur landsins. Það kæmi til greina að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða kæmi að því en hann lagði til fé í bráðabirgðaaðgerðirnar. Það er svigrúm hjá sjóðnum til að gera þetta en skilyrði fyrir því er að ekki sé tekið gjald fyrir komu ferðamanna á svæðið. Fólk má þó að sjálfsögðu taka gjald af þeirri þjónustu sem þarna er boðið uppá,“ segir Skarphéðinn. Hann segir að þegar sé byrjað að skoða drög að áætlunum fyrir svæðið.
Eldgos í Fagradalsfjalli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hefur sölu á „fish and chips“ á stikuðu gönguleiðinni Jóhann Issi Hallgrímsson, veitingamaður og eigandi Issi Fish and Chips, mun hefja sölu á veitingum á bílastæði í Nátthagakrika við stikuðu gönguleiðina að gosstöðvunum í Geldingadal síðar í dag. 30. mars 2021 12:30 Veðurblíða og fólk streymir á gosstöðvarnar Töluverður fjöldi beið eftir því að geta gengið inn að gosstöðvum í Geldingardölum þegar lögregla opnaði svæðið fyrir almennri umferð klukkan níu í morgun. Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir fólk hafa verið þolinmótt. 30. mars 2021 10:33 Rukka tíu þúsund fyrir hverja nótt í farsóttarhúsi Hótel í Reykjanesbæ, Reykjavík, fyrir norðan og á Austfjörðum munu taka á móti farþegum frá rauðum löndum sem þurfa að fara í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 1. apríl. 30. mars 2021 12:59 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Hefur sölu á „fish and chips“ á stikuðu gönguleiðinni Jóhann Issi Hallgrímsson, veitingamaður og eigandi Issi Fish and Chips, mun hefja sölu á veitingum á bílastæði í Nátthagakrika við stikuðu gönguleiðina að gosstöðvunum í Geldingadal síðar í dag. 30. mars 2021 12:30
Veðurblíða og fólk streymir á gosstöðvarnar Töluverður fjöldi beið eftir því að geta gengið inn að gosstöðvum í Geldingardölum þegar lögregla opnaði svæðið fyrir almennri umferð klukkan níu í morgun. Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir fólk hafa verið þolinmótt. 30. mars 2021 10:33
Rukka tíu þúsund fyrir hverja nótt í farsóttarhúsi Hótel í Reykjanesbæ, Reykjavík, fyrir norðan og á Austfjörðum munu taka á móti farþegum frá rauðum löndum sem þurfa að fara í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 1. apríl. 30. mars 2021 12:59