Stefnt á að opna skólana eftir páska Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. mars 2021 09:12 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stefnt á að opna skólana strax eftir páska ef það tekst að halda faraldrinum niður. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist vona að það takist að halda kórónuveirufaraldrinum niðri svo opna megi skólana strax aftur eftir páska. Þetta kom fram í viðtali við hann í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Hertar sóttvarnaaðgerðir tóku gildi á fimmtudaginn í síðustu viku. Þá var meðal annars grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum gert að loka en ólíkt öðrum aðgerðum sem gripið var til gildir reglugerðin um skólastarf aðeins til og með 31. mars. Síðan tekur við páskafrí í skólum en aðrar sóttvarnaaðgerðir gilda til og með 15. apríl. Þórólfur er nú að vinna að minnisblaði í samvinnu með heilbrigðisráðuneytið og menntamálaráðuneytið varðandi það hvað tekur við í skólunum eftir páskafrí. „Og ég held að við þurfum endilega að koma þessu af stað og vonumst til að faraldurinn haldist bara niðri og við verðum á góðum stað þannig að við getum bara haldið áfram að aflétta tiltölulega hratt, þar á meðal í skólunum. Við munum bara nýta okkur þá reynslu sem við fengum sérstaklega í þriðju bylgjunni og afléttingar sem við gerðum þá í skólunum, það er bara í smíðum. Reglugerðin um skólana gildir núna til 1. apríl en það eru náttúrulega allir í páskafríi þannig að þetta myndi þá koma strax til framkvæmda eftir páskana,“ sagði Þórólfur í Morgunútvarpinu. Hlusta má á viðtalið í heild á vef RÚV. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Sjá meira
Hertar sóttvarnaaðgerðir tóku gildi á fimmtudaginn í síðustu viku. Þá var meðal annars grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum gert að loka en ólíkt öðrum aðgerðum sem gripið var til gildir reglugerðin um skólastarf aðeins til og með 31. mars. Síðan tekur við páskafrí í skólum en aðrar sóttvarnaaðgerðir gilda til og með 15. apríl. Þórólfur er nú að vinna að minnisblaði í samvinnu með heilbrigðisráðuneytið og menntamálaráðuneytið varðandi það hvað tekur við í skólunum eftir páskafrí. „Og ég held að við þurfum endilega að koma þessu af stað og vonumst til að faraldurinn haldist bara niðri og við verðum á góðum stað þannig að við getum bara haldið áfram að aflétta tiltölulega hratt, þar á meðal í skólunum. Við munum bara nýta okkur þá reynslu sem við fengum sérstaklega í þriðju bylgjunni og afléttingar sem við gerðum þá í skólunum, það er bara í smíðum. Reglugerðin um skólana gildir núna til 1. apríl en það eru náttúrulega allir í páskafríi þannig að þetta myndi þá koma strax til framkvæmda eftir páskana,“ sagði Þórólfur í Morgunútvarpinu. Hlusta má á viðtalið í heild á vef RÚV.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Sjá meira