Um tuttugu skip með búfénað innanborð komast ekki leiðar sinnar um Súes-skurðinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2021 09:00 Ever Given strandaði í skurðinum og hefur stöðvað alla skipaumferð um svæðið. epa/Khaled Elfiqi Að minnsta kosti 20 skip með búfénað innanborðs komast ekki leiðar sinnar vegna skipsins sem strandaði í Súes-skurðinum í Egyptalandi. Hið 220 þúsund tonna Ever Given lokar skurðinum, þannig að um 200 skip eru föst. Guardian hefur eftir Georgios Hatzimanolis, talsmanni Marine Traffic, að bæði séu skip með búfenað að bíða eftir því að sigla inn skurðinn en þá séu einnig þrjú sem virðist vera föst í skurðinum. Marine Traffic hefur borið kennsl á um ellefu skip sem bíða með búfénað innanborðs en talið er að þau séu alls um tuttugu talsins. Fimm skipanna eru að koma frá Spáni en níu lögðu frá Rúmeníu fyrr í mánuðinum, samkvæmt Animals International. Velferð dýranna er ekki ógnað eins og stendur en ef það reynist nauðsynlegt að létta Ever Given með því að fækka gámunum sem eru innanborðs, gæti það tekið margar vikur. Það verður mögulega hægt að flytja fóður um borð í skipin frá nálægum höfnum en það kann sömuleiðis að verða vandasamt vegna skipafjöldans á svæðinu. On the left is normal ship traffic. The right shows what happens when a ship gets sideways in the Suez Canal. (space radar images @esa https://t.co/KFrjcGXpEG) pic.twitter.com/68j0NJdbtd— Chris Hadfield (@Cmdr_Hadfield) March 26, 2021 Þúsundum skepna hefur þegar verið slátrað á árinu vegna tafa á sjó. Tvö skip, Karim Allah og Elbeik, neyddust til dæmis til að verja mánuðum úti á sjó þar sem áfangastaðir þeirra neituðu að taka á móti dýrunum af ótta við að þau væru mögulega með blátungusýki. Bæði skipin snéru aftur til Spánar, þar sem 850 nautgirpum af Karim Allah var slátrað fyrr í mars á meðan enn er unnið að því að aflífa skepnurnar á Elbeik. Geirt Weidingar hjá Animals International segir hættu á að dýrin fái ekki nóg vatn og fæði, að þau hljóti meiðsl og að skítur safnist upp þannig að þau eigi erfitt með að liggja. Þá má áhöfnin ekki losa sig við dauðar skepnur með því að kasta þeim utanborðs í skurðinn. Spænsk stjórnvöld segja að engin fleiri skip með búfénað fari frá landinu á meðan skurðurinn er lokaður. Egyptaland Skipaflutningar Súesskurðurinn Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Guardian hefur eftir Georgios Hatzimanolis, talsmanni Marine Traffic, að bæði séu skip með búfenað að bíða eftir því að sigla inn skurðinn en þá séu einnig þrjú sem virðist vera föst í skurðinum. Marine Traffic hefur borið kennsl á um ellefu skip sem bíða með búfénað innanborðs en talið er að þau séu alls um tuttugu talsins. Fimm skipanna eru að koma frá Spáni en níu lögðu frá Rúmeníu fyrr í mánuðinum, samkvæmt Animals International. Velferð dýranna er ekki ógnað eins og stendur en ef það reynist nauðsynlegt að létta Ever Given með því að fækka gámunum sem eru innanborðs, gæti það tekið margar vikur. Það verður mögulega hægt að flytja fóður um borð í skipin frá nálægum höfnum en það kann sömuleiðis að verða vandasamt vegna skipafjöldans á svæðinu. On the left is normal ship traffic. The right shows what happens when a ship gets sideways in the Suez Canal. (space radar images @esa https://t.co/KFrjcGXpEG) pic.twitter.com/68j0NJdbtd— Chris Hadfield (@Cmdr_Hadfield) March 26, 2021 Þúsundum skepna hefur þegar verið slátrað á árinu vegna tafa á sjó. Tvö skip, Karim Allah og Elbeik, neyddust til dæmis til að verja mánuðum úti á sjó þar sem áfangastaðir þeirra neituðu að taka á móti dýrunum af ótta við að þau væru mögulega með blátungusýki. Bæði skipin snéru aftur til Spánar, þar sem 850 nautgirpum af Karim Allah var slátrað fyrr í mars á meðan enn er unnið að því að aflífa skepnurnar á Elbeik. Geirt Weidingar hjá Animals International segir hættu á að dýrin fái ekki nóg vatn og fæði, að þau hljóti meiðsl og að skítur safnist upp þannig að þau eigi erfitt með að liggja. Þá má áhöfnin ekki losa sig við dauðar skepnur með því að kasta þeim utanborðs í skurðinn. Spænsk stjórnvöld segja að engin fleiri skip með búfénað fari frá landinu á meðan skurðurinn er lokaður.
Egyptaland Skipaflutningar Súesskurðurinn Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira