Gasútstreymið „hættuleg og sterk blanda“ lífshættulegra gastegunda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. mars 2021 00:06 Eldgosið hefur laðað marga að sem vilja sjá öfl náttúrunnar að verki með berum augum. Vísir/Vilhelm „Nú er orðið ljóst að gasútstreymi frá eldstöðvunum er ekkert í líkingu við það sem við höfum séð áður. Þar er einstaklega hættuleg og sterk blanda CO2 og CO, sem eru lífshættuleg gös.“ Svo segir í færslu á Facebook-síðu Eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands nú í kvöld þar sem fjallað er um gasmengun vegna eldgossins í Geldingadal. Útlit sé fyrir að við blasi langvarandi eldgos í Geldingadal og því fylgi tækifæri til að sjá eldgos með berum augum. „En við óskum eftir því að þið farið varlega,“ segir meðal annars í færslunni. „Höfum í huga að á gosstöðvum er mikið af lögreglufólki og björgunarsveitarfólki er vinnur við að tryggja okkar öryggi. Þau eru öll með GASMÆLA, þegar gasmælarnir fara að væla er réttast að færa okkur að lágmarki 10 m ofar en þar sem þau eru. ÞAU ERU MEÐ GASGRÍMUR, við hin ekki.“ Færslunni fylgir tafla sem sýnir gasþol og áhrif þeirra eldfjallagasa sem streyma upp úr eldstöðvunum. Bent er á það stórum stöfum í færslunni að ef einhver „fellur í ómegin“ vegna eitrunar sé ekkert hægt að gera nema að vera með súrefni meðferðis á vettvangi. Sá sem fari inn á svæðið til að hjálpa öðrum sem verður fyrir gasmengun verði sjálfur fyrir hættulegri eitrun af völdum gastegunda. „Njótum náttúrunnar á hennar forsendum, en ekki okkar og höfum alltaf vindinn í bakið,“ segir að lokum. Eldgos og jarðhræringar Vísindi Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Sjá meira
Svo segir í færslu á Facebook-síðu Eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands nú í kvöld þar sem fjallað er um gasmengun vegna eldgossins í Geldingadal. Útlit sé fyrir að við blasi langvarandi eldgos í Geldingadal og því fylgi tækifæri til að sjá eldgos með berum augum. „En við óskum eftir því að þið farið varlega,“ segir meðal annars í færslunni. „Höfum í huga að á gosstöðvum er mikið af lögreglufólki og björgunarsveitarfólki er vinnur við að tryggja okkar öryggi. Þau eru öll með GASMÆLA, þegar gasmælarnir fara að væla er réttast að færa okkur að lágmarki 10 m ofar en þar sem þau eru. ÞAU ERU MEÐ GASGRÍMUR, við hin ekki.“ Færslunni fylgir tafla sem sýnir gasþol og áhrif þeirra eldfjallagasa sem streyma upp úr eldstöðvunum. Bent er á það stórum stöfum í færslunni að ef einhver „fellur í ómegin“ vegna eitrunar sé ekkert hægt að gera nema að vera með súrefni meðferðis á vettvangi. Sá sem fari inn á svæðið til að hjálpa öðrum sem verður fyrir gasmengun verði sjálfur fyrir hættulegri eitrun af völdum gastegunda. „Njótum náttúrunnar á hennar forsendum, en ekki okkar og höfum alltaf vindinn í bakið,“ segir að lokum.
Eldgos og jarðhræringar Vísindi Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Sjá meira