Leikskólum lokað til hádegis á morgun og kennarar vilja skella í lás Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. mars 2021 21:22 Leikskólakennarar hafa kallað eftir því að leikskólum verði lokað næstu vikur í sóttvarnaskini. Vísir/Vilhelm Stjórn félags leikskólakennara segir stjórnvöld taka óþarfa áhættu með því að halda leikskólum opnum fram að páskafríi. Reykjavíkurborg hefur tekið ákvörðun um að allir leikskólar borgarinnar verði lokaðir til hádegis á morgun. Hertar takmarkanir voru kynntar í dag og verður meðal annars öllum skólastigum, utan leikskóla, lokað til og með 31. mars. Samkvæmt tilkynningu frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar munu leikskólar starfa eftir bestu getu með takmörkunum sem hljótast af nýjum sóttvarnareglum. Félagið lýsir áhyggjum sínum af því að halda eigi leikskólum landsins opnum fram að páskum. „Þessi veira hefur sýnt það að hún er óútreiknanleg varðandi það hvar hún slær niður,“ segir í ályktun stjórnar félags leikskólakennara. „Til að innleiða breytt skipulag hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ákveðið að starfsdagur verði á leikskólum til hádegis á morgun, fimmtudag. Markmiðið með þessari ráðstöfun er að starfsemi leikskóla með breyttu skipulagi verði farsælt,“ segir í tilkynningu frá framkvæmdastjóra almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins. Hópsmit hefur komið upp í Laugarnesskóla og ellefu nemendur greindust með smit eftir sýnatöku gærdagsins. Smitin eru öll bundin við sjötta bekk skólans. Allur skólinn er nú í sóttkví auk Laugalækjarskóla. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði í viðtali við fréttastofu í dag að svo virðist sem það afbrigði veirunnar sem nú er í samfélaginu smiti börn frekar en önnur afbrigði hennar. Þá virðist börn einnig verða veikari af þessu afbrigði veirunnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Leikskólar Reykjavík Tengdar fréttir Frétti af smitum skólafélaga í gegnum snapchat Marta Maier er í 6. bekk í Laugarnesskóla og því í sóttkví fram að helgi eins og allur árgangur skólans. Tólf börn í áranginum hafa greinst með kórónuveiruna og voru nemendur í Laugarnesskóla líklega fyrst að frétta af smitunum í gærkvöldi. Meira að segja á undan sóttvarnayfirvöldum. 24. mars 2021 21:00 Neyðarstigi almannavarna lýst yfir Ákveðið hefur verið að færa almannavarnastig úr hættustigi og upp í neyðarstig vegna kórónuveirufaraldursins. Síðast var neyðarstig í gildi hér á landi 12. Febrúar en þann dag var neyðarstig lækkað niður á hættustig. Samkvæmt tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra nú í kvöld hefur verið ákveðið að færa almannavarnastigið aftur upp á neyðarstig. 24. mars 2021 20:21 Ljóst að einstaklingsbundnar sóttvarnir hafi brugðist Sóttvarnalæknir segir ekkert annað hafa komið til greina en að grípa til hörðustu mögulegu aðgerða nú þegar fjórða bylgja faraldursins er yfirvofandi. Það hafi sýnt sig síðasta árið að minna íþyngjandi aðgerðir hafi ekki borið tilsettan árangur. 24. mars 2021 19:42 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Hertar takmarkanir voru kynntar í dag og verður meðal annars öllum skólastigum, utan leikskóla, lokað til og með 31. mars. Samkvæmt tilkynningu frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar munu leikskólar starfa eftir bestu getu með takmörkunum sem hljótast af nýjum sóttvarnareglum. Félagið lýsir áhyggjum sínum af því að halda eigi leikskólum landsins opnum fram að páskum. „Þessi veira hefur sýnt það að hún er óútreiknanleg varðandi það hvar hún slær niður,“ segir í ályktun stjórnar félags leikskólakennara. „Til að innleiða breytt skipulag hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ákveðið að starfsdagur verði á leikskólum til hádegis á morgun, fimmtudag. Markmiðið með þessari ráðstöfun er að starfsemi leikskóla með breyttu skipulagi verði farsælt,“ segir í tilkynningu frá framkvæmdastjóra almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins. Hópsmit hefur komið upp í Laugarnesskóla og ellefu nemendur greindust með smit eftir sýnatöku gærdagsins. Smitin eru öll bundin við sjötta bekk skólans. Allur skólinn er nú í sóttkví auk Laugalækjarskóla. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði í viðtali við fréttastofu í dag að svo virðist sem það afbrigði veirunnar sem nú er í samfélaginu smiti börn frekar en önnur afbrigði hennar. Þá virðist börn einnig verða veikari af þessu afbrigði veirunnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Leikskólar Reykjavík Tengdar fréttir Frétti af smitum skólafélaga í gegnum snapchat Marta Maier er í 6. bekk í Laugarnesskóla og því í sóttkví fram að helgi eins og allur árgangur skólans. Tólf börn í áranginum hafa greinst með kórónuveiruna og voru nemendur í Laugarnesskóla líklega fyrst að frétta af smitunum í gærkvöldi. Meira að segja á undan sóttvarnayfirvöldum. 24. mars 2021 21:00 Neyðarstigi almannavarna lýst yfir Ákveðið hefur verið að færa almannavarnastig úr hættustigi og upp í neyðarstig vegna kórónuveirufaraldursins. Síðast var neyðarstig í gildi hér á landi 12. Febrúar en þann dag var neyðarstig lækkað niður á hættustig. Samkvæmt tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra nú í kvöld hefur verið ákveðið að færa almannavarnastigið aftur upp á neyðarstig. 24. mars 2021 20:21 Ljóst að einstaklingsbundnar sóttvarnir hafi brugðist Sóttvarnalæknir segir ekkert annað hafa komið til greina en að grípa til hörðustu mögulegu aðgerða nú þegar fjórða bylgja faraldursins er yfirvofandi. Það hafi sýnt sig síðasta árið að minna íþyngjandi aðgerðir hafi ekki borið tilsettan árangur. 24. mars 2021 19:42 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Frétti af smitum skólafélaga í gegnum snapchat Marta Maier er í 6. bekk í Laugarnesskóla og því í sóttkví fram að helgi eins og allur árgangur skólans. Tólf börn í áranginum hafa greinst með kórónuveiruna og voru nemendur í Laugarnesskóla líklega fyrst að frétta af smitunum í gærkvöldi. Meira að segja á undan sóttvarnayfirvöldum. 24. mars 2021 21:00
Neyðarstigi almannavarna lýst yfir Ákveðið hefur verið að færa almannavarnastig úr hættustigi og upp í neyðarstig vegna kórónuveirufaraldursins. Síðast var neyðarstig í gildi hér á landi 12. Febrúar en þann dag var neyðarstig lækkað niður á hættustig. Samkvæmt tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra nú í kvöld hefur verið ákveðið að færa almannavarnastigið aftur upp á neyðarstig. 24. mars 2021 20:21
Ljóst að einstaklingsbundnar sóttvarnir hafi brugðist Sóttvarnalæknir segir ekkert annað hafa komið til greina en að grípa til hörðustu mögulegu aðgerða nú þegar fjórða bylgja faraldursins er yfirvofandi. Það hafi sýnt sig síðasta árið að minna íþyngjandi aðgerðir hafi ekki borið tilsettan árangur. 24. mars 2021 19:42