Frétti af smitum skólafélaga í gegnum snapchat Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. mars 2021 21:00 Marta, Bryndís og Hildur eru í sóttkví vegna hópsmitsins í Laugarnesinu. vísir/egill Marta Maier er í 6. bekk í Laugarnesskóla og því í sóttkví fram að helgi eins og allur árgangur skólans. Tólf börn í áranginum hafa greinst með kórónuveiruna og voru nemendur í Laugarnesskóla líklega fyrst að frétta af smitunum í gærkvöldi. Meira að segja á undan sóttvarnayfirvöldum. „Við vorum bara að tala saman stelpurnar á snapchat og það voru bara allir úr öllum bekkjum að segja: „Þessi smitaðist í bekknum mínum og þessi smitaðist í bekknum mínum.“ Marta segist þekkja til þeirra sem hafa greinst smitaðir. Hún hefur frétt frá vinahópnum að þau virðist ekki vera mjög veik. Bryndís Ýr Pétursdóttir, segist hafa heyrt í gegnum foreldrahópa á netinu, að líðan þeirra sé góð. „Mér heyrist á foreldrum að einkennin séu ekki mjög mikil, alla vega ekki hjá þeim sem við höfum heyrt af,“ segir hún. Börn á öllum skólastigum í Laugarneshverfi voru heima í dag, annað hvort í sóttkví fram að næstu helgi eða í úrvinnslusóttkví og bíða fyrirmæla um framhaldið. Marta er því í sóttkví ásamt tveimur systrum sínum, yngri systur í leikskóla og eldri systur sem er í Laugalækjarskóla, þar sem 7.-10. bekkur eru til húsa. Í kvöld átti að vera árshátíð í Laugalækjarskóla en henni var vitanlega frestað. „Stemningin er auðvitað frekar súr. Ég veit um fermingar sem áttu að vera um helgina sem er búið að fresta. Þannig að þetta er auðvitað voða leiðinlegt en ekkert hægt að gera í þessu. Við erum bara öll í þessu,“ segir Bryndís Ýr. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Sautján greindust innanlands og þrír utan sóttkvíar Sautján greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjórtán þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír utan sóttkvíar. Ekki hafa svo margir greinst innanlands á einum degi síðan 30. nóvember. 24. mars 2021 10:54 Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla í Reykjavík fara í úrvinnslusóttkví á morgun, miðvikudaginn 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita meðal nemenda í Laugarnesskóla. Allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, er jafnframt í sóttkví. 23. mars 2021 22:43 Smit staðfest í fjórum af fimm bekkjum Að minnsta kosti þrír nemendur í Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í dag. Þeir voru allir í sóttkví. Áður hafði einn nemandi auk kennara greinst með veiruna í skólanum. Smit eru nú staðfest í fjórum af fimm sjöttu bekkjum skólans. 23. mars 2021 20:51 Fótboltastrákurinn fyrst í sóttkví „en svo fór boltinn að rúlla“ „Þetta lítur bara alls ekki vel út. Engum blöðum er um það að fletta.“ Þetta segir Eyrún Helga Aradóttir, þriggja barna móðir í Laugarneshverfi, en hún er í þeirri stöðu að börnin hennar þrjú eru ýmist í sóttkví eða úrvinnslusóttkví vegna hópsýkingarinnar í Laugarnesskóla. 24. mars 2021 14:42 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
„Við vorum bara að tala saman stelpurnar á snapchat og það voru bara allir úr öllum bekkjum að segja: „Þessi smitaðist í bekknum mínum og þessi smitaðist í bekknum mínum.“ Marta segist þekkja til þeirra sem hafa greinst smitaðir. Hún hefur frétt frá vinahópnum að þau virðist ekki vera mjög veik. Bryndís Ýr Pétursdóttir, segist hafa heyrt í gegnum foreldrahópa á netinu, að líðan þeirra sé góð. „Mér heyrist á foreldrum að einkennin séu ekki mjög mikil, alla vega ekki hjá þeim sem við höfum heyrt af,“ segir hún. Börn á öllum skólastigum í Laugarneshverfi voru heima í dag, annað hvort í sóttkví fram að næstu helgi eða í úrvinnslusóttkví og bíða fyrirmæla um framhaldið. Marta er því í sóttkví ásamt tveimur systrum sínum, yngri systur í leikskóla og eldri systur sem er í Laugalækjarskóla, þar sem 7.-10. bekkur eru til húsa. Í kvöld átti að vera árshátíð í Laugalækjarskóla en henni var vitanlega frestað. „Stemningin er auðvitað frekar súr. Ég veit um fermingar sem áttu að vera um helgina sem er búið að fresta. Þannig að þetta er auðvitað voða leiðinlegt en ekkert hægt að gera í þessu. Við erum bara öll í þessu,“ segir Bryndís Ýr.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Sautján greindust innanlands og þrír utan sóttkvíar Sautján greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjórtán þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír utan sóttkvíar. Ekki hafa svo margir greinst innanlands á einum degi síðan 30. nóvember. 24. mars 2021 10:54 Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla í Reykjavík fara í úrvinnslusóttkví á morgun, miðvikudaginn 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita meðal nemenda í Laugarnesskóla. Allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, er jafnframt í sóttkví. 23. mars 2021 22:43 Smit staðfest í fjórum af fimm bekkjum Að minnsta kosti þrír nemendur í Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í dag. Þeir voru allir í sóttkví. Áður hafði einn nemandi auk kennara greinst með veiruna í skólanum. Smit eru nú staðfest í fjórum af fimm sjöttu bekkjum skólans. 23. mars 2021 20:51 Fótboltastrákurinn fyrst í sóttkví „en svo fór boltinn að rúlla“ „Þetta lítur bara alls ekki vel út. Engum blöðum er um það að fletta.“ Þetta segir Eyrún Helga Aradóttir, þriggja barna móðir í Laugarneshverfi, en hún er í þeirri stöðu að börnin hennar þrjú eru ýmist í sóttkví eða úrvinnslusóttkví vegna hópsýkingarinnar í Laugarnesskóla. 24. mars 2021 14:42 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Sautján greindust innanlands og þrír utan sóttkvíar Sautján greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjórtán þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír utan sóttkvíar. Ekki hafa svo margir greinst innanlands á einum degi síðan 30. nóvember. 24. mars 2021 10:54
Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla í Reykjavík fara í úrvinnslusóttkví á morgun, miðvikudaginn 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita meðal nemenda í Laugarnesskóla. Allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, er jafnframt í sóttkví. 23. mars 2021 22:43
Smit staðfest í fjórum af fimm bekkjum Að minnsta kosti þrír nemendur í Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í dag. Þeir voru allir í sóttkví. Áður hafði einn nemandi auk kennara greinst með veiruna í skólanum. Smit eru nú staðfest í fjórum af fimm sjöttu bekkjum skólans. 23. mars 2021 20:51
Fótboltastrákurinn fyrst í sóttkví „en svo fór boltinn að rúlla“ „Þetta lítur bara alls ekki vel út. Engum blöðum er um það að fletta.“ Þetta segir Eyrún Helga Aradóttir, þriggja barna móðir í Laugarneshverfi, en hún er í þeirri stöðu að börnin hennar þrjú eru ýmist í sóttkví eða úrvinnslusóttkví vegna hópsýkingarinnar í Laugarnesskóla. 24. mars 2021 14:42