Segir litakóðakerfið klaufaleg mistök Birgir Olgeirsson skrifar 19. mars 2021 18:30 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Einar Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, líst illa á áætlanir stjórnvalda um að taka upp litakóðakerfi á landamærunum. „Mér finnst þetta úr þeirri fjarlægð sem ég er frá þessu að þetta líti út eins og klaufaleg mistök. Ástæðan fyrir því að mér finnst þetta líta út eins og mistök eru eftirfarandi: Svona faraldur sem er að ganga yfir hefur sýnt okkur fram á að það er mjög erfitt að spá fyrir um hvað gerist næst. Við höfum ekki hugmynd um hvernig ástandið verður á Íslandi 1. maí. Við höfum enn síður nokkurn möguleika á að spá fyrir hvernig ástandið verður í þeim löndum þar sem fólk býr sem hingað kæmi. Staðreyndin er sú að þó svo að það sé farið fram á vottorð um neikvætt próf og þó svo menn séu prófaðir á landamærunum þá er reynslan sú að mjög stór hundraðshluti þeirra sem kemur inn reynist vera sýktur eftir fimm daga sóttkví,“ segir Kári. Neikvætt PCR-próf frá brottfararstað og fyrri skimun á landamærunum veiti ekki nema svolítið öryggi að hans mati. Það minnki straum þeirra sýktu sem hefðu komið inn í landið. „En það er mjög mikil hætta á að það komist fólk inn í landið sem er sýkt og breiðir út þessa pest.“ Seinni skimunin á landamærunum að lokinni sóttkví hafi gripið marga sýkta sem að öðrum kosti hefðu komist inn í landið. „Ég skil að mörgu leyti þær röksemdir sem búa að baki því að lýsa yfir að eftir ákveðinn tíma, í þessu tilviki eftir 1. maí, þá verði kringumstaðan breytt á landamærum vegna þess að ferðaþjónustan þurfi að geta byrjað að skipuleggja sig. En ég held að þetta sé bjarnargreiði fyrir ferðaþjónustuna vegna þess að ef við opnum og fáum fjórðu bylgjuna þá vegur þetta fyrst og fremst að ferðaþjónustunni. Ég held að þetta séu mistök,“ segir Kári. Klippa: Viðtal við Kára Stefánsson í heild sinni Hann segir gott fólk sitja í ríkisstjórninni sem hafi staðið sig mjög vel í þessum faraldri. „Ríkisstjórnin hefur skilið þetta eftir í höndunum á sóttvarnayfirvöldum og getur nú barið sér á brjóst yfir því að 92 prósent þjóðarinnar hafi stutt þær aðgerðir sem hefur verið gripið til. En það er eins gott fyrir þessa ríkisstjórn að horfa til þess á kosningaári að ástæðan fyrir því að stuðningurinn hefur verið svo mikill er sú að þau hafa gert þetta á mjög skynsaman hátt. Þessi ákvörðun að segja fyrir fram með eins og hálfs mánaðar fyrirvara að það eigi að gera eitthvað ákveðið þann fyrsta maí sem felur í sér að létta á aðgerðum á landamærunum er í besta falli óskynsamlegt og óheppuilegt og ég vona að þau sjá að sér, þetta góða fólk. Ég reikna með að þau séu það góð að þau komi til með að skipta um skoðun. Þetta er ekki hægt. Það er ekki verið að hlúa að ferðaþjónustu. Það er ekki verið að sinna sóttvörnum, það er ekki verið að hlúa að fólkinu í landinu. Það er verið að taka ákvörðun sem byggir á mjög sterkri óskhyggju,“ segir Kári. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að enn sé stefnt að litakóðakerfi á landamærunum 1. maí. Hún benti á að ef litakóðakerfið tæki gildi á landamærunum á morgun þá yrðu sóttvarnaaðgerðir óbreyttar því öll lönd í Evrópu væru rauð. Kári gefur lítið fyrir þau rök. „Vegna þess að ég vonast til þess að fyrsta maí verði eitthvað af þessum löndum orðin græn aftur. Þá sitjum við uppi með þann vanda að þó svo sem menn komi frá Danmörku þá er mjög erfitt að fá staðfestingu á því hvar ferðin byrjaði. Hættan er á því að fólk komi frá hinum og þessum löndum í gegnum þau lönd sem græn eru. Og reynslan sýnir okkur að það er ekki bara fræðileg áhætta, það er raunveruleiki. Svona gerist þetta. Mér finnst þetta í alla staði mjög óskynsamlegt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Íslensk erfðagreining Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira
„Mér finnst þetta úr þeirri fjarlægð sem ég er frá þessu að þetta líti út eins og klaufaleg mistök. Ástæðan fyrir því að mér finnst þetta líta út eins og mistök eru eftirfarandi: Svona faraldur sem er að ganga yfir hefur sýnt okkur fram á að það er mjög erfitt að spá fyrir um hvað gerist næst. Við höfum ekki hugmynd um hvernig ástandið verður á Íslandi 1. maí. Við höfum enn síður nokkurn möguleika á að spá fyrir hvernig ástandið verður í þeim löndum þar sem fólk býr sem hingað kæmi. Staðreyndin er sú að þó svo að það sé farið fram á vottorð um neikvætt próf og þó svo menn séu prófaðir á landamærunum þá er reynslan sú að mjög stór hundraðshluti þeirra sem kemur inn reynist vera sýktur eftir fimm daga sóttkví,“ segir Kári. Neikvætt PCR-próf frá brottfararstað og fyrri skimun á landamærunum veiti ekki nema svolítið öryggi að hans mati. Það minnki straum þeirra sýktu sem hefðu komið inn í landið. „En það er mjög mikil hætta á að það komist fólk inn í landið sem er sýkt og breiðir út þessa pest.“ Seinni skimunin á landamærunum að lokinni sóttkví hafi gripið marga sýkta sem að öðrum kosti hefðu komist inn í landið. „Ég skil að mörgu leyti þær röksemdir sem búa að baki því að lýsa yfir að eftir ákveðinn tíma, í þessu tilviki eftir 1. maí, þá verði kringumstaðan breytt á landamærum vegna þess að ferðaþjónustan þurfi að geta byrjað að skipuleggja sig. En ég held að þetta sé bjarnargreiði fyrir ferðaþjónustuna vegna þess að ef við opnum og fáum fjórðu bylgjuna þá vegur þetta fyrst og fremst að ferðaþjónustunni. Ég held að þetta séu mistök,“ segir Kári. Klippa: Viðtal við Kára Stefánsson í heild sinni Hann segir gott fólk sitja í ríkisstjórninni sem hafi staðið sig mjög vel í þessum faraldri. „Ríkisstjórnin hefur skilið þetta eftir í höndunum á sóttvarnayfirvöldum og getur nú barið sér á brjóst yfir því að 92 prósent þjóðarinnar hafi stutt þær aðgerðir sem hefur verið gripið til. En það er eins gott fyrir þessa ríkisstjórn að horfa til þess á kosningaári að ástæðan fyrir því að stuðningurinn hefur verið svo mikill er sú að þau hafa gert þetta á mjög skynsaman hátt. Þessi ákvörðun að segja fyrir fram með eins og hálfs mánaðar fyrirvara að það eigi að gera eitthvað ákveðið þann fyrsta maí sem felur í sér að létta á aðgerðum á landamærunum er í besta falli óskynsamlegt og óheppuilegt og ég vona að þau sjá að sér, þetta góða fólk. Ég reikna með að þau séu það góð að þau komi til með að skipta um skoðun. Þetta er ekki hægt. Það er ekki verið að hlúa að ferðaþjónustu. Það er ekki verið að sinna sóttvörnum, það er ekki verið að hlúa að fólkinu í landinu. Það er verið að taka ákvörðun sem byggir á mjög sterkri óskhyggju,“ segir Kári. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að enn sé stefnt að litakóðakerfi á landamærunum 1. maí. Hún benti á að ef litakóðakerfið tæki gildi á landamærunum á morgun þá yrðu sóttvarnaaðgerðir óbreyttar því öll lönd í Evrópu væru rauð. Kári gefur lítið fyrir þau rök. „Vegna þess að ég vonast til þess að fyrsta maí verði eitthvað af þessum löndum orðin græn aftur. Þá sitjum við uppi með þann vanda að þó svo sem menn komi frá Danmörku þá er mjög erfitt að fá staðfestingu á því hvar ferðin byrjaði. Hættan er á því að fólk komi frá hinum og þessum löndum í gegnum þau lönd sem græn eru. Og reynslan sýnir okkur að það er ekki bara fræðileg áhætta, það er raunveruleiki. Svona gerist þetta. Mér finnst þetta í alla staði mjög óskynsamlegt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Íslensk erfðagreining Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira