Mál ferðafélagans fer aftur fyrir Landsrétt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2021 15:57 Norræna við bryggju á Seyðisfirði. Vísir/JóiK Hæstiréttur hefur ómerkt fimm ára dóm yfir Jerzy Wlodzimierz Lubaszka sem féll í Landsrétti í desember 2019. Hæstiréttur telur að Landsréttur hafi farið á svig við reglu um milliliðalausa sönnunarfærslu og því í ósamræmi við áskilnað um réttláta málsmeðferð eins og kveðið er á um í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Lubaszka var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot við annan mann í október 2017. Um var að ræða smygl á 11,5 lítrum af amfetamínbasa með Norrænu. Lubaszka var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í maí 2018 þar sem ekki taldist sannað að hann hefði vitað af efnunum í bílnum. Jerzy Arkadiusz Ambrozy, ferðafélagi Lubaszka, hlaut sex og hálfs árs dóm á sama tíma. Lubaszka kaus að tjá sig ekki um ákæruefnið fyrir Landsrétti en vísaði til fyrri framburðar hjá lögreglu og fyrir héraðsdómi. Hæstiréttur vísaði til þess að í ljósi þess að Lubaszka kaus ekki að tjá sig hefði eina sönnunarfærslan fyrir Landsrétti verið símaskýrsla úr héraðsdómi af lögreglumanni sem ók bifreiðinni með fíkniefnunum frá Seyðisfirði til Egilsstaða. „Þrátt fyrir þetta endurskoðaði Landsréttur sönnunargildi munnlegra framburða og komst að þeirri niðurstöðu að skýringar ákærða og meðákærða um að tilgangur ferðarinnar hefði í og með verið atvinnuleit væru mjög óljósar og ótrúverðugar,“ segir í niðurstöðu Hæstaréttar. Ófullnægjandi aðferð við sönnunarmat Þessi aðferð við sönnunarmat Landsréttar hafi brotið í bága við regluna um milliliðalausa sönnunarfærslu og því í ósamræmi við áskilnað um réttláta málsmeðferð, sbr. 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Þar sem aðferð við sönnunarmatið var að þessu leyti ófullnægjandi taldi Hæstiréttur að ómerkja ætti dóm Landsréttar og vísa málinu aftur þangað til löglegrar meðferðar. Þá benti Hæstiréttur á að Lubaszka væri saksóttur fyrir brot gegn 173. gr. a almennra hegningarlaga. Ekki yrði refsað fyrir slíkt brot nema ásetningur hafi staðið til þess enda hefði ákvæðið ekki að geyma sérstaka heimild til að refsa fyrir gáleysisbrot, sbr. 18. grein laganna. Ekkert um gáleysi í lagagreininni sem ákært var fyrir brot á Í dómi Landsréttar hafi komið fram að miðað við málsvörn Lubaszka, þess efnis að honum hefði verið alls ókunnugt um að fíkniefni væru falin í eldsneytistanki bifreiðarinnar, réðist niðurstaða málsins af mati á því hvort hann hafi „mátt vita“ eða að líklegt væri að tilgangur fararinnar til Íslands væri að flytja ólögleg fíkniefni til landsins. Jafnframt sagði í dómi Landsréttar að gögn málsins gæfu tilefni til að ætla að Lubaszka hefði hlotið að vita eða „mátt vita“ eða „mátt gera sér grein fyrir“ að fíkniefnin gætu verið falin í bifreiðinni. Þá sagði í héraðsdómi að ekkert benti til að Lubaszka hefði vitað eða „mátt vita“ að fíkniefni væru falin í bifreiðinni. Hæstiréttur taldi þessa röksemdafærsla lýta öðrum þræði að gáleysi sem grundvelli saknæmis en það ætti ekki við um brot gegn 173. gr. a almennra hegningarlaga. Dómsmál Norræna Smygl Tengdar fréttir Ferðafélaginn slapp ekki í Landsrétti og fékk fimm ár Jerzy Wlodzimierz Lubaszka var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot við annan mann í október 2017. Um var að ræða smygl á 11,5 lítrum af amfetamínbasa með Norrænu. 20. desember 2019 16:36 Sex og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl en ferðafélaginn sleppur Jerzy Arkadiusz Ambrozy, pólskur ríkisborgari á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi vegna innflutnings á 11,5 lítrum af amfetamínbasa 3. maí 2018 16:17 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Hæstiréttur telur að Landsréttur hafi farið á svig við reglu um milliliðalausa sönnunarfærslu og því í ósamræmi við áskilnað um réttláta málsmeðferð eins og kveðið er á um í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Lubaszka var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot við annan mann í október 2017. Um var að ræða smygl á 11,5 lítrum af amfetamínbasa með Norrænu. Lubaszka var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í maí 2018 þar sem ekki taldist sannað að hann hefði vitað af efnunum í bílnum. Jerzy Arkadiusz Ambrozy, ferðafélagi Lubaszka, hlaut sex og hálfs árs dóm á sama tíma. Lubaszka kaus að tjá sig ekki um ákæruefnið fyrir Landsrétti en vísaði til fyrri framburðar hjá lögreglu og fyrir héraðsdómi. Hæstiréttur vísaði til þess að í ljósi þess að Lubaszka kaus ekki að tjá sig hefði eina sönnunarfærslan fyrir Landsrétti verið símaskýrsla úr héraðsdómi af lögreglumanni sem ók bifreiðinni með fíkniefnunum frá Seyðisfirði til Egilsstaða. „Þrátt fyrir þetta endurskoðaði Landsréttur sönnunargildi munnlegra framburða og komst að þeirri niðurstöðu að skýringar ákærða og meðákærða um að tilgangur ferðarinnar hefði í og með verið atvinnuleit væru mjög óljósar og ótrúverðugar,“ segir í niðurstöðu Hæstaréttar. Ófullnægjandi aðferð við sönnunarmat Þessi aðferð við sönnunarmat Landsréttar hafi brotið í bága við regluna um milliliðalausa sönnunarfærslu og því í ósamræmi við áskilnað um réttláta málsmeðferð, sbr. 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Þar sem aðferð við sönnunarmatið var að þessu leyti ófullnægjandi taldi Hæstiréttur að ómerkja ætti dóm Landsréttar og vísa málinu aftur þangað til löglegrar meðferðar. Þá benti Hæstiréttur á að Lubaszka væri saksóttur fyrir brot gegn 173. gr. a almennra hegningarlaga. Ekki yrði refsað fyrir slíkt brot nema ásetningur hafi staðið til þess enda hefði ákvæðið ekki að geyma sérstaka heimild til að refsa fyrir gáleysisbrot, sbr. 18. grein laganna. Ekkert um gáleysi í lagagreininni sem ákært var fyrir brot á Í dómi Landsréttar hafi komið fram að miðað við málsvörn Lubaszka, þess efnis að honum hefði verið alls ókunnugt um að fíkniefni væru falin í eldsneytistanki bifreiðarinnar, réðist niðurstaða málsins af mati á því hvort hann hafi „mátt vita“ eða að líklegt væri að tilgangur fararinnar til Íslands væri að flytja ólögleg fíkniefni til landsins. Jafnframt sagði í dómi Landsréttar að gögn málsins gæfu tilefni til að ætla að Lubaszka hefði hlotið að vita eða „mátt vita“ eða „mátt gera sér grein fyrir“ að fíkniefnin gætu verið falin í bifreiðinni. Þá sagði í héraðsdómi að ekkert benti til að Lubaszka hefði vitað eða „mátt vita“ að fíkniefni væru falin í bifreiðinni. Hæstiréttur taldi þessa röksemdafærsla lýta öðrum þræði að gáleysi sem grundvelli saknæmis en það ætti ekki við um brot gegn 173. gr. a almennra hegningarlaga.
Dómsmál Norræna Smygl Tengdar fréttir Ferðafélaginn slapp ekki í Landsrétti og fékk fimm ár Jerzy Wlodzimierz Lubaszka var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot við annan mann í október 2017. Um var að ræða smygl á 11,5 lítrum af amfetamínbasa með Norrænu. 20. desember 2019 16:36 Sex og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl en ferðafélaginn sleppur Jerzy Arkadiusz Ambrozy, pólskur ríkisborgari á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi vegna innflutnings á 11,5 lítrum af amfetamínbasa 3. maí 2018 16:17 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Ferðafélaginn slapp ekki í Landsrétti og fékk fimm ár Jerzy Wlodzimierz Lubaszka var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot við annan mann í október 2017. Um var að ræða smygl á 11,5 lítrum af amfetamínbasa með Norrænu. 20. desember 2019 16:36
Sex og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl en ferðafélaginn sleppur Jerzy Arkadiusz Ambrozy, pólskur ríkisborgari á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi vegna innflutnings á 11,5 lítrum af amfetamínbasa 3. maí 2018 16:17