Átján í sóttkví hjá Mími vegna smitsins í gær Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2021 15:26 Kennslustöð Mímis að Öldugötu 23 í Reykjavík. Vísir/SigurjónÓ Sautján nemendur og einn kennari hjá Mími eru nú í sóttkví eftir að nemandi greindist með Covid í gærkvöldi. Fram kemur í tilkynningu frá Mími að gripið hafi verið til allra nauðsynlegra ráðstafana til að hindra útbreiðslu smitsins. Nemandinn sem smitaðist er sá sem greindist utan sóttkvíar í gær. Hann sótti jafnframt starfsmannagleði starfsmanna ION hótels á Nesjavöllum og veitingastaðanna Silfru og Sumac á sunnudag. Sólveig Hildur Björnsdóttir framkvæmdastjóri Mímis segir í samskiptum við Vísi að nemandinn hafi aðeins sótt kennslustöð Mímis að Öldugötu 23 en ekki aðalhúsnæðið að Höfðabakka 9. Hann mætti síðast til kennslu nú í vikunni. Þá segir Sólveig að smitrakningarteymi almannavarna hafi boðað um 120 nemendur og starfsmenn Mímis í skimun vegna smitsins. Fram kemur í tilkynningu frá Mími að verið sé að hafa samband við alla sem þurfa að fara í sóttkví. Kennsluhúsnæðið að Öldugötu hafi verið sótthreinsað rækilega. „Þá hefur áhersla verið lögð á að þeir sem hafa komið í húsnæði okkar á Öldugötu mæti ekki í aðalbyggingu Mímis að Höfðabakka 9 fyrr en að lokinni skimunarsóttkví,“ segir í tilkynningu. „Við erum að vonum vonsvikin með að þessi staða sé komin upp þar sem mikil áhersla hefur verið lögð á sóttvarnir í kennsluhúsnæði Mímis, bæði að Öldugötu og Höfðabakka, og við höfum skynjað mikla samstöðu meðal nemenda og starfsfólks að vinna sigur á þessum faraldri. Við höfum starfað náið með smitrakningarteyminu að því að reyna að ná utan um þetta. Við erum heppin að hafa náð að bregðast skjótt og örugglega við þessum aðstæðum enda er um lítið kennsluhúsnæði að ræða í þessu tilviki.“ Starfsemi Mímis verði haldið áfram en allir minntir á að gæta fyllsta hreinlætis, halda að minnsta kosti eins metra lágmarksbili milli fólks og mæta ekki á staðinn ef einkenni koma fram. Nemandinn sótti starfsmannagleði ION hótels á Nesjavöllum og veitingastaðanna Silfru og Sumac á sunnudag. Sigurlaug Sverrisdóttir eigandi hótelsins sagði í samtali við Vísi nú síðdegis að á fjórða tug væru komnir í sóttkví vegna þessa. Þá hafi viðkomandi ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Einn greindist utan sóttkvíar Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var utan sóttkvíar. Um er að ræða fyrsta kórónuveirusmitið sem greinist hér á landi utan sóttkvíar síðan 8. mars. 18. mars 2021 10:43 Segir ástæðu til að hafa áhyggjur af smiti gærdagsins Innanlandssmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær sýnir að veiran er ekki horfin úr íslensku samfélagi. Ekki er búið að rekja smitið og þá liggur raðgreining ekki fyrir. 18. mars 2021 11:32 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Nemandinn sem smitaðist er sá sem greindist utan sóttkvíar í gær. Hann sótti jafnframt starfsmannagleði starfsmanna ION hótels á Nesjavöllum og veitingastaðanna Silfru og Sumac á sunnudag. Sólveig Hildur Björnsdóttir framkvæmdastjóri Mímis segir í samskiptum við Vísi að nemandinn hafi aðeins sótt kennslustöð Mímis að Öldugötu 23 en ekki aðalhúsnæðið að Höfðabakka 9. Hann mætti síðast til kennslu nú í vikunni. Þá segir Sólveig að smitrakningarteymi almannavarna hafi boðað um 120 nemendur og starfsmenn Mímis í skimun vegna smitsins. Fram kemur í tilkynningu frá Mími að verið sé að hafa samband við alla sem þurfa að fara í sóttkví. Kennsluhúsnæðið að Öldugötu hafi verið sótthreinsað rækilega. „Þá hefur áhersla verið lögð á að þeir sem hafa komið í húsnæði okkar á Öldugötu mæti ekki í aðalbyggingu Mímis að Höfðabakka 9 fyrr en að lokinni skimunarsóttkví,“ segir í tilkynningu. „Við erum að vonum vonsvikin með að þessi staða sé komin upp þar sem mikil áhersla hefur verið lögð á sóttvarnir í kennsluhúsnæði Mímis, bæði að Öldugötu og Höfðabakka, og við höfum skynjað mikla samstöðu meðal nemenda og starfsfólks að vinna sigur á þessum faraldri. Við höfum starfað náið með smitrakningarteyminu að því að reyna að ná utan um þetta. Við erum heppin að hafa náð að bregðast skjótt og örugglega við þessum aðstæðum enda er um lítið kennsluhúsnæði að ræða í þessu tilviki.“ Starfsemi Mímis verði haldið áfram en allir minntir á að gæta fyllsta hreinlætis, halda að minnsta kosti eins metra lágmarksbili milli fólks og mæta ekki á staðinn ef einkenni koma fram. Nemandinn sótti starfsmannagleði ION hótels á Nesjavöllum og veitingastaðanna Silfru og Sumac á sunnudag. Sigurlaug Sverrisdóttir eigandi hótelsins sagði í samtali við Vísi nú síðdegis að á fjórða tug væru komnir í sóttkví vegna þessa. Þá hafi viðkomandi ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Einn greindist utan sóttkvíar Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var utan sóttkvíar. Um er að ræða fyrsta kórónuveirusmitið sem greinist hér á landi utan sóttkvíar síðan 8. mars. 18. mars 2021 10:43 Segir ástæðu til að hafa áhyggjur af smiti gærdagsins Innanlandssmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær sýnir að veiran er ekki horfin úr íslensku samfélagi. Ekki er búið að rekja smitið og þá liggur raðgreining ekki fyrir. 18. mars 2021 11:32 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Einn greindist utan sóttkvíar Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var utan sóttkvíar. Um er að ræða fyrsta kórónuveirusmitið sem greinist hér á landi utan sóttkvíar síðan 8. mars. 18. mars 2021 10:43
Segir ástæðu til að hafa áhyggjur af smiti gærdagsins Innanlandssmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær sýnir að veiran er ekki horfin úr íslensku samfélagi. Ekki er búið að rekja smitið og þá liggur raðgreining ekki fyrir. 18. mars 2021 11:32