Er Móna Lísa bóla? Gylfi Þór Sigurðsson skrifar 17. mars 2021 16:01 Undanfarin misseri hefur umræðan um rafmyntir verið hávær. Úr mörgum áttum hafa heyrst gagnrýnisraddir og efasemdir um ágæti þeirra og röksemdirnar verið fjölbreyttar. Umhverfissjónarmið hafa verið nefnd sem ókostur og aðrir nefna hið mikla gengisflökt, t.d. í tengslum við Bitcoin. Sumir tala um ólögleg viðskipti en svo eru þeir sem hafa áhyggjur af því að Bitcoin sé bóla sem muni á endanum springa og sparifé muni glatast. Hægt væri að skrifa margar greinar um öll þessi áhyggjuefni en þau skipta minna máli í stóra samhengi ef Bitcoin reynist vera bóla sem springur. Því verður fjallar nánar um það viðfangsefni hér. Í stuttu máli eru rökin þau að rafmyntir hafa ekkert fegurðargildi eins og t.d gull, demantar silfur eða brons. Þess þá heldur hafa þær engan ríkisstimpil frá seðlabanka, ríkisstjórn eða konungi. Rafmyntir hafa fengið verðgildi í gegnum óljósan samfélagssáttmála og vegna skorts á þessum eiginleikum sem hér hefur verið lýst, hlýtur sá sáttmáli að vera brothættur. Af þessum sökum hafa rafmyntir ýmsa eiginleika sem benda til þess að þær séu bóla og að þær hljóti á endanum að missa verðgildi sitt. Árið 1875 kom William Stanley Jevons fram með kenningu um peninga og hvað einkenndi þá. Á þeim tíma var uppi mikil umræða um gullfótinn sem margir stórir gjaldmiðlar stóðu á og því miklar vangaveltur um hvað peningar í raun væru. Lögmál Jevons um peninga/gjaldmiðla segir í stuttu máli að peningar þurfi að hafa fjóra eiginleika svo hægt sé að nota þá sem slíka. A) Gjaldmiðill þarf að geta verið greiðslumiðill (e. medium of exchange). B) Gjaldmiðill þarf að geta mælt verðmæti (e. measure of value) C) Almennt ætti að vera tekið við umæddum gjaldmiðli sem greiðslu. (e. Standard of deferred payment) D) Gjaldmiðill að geta geymt verðmæti. (e. store of value) Þessu til viðbótar er talað um að gjaldmiðlar þurfi að standast sex skilyrði svo þeir geti uppfyllt kröfurnar hér að ofan. Þeir þurfa að vera auðskiptanlegir í smærri einingar, einsleitar einingar, skemmast ekki við notkun; auðvelt þarf að vera að flytja þá og mæla auk þess sem framboðið ætti að vera takmarkað. Við sjáum að rafmyntir uppfylla almennt ekki endilega öll þessi skilyrði, en ef við ræðum einangrað um Bitcoin þá fer myntin reyndar langt með að uppfylla þau öll. Reyndar er það svo að íslenska krónan hefur farið í gegnum tímabil þar sem hún uppfyllir kannski ekki öll skilyrðin, að minnsta kosti ekki ef farið er með hana erlendis. Athyglisvert er þó að í þessum skilyrðum sem hér hefur verið lýst er hvergi er talað um að gjaldmiðlar þurfi að hafa einhverskonar ríkisstimpil, fegurðargildi eða eitthvað því um líkt. Áhugaverð er sagan þegar Indverjar fengu fyrst að kynnast bréf peningum frá Evrópu. Þeir höfðu aldrei séð neitt þessu líkt og hvers vegna ættu þeir því að taka við þeim sem greiðslu fyrir vöru og þjónustu? Það er jú vegna þess að þeir vissu að þessir furðulegu peningar uppfylltu þó öll þessi fyrrnefndu skilyrði. Áður en Indverjarnir vissu, voru þeir sjálfir byrjaðir innbyrðis að skipta sín á milli með bresku bréfpeningana, án þess að nokkur hefði verið spurður álits. Þeir sem halda því fram að Bitcoin eða aðrar rafmyntir þurfi að hafa einhversskonar fegurðargildi eins og gull, eða stimpil frá konungi eða seðlabanka gera í raun meiri kröfur til rafmynta en við gerum almennt til peninga sem samfélag. Stundum verða til samfélagssáttmálar sem halda uppi verðgildi einhverra hluta. Þessir sáttmálar minna reyndar margt á blockchain tæknina, en það sem einkennir þessa sáttmála er það að enginn einstaklingur eða ríkisvald getur haft áhrif á sáttmálann. Dæmi um þetta er málverkið af Mónu Lísu, tunglsteinar, gömul frímerki, körfuboltamyndir eða eitthvað þessu líkt. Dæmi eru þó reyndar um að slíkir hlutir geti misst verðgildi sitt og „samkomulagið brotnað“. Vissulega er möguleiki að það verði örlög rafmyntarinnar Bitcoin. En í ljósi þess sem að framan var rakið hlýtur það að vera langsótt að fullyrða að Bitcoin muni á endanum tapa verðgildi sínu einungis vegna skorts á stimpli frá kónginum eða fegurðargildi. Höfundur er hagfræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Rafmyntir Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur umræðan um rafmyntir verið hávær. Úr mörgum áttum hafa heyrst gagnrýnisraddir og efasemdir um ágæti þeirra og röksemdirnar verið fjölbreyttar. Umhverfissjónarmið hafa verið nefnd sem ókostur og aðrir nefna hið mikla gengisflökt, t.d. í tengslum við Bitcoin. Sumir tala um ólögleg viðskipti en svo eru þeir sem hafa áhyggjur af því að Bitcoin sé bóla sem muni á endanum springa og sparifé muni glatast. Hægt væri að skrifa margar greinar um öll þessi áhyggjuefni en þau skipta minna máli í stóra samhengi ef Bitcoin reynist vera bóla sem springur. Því verður fjallar nánar um það viðfangsefni hér. Í stuttu máli eru rökin þau að rafmyntir hafa ekkert fegurðargildi eins og t.d gull, demantar silfur eða brons. Þess þá heldur hafa þær engan ríkisstimpil frá seðlabanka, ríkisstjórn eða konungi. Rafmyntir hafa fengið verðgildi í gegnum óljósan samfélagssáttmála og vegna skorts á þessum eiginleikum sem hér hefur verið lýst, hlýtur sá sáttmáli að vera brothættur. Af þessum sökum hafa rafmyntir ýmsa eiginleika sem benda til þess að þær séu bóla og að þær hljóti á endanum að missa verðgildi sitt. Árið 1875 kom William Stanley Jevons fram með kenningu um peninga og hvað einkenndi þá. Á þeim tíma var uppi mikil umræða um gullfótinn sem margir stórir gjaldmiðlar stóðu á og því miklar vangaveltur um hvað peningar í raun væru. Lögmál Jevons um peninga/gjaldmiðla segir í stuttu máli að peningar þurfi að hafa fjóra eiginleika svo hægt sé að nota þá sem slíka. A) Gjaldmiðill þarf að geta verið greiðslumiðill (e. medium of exchange). B) Gjaldmiðill þarf að geta mælt verðmæti (e. measure of value) C) Almennt ætti að vera tekið við umæddum gjaldmiðli sem greiðslu. (e. Standard of deferred payment) D) Gjaldmiðill að geta geymt verðmæti. (e. store of value) Þessu til viðbótar er talað um að gjaldmiðlar þurfi að standast sex skilyrði svo þeir geti uppfyllt kröfurnar hér að ofan. Þeir þurfa að vera auðskiptanlegir í smærri einingar, einsleitar einingar, skemmast ekki við notkun; auðvelt þarf að vera að flytja þá og mæla auk þess sem framboðið ætti að vera takmarkað. Við sjáum að rafmyntir uppfylla almennt ekki endilega öll þessi skilyrði, en ef við ræðum einangrað um Bitcoin þá fer myntin reyndar langt með að uppfylla þau öll. Reyndar er það svo að íslenska krónan hefur farið í gegnum tímabil þar sem hún uppfyllir kannski ekki öll skilyrðin, að minnsta kosti ekki ef farið er með hana erlendis. Athyglisvert er þó að í þessum skilyrðum sem hér hefur verið lýst er hvergi er talað um að gjaldmiðlar þurfi að hafa einhverskonar ríkisstimpil, fegurðargildi eða eitthvað því um líkt. Áhugaverð er sagan þegar Indverjar fengu fyrst að kynnast bréf peningum frá Evrópu. Þeir höfðu aldrei séð neitt þessu líkt og hvers vegna ættu þeir því að taka við þeim sem greiðslu fyrir vöru og þjónustu? Það er jú vegna þess að þeir vissu að þessir furðulegu peningar uppfylltu þó öll þessi fyrrnefndu skilyrði. Áður en Indverjarnir vissu, voru þeir sjálfir byrjaðir innbyrðis að skipta sín á milli með bresku bréfpeningana, án þess að nokkur hefði verið spurður álits. Þeir sem halda því fram að Bitcoin eða aðrar rafmyntir þurfi að hafa einhversskonar fegurðargildi eins og gull, eða stimpil frá konungi eða seðlabanka gera í raun meiri kröfur til rafmynta en við gerum almennt til peninga sem samfélag. Stundum verða til samfélagssáttmálar sem halda uppi verðgildi einhverra hluta. Þessir sáttmálar minna reyndar margt á blockchain tæknina, en það sem einkennir þessa sáttmála er það að enginn einstaklingur eða ríkisvald getur haft áhrif á sáttmálann. Dæmi um þetta er málverkið af Mónu Lísu, tunglsteinar, gömul frímerki, körfuboltamyndir eða eitthvað þessu líkt. Dæmi eru þó reyndar um að slíkir hlutir geti misst verðgildi sitt og „samkomulagið brotnað“. Vissulega er möguleiki að það verði örlög rafmyntarinnar Bitcoin. En í ljósi þess sem að framan var rakið hlýtur það að vera langsótt að fullyrða að Bitcoin muni á endanum tapa verðgildi sínu einungis vegna skorts á stimpli frá kónginum eða fegurðargildi. Höfundur er hagfræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar