Eykur líkurnar á að „metnaðarfull“ sumaráætlunin gangi eftir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. mars 2021 16:49 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, er nokkuð bjartsýnn á horfurnar fyrir sumarið. Vísir/Egill „Þetta eru mjög jákvæðar fréttir. Við höfum verið með mjög metnaðarfulla áætlun í sölu í sumar, bæði til Evrópu, Bretlands og síðan Bandaríkjanna, og þetta eykur líkurnar á því að hún gangi eftir.“ Þetta segir Bogi Nils Bogason um fregnir þess efnis að bólusetningarvottorð frá ríkjum utan Schengen verði tekin gild á landamærunum. „Við erum búin að vera í markaðssetningu og söluaðgerðum bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum, vegna þess að þetta eru okkar stærstu og mikilvægustu markaðir, og bólusetning þar hefur gengið vel miðað við aðra markaði. Þannig að við erum búin að vera að fjárfesta talsvert þar og þess vegna er mjög jákvætt að fá þessar fréttir núna.“ Vísir greindi frá því fyrr í dag að hlutabréf í Icelandair hefðu tekið kipp í kjölfar ríkisstjórnarfundarins í morgun og svo virtist sem fréttirnar af vottorðunum kæmu á óvart. „Já, það virðist vera. Eins og ég segi bara mjög jákvætt að þetta sé svona og staðan. Og þetta bara eykur líkurnar á því að það sem við höfum verið að leggja upp með sumarið, að það gangi eftir. Óvissan er klárlega mjög mikil áfram en við erum bara að horfa á hvar tækifærin liggja og bætum í og drögum úr eftir því sem aðstæður breytast á einstaka mörkuðum,“ sagði Bogi. Hækkun hlutabréfa í Icelandair nam tæpum sex prósentum eftir viðskipti dagsins en á tímabili hafði gengi bréfa félagsins hækkað um níu prósent. Heildarvelta viðskipta með bréf Icelandair nam 666 milljónum króna. Spurður að því hvort breytingarnar geri það að verkum að fjölga þurfi ferðum fram á vor segist Bogi ekki gera ráð fyrir því. „Ekki núna allra næstu vikurnar, við gerum ekki ráð fyrir því. En við höfum verið að gera ráð fyrir því að leiðakerfið okkar fari að byggjast upp aftur á öðrum ársfjórðungi og þessar fréttir auka líkurnar á því verulega.“ Icelandair hefur verið að fljúga til Asíu gegnum Finnland og segist Bogi vonast til þess að sá markaður skili ferðalöngum hingað til lands í sumar. Hann segist verða var við mikinn ferðavilja. „Það er mikill ferðavilji á okkar helstu mörkuðum, við höfum fundið fyrir því. Og ekki síst á þessum mikilvægustu mörkuðum okkar, Bretlandi og Bandaríkjunum,“ segir Bogi. Hann segist telja að Ísland eigi mikla möguleika inni þegar hægir á kórónufaraldrinum. Hann játar því að ferðatakmarkanir í ákveðnum löndum muni setja ferðamannaiðnaðinum ákveðnar hömlur. Ástandið sé mjög háð breytingum á faraldrinum. „Við höfum verið í aðgerðum á Bretlandsmarkaði og Bandaríkjamarkaði, meðal annars vegna þess að þar hefur bólusetning gengið hvað best á okkar markaðssvæðum. Þannig að við erum búin að vera að fjárfesta talsvert þar og munum halda því áfram. Bogi segir sumaráætlun Icelandair hafa verið metnaðarfulla. Staðið hafi til að fljúga til 22 áfangastaða í Evrópu og tíu í Norður-Ameríku og nú hafi tveir bæst þar við; Portland og Orlando. „Áætlunin hefur verið metnaðarfull og þessar fréttir í morgun auka líkurnar á því að áætlunin gangi eftir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
Þetta segir Bogi Nils Bogason um fregnir þess efnis að bólusetningarvottorð frá ríkjum utan Schengen verði tekin gild á landamærunum. „Við erum búin að vera í markaðssetningu og söluaðgerðum bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum, vegna þess að þetta eru okkar stærstu og mikilvægustu markaðir, og bólusetning þar hefur gengið vel miðað við aðra markaði. Þannig að við erum búin að vera að fjárfesta talsvert þar og þess vegna er mjög jákvætt að fá þessar fréttir núna.“ Vísir greindi frá því fyrr í dag að hlutabréf í Icelandair hefðu tekið kipp í kjölfar ríkisstjórnarfundarins í morgun og svo virtist sem fréttirnar af vottorðunum kæmu á óvart. „Já, það virðist vera. Eins og ég segi bara mjög jákvætt að þetta sé svona og staðan. Og þetta bara eykur líkurnar á því að það sem við höfum verið að leggja upp með sumarið, að það gangi eftir. Óvissan er klárlega mjög mikil áfram en við erum bara að horfa á hvar tækifærin liggja og bætum í og drögum úr eftir því sem aðstæður breytast á einstaka mörkuðum,“ sagði Bogi. Hækkun hlutabréfa í Icelandair nam tæpum sex prósentum eftir viðskipti dagsins en á tímabili hafði gengi bréfa félagsins hækkað um níu prósent. Heildarvelta viðskipta með bréf Icelandair nam 666 milljónum króna. Spurður að því hvort breytingarnar geri það að verkum að fjölga þurfi ferðum fram á vor segist Bogi ekki gera ráð fyrir því. „Ekki núna allra næstu vikurnar, við gerum ekki ráð fyrir því. En við höfum verið að gera ráð fyrir því að leiðakerfið okkar fari að byggjast upp aftur á öðrum ársfjórðungi og þessar fréttir auka líkurnar á því verulega.“ Icelandair hefur verið að fljúga til Asíu gegnum Finnland og segist Bogi vonast til þess að sá markaður skili ferðalöngum hingað til lands í sumar. Hann segist verða var við mikinn ferðavilja. „Það er mikill ferðavilji á okkar helstu mörkuðum, við höfum fundið fyrir því. Og ekki síst á þessum mikilvægustu mörkuðum okkar, Bretlandi og Bandaríkjunum,“ segir Bogi. Hann segist telja að Ísland eigi mikla möguleika inni þegar hægir á kórónufaraldrinum. Hann játar því að ferðatakmarkanir í ákveðnum löndum muni setja ferðamannaiðnaðinum ákveðnar hömlur. Ástandið sé mjög háð breytingum á faraldrinum. „Við höfum verið í aðgerðum á Bretlandsmarkaði og Bandaríkjamarkaði, meðal annars vegna þess að þar hefur bólusetning gengið hvað best á okkar markaðssvæðum. Þannig að við erum búin að vera að fjárfesta talsvert þar og munum halda því áfram. Bogi segir sumaráætlun Icelandair hafa verið metnaðarfulla. Staðið hafi til að fljúga til 22 áfangastaða í Evrópu og tíu í Norður-Ameríku og nú hafi tveir bæst þar við; Portland og Orlando. „Áætlunin hefur verið metnaðarfull og þessar fréttir í morgun auka líkurnar á því að áætlunin gangi eftir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira