Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. mars 2021 09:09 Piers Morgan hýr á brá á ferð um London í gær. Getty/MWE/GC Images Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. Morgan var þá einn þáttastjórnenda en hann hætti svo í þættinum á þriðjudaginn. Breska eftirlitsaðilanum Ofcom höfðu þá borist yfir 40 þúsund kvartanir vegna orða Morgans í þættinum á mánudag. Kvaðst Morgan meðal annars ekki trúa orði sem Meghan segði og að árás hennar á konungsfjölskylduna væri fyrirlitleg. Greint var frá því í gær að Meghan sjálf hefði kvartað til ITV vegna Morgans. Kvörtunin hefði þó ekki snúið að persónulegum árásum Morgans á hana sjálfa heldur frekar hvaða áhrif ummælin kynnu að hafa á aðra og hvernig þau hefðu gert lítið úr mikilvægi geðheilbrigðismála. Guardian greinir svo frá kvörtunum starfsmanna Good Morning Britain í morgun og vísar í nafnlausa heimildarmenn sína, bæði á ritstjórn þáttarins og í framleiðsluteymi hans. „Allir eru vanir því að Piers segi hluti eins og þessa en Meghan hafði bókstaflega sagt að fjölmiðlar kæmu ekki fram við hana af sanngirni vegna þess hver hún er og hann var einfaldlega að gera það,“ segir einn heimildarmaður Guardian. Annar segir að viðhorf stjórnenda hafi breyst á þriðjudaginn í kjölfar þess að Morgan strunsaði út úr þættinum. Þá var líka ljóst að Ofcom ætlaði að hefja rannsókn vegna kvartananna sem stofnuninni höfðu borist vegna Morgan. „Þeim fannst eins og þeir þyrftu að vera réttu megin siðferðislega í málinu. Piers var ekki að fara að gefa eftir svo hann þurfti að fara.“ ITV neitaði að tjá sig um málið þegar Guardian leitaði eftir því. Morgan ræddi við fjölmiðla fyrir utan heimili sitt í gærmorgun og kvaðst standa við orð sín um Meghan. „Ég trúi nánast engu sem kemur út úr henni [Meghan] og ég held að skaðinn sem hún hafi valdið konungdæmin og drottningunni á meðan Filippus prins liggur á spítala sé gríðarlegur og hreinlega fyrirlitlegur. Ef ég á að falla á sverð mitt fyrir að hafa heiðarlega skoðun á Meghan Markle og þeim þvættingi og skammaryrðum sem hún fór með í þessu viðtali þá verður að hafa það,“ sagði Morgan. Harry og Meghan Fjölmiðlar Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Morgan var þá einn þáttastjórnenda en hann hætti svo í þættinum á þriðjudaginn. Breska eftirlitsaðilanum Ofcom höfðu þá borist yfir 40 þúsund kvartanir vegna orða Morgans í þættinum á mánudag. Kvaðst Morgan meðal annars ekki trúa orði sem Meghan segði og að árás hennar á konungsfjölskylduna væri fyrirlitleg. Greint var frá því í gær að Meghan sjálf hefði kvartað til ITV vegna Morgans. Kvörtunin hefði þó ekki snúið að persónulegum árásum Morgans á hana sjálfa heldur frekar hvaða áhrif ummælin kynnu að hafa á aðra og hvernig þau hefðu gert lítið úr mikilvægi geðheilbrigðismála. Guardian greinir svo frá kvörtunum starfsmanna Good Morning Britain í morgun og vísar í nafnlausa heimildarmenn sína, bæði á ritstjórn þáttarins og í framleiðsluteymi hans. „Allir eru vanir því að Piers segi hluti eins og þessa en Meghan hafði bókstaflega sagt að fjölmiðlar kæmu ekki fram við hana af sanngirni vegna þess hver hún er og hann var einfaldlega að gera það,“ segir einn heimildarmaður Guardian. Annar segir að viðhorf stjórnenda hafi breyst á þriðjudaginn í kjölfar þess að Morgan strunsaði út úr þættinum. Þá var líka ljóst að Ofcom ætlaði að hefja rannsókn vegna kvartananna sem stofnuninni höfðu borist vegna Morgan. „Þeim fannst eins og þeir þyrftu að vera réttu megin siðferðislega í málinu. Piers var ekki að fara að gefa eftir svo hann þurfti að fara.“ ITV neitaði að tjá sig um málið þegar Guardian leitaði eftir því. Morgan ræddi við fjölmiðla fyrir utan heimili sitt í gærmorgun og kvaðst standa við orð sín um Meghan. „Ég trúi nánast engu sem kemur út úr henni [Meghan] og ég held að skaðinn sem hún hafi valdið konungdæmin og drottningunni á meðan Filippus prins liggur á spítala sé gríðarlegur og hreinlega fyrirlitlegur. Ef ég á að falla á sverð mitt fyrir að hafa heiðarlega skoðun á Meghan Markle og þeim þvættingi og skammaryrðum sem hún fór með í þessu viðtali þá verður að hafa það,“ sagði Morgan.
Harry og Meghan Fjölmiðlar Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Sjá meira