Fá ekki að setja upp „zip-line“ við Perluna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. mars 2021 08:08 Rekstrarfélag Perlunni vill setja upp svokallað zip-line frá Perlunni og niður í Öskjuhlíð. Vísir/Vilhelm Skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar hefur hafnað umsókn Perlu norðursins, rekstrarfélags Perlunnar, um að setja upp svokallaða zip-line, nokkurs konar risaaparólu, sem átti ná um 235 metra ofan af Perlunni og niður í Öskjuhlíð. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag þar sem vísað er í umsögn skipulagsfulltrúans. Samkvæmt fréttinni segir í umsögninni að deiliskuplag borgarinnar geri ekki ráð fyrir slíkri línu eða rólu. Þá sé það heldur ekki vilji borgarinnar að skipulagi verði breytt svo hægt sé að setja slíkt upp. Um sé að ræða áhugaverða hugmynd um notkun á verðumætu útivistarsvæði í miðri borginni. Óskað sé eftir því að nýta borgarland til að setja upp gáma og tengda aðstöðu fyrir línuna. Í umsögninni segir að samkvæmt gildandi deiliskipulagi sé ekki gert ráð fyrir afþreyingu eða þjónustu á þessu svæði. Þá standi til að leggja svokallaða Perlufesti í nágrenni svæðisins en þann stíg eigi eftir að hanna í samræmi við vinningstillögu í samkeppni sem haldin var fyrir nokkrum árum. „Jafnframt má deila um hvort umrædd starfsemi sem sótt er um sé svæðinu almennt til hagsbóta eða auki á notkun þess til útivistar eða afþreyingar með tilliti til sérstöðu svæðisins er varðar náttúru og útivistarskóg í þéttbýli,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúans samkvæmt frétt Fréttablaðsins. Að því er fram kemur í frétt blaðsins bendir skipulagsfulltrúinn jafnframt á að meginstefnan í skipulagi Öskjuhlíðar sé sú að svæðið þjóni áfram hlutverki sínu sem einn helsti útivistarskógurinn sem er innan þéttbýlissvæðis Reykjavíkur. Uppbyggingu innan og í jaðri hans skuli halda í lágmarki. Umsókn Perlu norðursins var því hafnað eins og áður segir og er félaginu ráðlagt að leita annað með hugmyndina. Skipulag Reykjavík Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag þar sem vísað er í umsögn skipulagsfulltrúans. Samkvæmt fréttinni segir í umsögninni að deiliskuplag borgarinnar geri ekki ráð fyrir slíkri línu eða rólu. Þá sé það heldur ekki vilji borgarinnar að skipulagi verði breytt svo hægt sé að setja slíkt upp. Um sé að ræða áhugaverða hugmynd um notkun á verðumætu útivistarsvæði í miðri borginni. Óskað sé eftir því að nýta borgarland til að setja upp gáma og tengda aðstöðu fyrir línuna. Í umsögninni segir að samkvæmt gildandi deiliskipulagi sé ekki gert ráð fyrir afþreyingu eða þjónustu á þessu svæði. Þá standi til að leggja svokallaða Perlufesti í nágrenni svæðisins en þann stíg eigi eftir að hanna í samræmi við vinningstillögu í samkeppni sem haldin var fyrir nokkrum árum. „Jafnframt má deila um hvort umrædd starfsemi sem sótt er um sé svæðinu almennt til hagsbóta eða auki á notkun þess til útivistar eða afþreyingar með tilliti til sérstöðu svæðisins er varðar náttúru og útivistarskóg í þéttbýli,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúans samkvæmt frétt Fréttablaðsins. Að því er fram kemur í frétt blaðsins bendir skipulagsfulltrúinn jafnframt á að meginstefnan í skipulagi Öskjuhlíðar sé sú að svæðið þjóni áfram hlutverki sínu sem einn helsti útivistarskógurinn sem er innan þéttbýlissvæðis Reykjavíkur. Uppbyggingu innan og í jaðri hans skuli halda í lágmarki. Umsókn Perlu norðursins var því hafnað eins og áður segir og er félaginu ráðlagt að leita annað með hugmyndina.
Skipulag Reykjavík Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira