Börn í Kópavogi slegin eftir uppákomu í vettvangsferð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. mars 2021 13:50 Börnin voru í Strætó þegar karlmaðurinn í annarlegu ástandi sparkaði til þeirra. Vísir/Vilhelm Nemendur í fjórða bekk í Hörðuvallaskóla í Kópavogi lentu í heldur óskemmtilegri uppákomu í strætisvagni á leiðinni heim úr vettvangsferð í dag. Karlmaður í annarlegu ástandi hrópaði ókvæðisorð yfir börnin og sparkaði til nokkurra nemenda. Deildarstjóri yngra stigs skólans segir að börnin hafi að vonum verið slegin eftir þessa uppákomu. Guðbjörg Oddsdóttir, deildarstjóri yngra stigs skólans, segir í tölvupósti til foreldra að par í annarlegu ástandi hafi beðið eftir strætó á sama stað og nemendurnir. Maðurinn hafi verið farinn að kalla ókvæðisorð að börnunum á stoppustöðinni og færst í aukana þegar komið var inn í strætóinn. „Hann hrópaði ókvæðisorð yfir strætóinn og sagði ljóta hluti við börnin og þá fullorðnu sem í strætó voru. Einnig sparkaði hann til nokkurra nemenda. Börnin voru að vonum slegin eftir þessa uppákomu,“ segir Guðbjörg í tölvupóstinum. Hún hafi farið inn í stofur og rætt við nemendur auk þess að hringja í foreldra þeirra barna sem urðu fyrir spörkum. Vakin er athygli á því að börnin hafi eflaust þörf til að ræða atvikið vel heima við. Hörðuvallaskóli í Kórahverfinu í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi hjá Strætó, hafði ekki heyrt af málinu. Hann segir vinnureglur þó skýrar hjá Strætó ef viðskiptavinir sýni af sér ógnandi hegðun. Þá eigi að stoppa á næstu biðstöð, opna allar dyr á vagninum og vísa viðkomandi út. Ef viðkomandi hlýði ekki eigi að kalla til lögreglu. Hann ætlar að reyna að afla sér nánari upplýsingar um málið. Þórunn Jónasdóttir skólastjóri vildi ekki tjá sig um atvikið í samtali við fréttastofu og vísaði á samskiptastjóra Kópavogsbæjar. Sigríður Björg Tómasdóttir, almannatengill Kópavogsbæjar, segir í samtali við Vísi að skólastjóri ætli að funda með kennurum og starfsfólki sem var í vettvangsferðinni á eftir til að fara betur yfir málsatvik. Hún hafði ekki upplýsingar um hver atburðarásin hefði verið í strætisvagninum varðandi fólkið og börnin, þ.e. hvernig málinu hefði lokið. Skóla - og menntamál Grunnskólar Strætó Kópavogur Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Deildarstjóri yngra stigs skólans segir að börnin hafi að vonum verið slegin eftir þessa uppákomu. Guðbjörg Oddsdóttir, deildarstjóri yngra stigs skólans, segir í tölvupósti til foreldra að par í annarlegu ástandi hafi beðið eftir strætó á sama stað og nemendurnir. Maðurinn hafi verið farinn að kalla ókvæðisorð að börnunum á stoppustöðinni og færst í aukana þegar komið var inn í strætóinn. „Hann hrópaði ókvæðisorð yfir strætóinn og sagði ljóta hluti við börnin og þá fullorðnu sem í strætó voru. Einnig sparkaði hann til nokkurra nemenda. Börnin voru að vonum slegin eftir þessa uppákomu,“ segir Guðbjörg í tölvupóstinum. Hún hafi farið inn í stofur og rætt við nemendur auk þess að hringja í foreldra þeirra barna sem urðu fyrir spörkum. Vakin er athygli á því að börnin hafi eflaust þörf til að ræða atvikið vel heima við. Hörðuvallaskóli í Kórahverfinu í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi hjá Strætó, hafði ekki heyrt af málinu. Hann segir vinnureglur þó skýrar hjá Strætó ef viðskiptavinir sýni af sér ógnandi hegðun. Þá eigi að stoppa á næstu biðstöð, opna allar dyr á vagninum og vísa viðkomandi út. Ef viðkomandi hlýði ekki eigi að kalla til lögreglu. Hann ætlar að reyna að afla sér nánari upplýsingar um málið. Þórunn Jónasdóttir skólastjóri vildi ekki tjá sig um atvikið í samtali við fréttastofu og vísaði á samskiptastjóra Kópavogsbæjar. Sigríður Björg Tómasdóttir, almannatengill Kópavogsbæjar, segir í samtali við Vísi að skólastjóri ætli að funda með kennurum og starfsfólki sem var í vettvangsferðinni á eftir til að fara betur yfir málsatvik. Hún hafði ekki upplýsingar um hver atburðarásin hefði verið í strætisvagninum varðandi fólkið og börnin, þ.e. hvernig málinu hefði lokið.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Strætó Kópavogur Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum