Öflugur skjálfti við Fagradalsfjall í nótt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. mars 2021 06:04 Flestir skjálftar næturinnar eiga upptök sín við Fagradalsfjall. Vísir/Vilhelm Stór skjálfti að stærð 5,1 varð klukkan 03:14 í nótt. Skjálftinn átti upptök sín á 5,1 kílómetra dýpi, 2,4 kílómetra suðsuðvestur af Fagradalsfjalli. Að sögn Huldu Rósar Helgadóttur, náttúrvársérfræðings á Veðurstofu Íslands, fannst skjálftinn víða um land og bárust Veðurstofunni tilkynningar um að skjálftinn hefði fundist allt austur í Fljótshlíð og vestur í Búðardal. Hún segir að enginn órói hafi fylgt þessum stóra skjálfta og þá er ekki að sjá að kvika sé komin upp á yfirborðið á svæðinu. Alls hafa um 700 skjálftar mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti. Samkvæmt töflu á vef Veðurstofunnar hafa þeir langflestir verið við Fagradalsfjall. Þá hafa nokkrir einnig átt upptök sín norður eða norðaustur af Grindavík. Hulda Rós segir rúmlega tuttugu skjálfta í nótt hafa verið yfir þremur að stærð. Þeir hafi allir, fyrir utan þennan stóra um miðja nótt, verið á milli þrír og fjórir að stærð. Sumir hafa slagað hátt í fjóra; klukkan 04:35 varð skjálfti að stærð 3,9 fjóra kílómetra norðaustur af Grindavík og klukkan 05:19 varð skjálfti að stærð 3,8 2,9 kílómetra suður af Fagradalsfjalli samkvæmt töflu Veðurstofunnar. Tvær vikur eru nú síðan að skjálfti 5,7 að stærð reið yfir á Reykjanesskaga. Þar með hófst sú jarðskjálftahrina sem nú er í gangi og er hún talin nokkuð óvenjuleg vegna þess fjölda stórra skjálfta sem orðið hafa. Fjölmargir hafa verið yfir fjórum að stærð og þó nokkrir yfir fimm. Mikil skjálftavirkni er enn við Fagradalsfjall.Veðurstofa Íslands Vísindamenn telja kvikugang hafa myndast á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Kvikan í ganginum er á um eins kílómeters dýpi og er gert ráð fyrir að hún geti mögulega brotið sér leið upp á yfirborðið þannig að það verði eldgos. Þrisvar sinnum í hrinunni hefur mælst svokallaður óróapúls en óróapúls þegar margir litlir skjálftar verða með svo stuttu millibili að erfitt og nær ómögulegt að greina á milli þeirra. Slíkur órói er gjarnan fyrirboði eldgoss en eins og kom fram hjá Freysteini Sigmundssyni, jarðeðlisfræðingi, í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þá gæti kvikan brotið sér leið upp á yfirborði nær án fyrirvara. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira
Að sögn Huldu Rósar Helgadóttur, náttúrvársérfræðings á Veðurstofu Íslands, fannst skjálftinn víða um land og bárust Veðurstofunni tilkynningar um að skjálftinn hefði fundist allt austur í Fljótshlíð og vestur í Búðardal. Hún segir að enginn órói hafi fylgt þessum stóra skjálfta og þá er ekki að sjá að kvika sé komin upp á yfirborðið á svæðinu. Alls hafa um 700 skjálftar mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti. Samkvæmt töflu á vef Veðurstofunnar hafa þeir langflestir verið við Fagradalsfjall. Þá hafa nokkrir einnig átt upptök sín norður eða norðaustur af Grindavík. Hulda Rós segir rúmlega tuttugu skjálfta í nótt hafa verið yfir þremur að stærð. Þeir hafi allir, fyrir utan þennan stóra um miðja nótt, verið á milli þrír og fjórir að stærð. Sumir hafa slagað hátt í fjóra; klukkan 04:35 varð skjálfti að stærð 3,9 fjóra kílómetra norðaustur af Grindavík og klukkan 05:19 varð skjálfti að stærð 3,8 2,9 kílómetra suður af Fagradalsfjalli samkvæmt töflu Veðurstofunnar. Tvær vikur eru nú síðan að skjálfti 5,7 að stærð reið yfir á Reykjanesskaga. Þar með hófst sú jarðskjálftahrina sem nú er í gangi og er hún talin nokkuð óvenjuleg vegna þess fjölda stórra skjálfta sem orðið hafa. Fjölmargir hafa verið yfir fjórum að stærð og þó nokkrir yfir fimm. Mikil skjálftavirkni er enn við Fagradalsfjall.Veðurstofa Íslands Vísindamenn telja kvikugang hafa myndast á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Kvikan í ganginum er á um eins kílómeters dýpi og er gert ráð fyrir að hún geti mögulega brotið sér leið upp á yfirborðið þannig að það verði eldgos. Þrisvar sinnum í hrinunni hefur mælst svokallaður óróapúls en óróapúls þegar margir litlir skjálftar verða með svo stuttu millibili að erfitt og nær ómögulegt að greina á milli þeirra. Slíkur órói er gjarnan fyrirboði eldgoss en eins og kom fram hjá Freysteini Sigmundssyni, jarðeðlisfræðingi, í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þá gæti kvikan brotið sér leið upp á yfirborði nær án fyrirvara. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira