Kynnum sterkar kvenfyrirmyndir til sögunnar Ragnhildur Geirsdóttir skrifar 8. mars 2021 11:00 Hvaða mynd framkallar orðið „forritari“ í huga þínum? Getur verið að þú ímyndir þér ungan, frekar nördalegan karlmann, sem veit allt um tölvur og hugbúnað og byrjaði að grúska í tölvum á barnsaldri? Það er ekkert skrýtið. En þó þessi staðalímynd eigi við einhver rök að styðjast hefur íslenskt samfélag nú þegar náð góðum árangri í að auka hlutfall kvenna í upplýsingatækni. Það er ekki langt síðan konur voru ekki nema 10% af útskrifuðum nemendum í tölvunarfræði. Í dag hefur þetta hlutfall aukist í 20-30%. Það er frábær þróun sem mikilvægt er að haldi áfram af krafti. Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna, dagur sem hefur verið haldinn hátíðlegur hér á landi frá árinu 1932. Í ár er yfirskrift dagsins „Choose to challenge“ eða „Veldu að ögra“. Með ögrun, áskorunum og samtali um hvað má betur fara fylgja alltaf tækifæri. Því þykir við hæfi að ögra karllægu staðalímyndinni um forritarann og segja einfaldlega: Hún er úrelt! Við eigum marga framúrskarandi kvenkyns forritara. Konur í upplýsingatækni þurfa að eiga slíkar fyrirmyndir. Þær þurfa líka að heyra og vita af vinnustöðum þar sem hægt er að finna þær. Sem forstjóri Reiknistofu bankanna þá er ég afar stolt af því að 37% starfsfólks okkar eru konur, sem er töluvert hærra en almennt þekkist í upplýsingatæknifyrirtækjum. Við þurfum þó að gera enn betur. Margar af þeim tölvunar- og kerfisfræðingum sem hjá okkur starfa útskrifuðust á upphafsárum fagsins í Háskóla Íslands. Í samtölum okkar hafa þær bent á að miklar breytingar hafi átt sér stað á síðustu árum, fagið sé ungt en mikilvægt sé að skapa umhverfi sem taki tillit til allra kynja – það sé gömul nálgun og tímaskekkja að konur stígi inn í karllægt vinnuumhverfi og eigi að aðlagast því. Mikilvægt er að tekið sé með sama hætti á móti öllum þeim sem hefja nám og störf í tölvunarfræði, óháð bakgrunni og reynslu. Svo þarf að hætta að tala í karlkyni við hópa sem í eru fáar konur. En af hverju er mikilvægt að auka hlutfall kvenna sérstaklega í þessu fagi? Jú, vegna þess að tæknimenntað fólk mótar framtíðina. Framtíð samfélagsins liggur að miklu leyti í hugbúnaði, stafrænni tækni og gervigreind. Forritun er í grundvallaratriðum skapandi leið til þess að leysa áhugaverðustu viðfangsefni samtímans. Eftirspurn eftir tæknimenntuðu fólki mun bara aukast næstu árin. Það gefur því auga leið að aukinn fjölbreytileiki og jafnara kynjahlutfall í faginu er allra hagur. Tækni- og hugbúnaðarþróun framtíðarinnar á að taka tillit til kvenna jafnt sem karla og endurspegla allt samfélagslitrófið eins og kostur er. Svo veljum við að ögra – fyrirmyndir skipta máli. Hjá okkur í RB eru þær margar öflugar og fjölmörg dæmi meðal kvenforritara okkar um að dætur þeirra séu einnig forritarar. Svona þurfum við halda áfram. Því hvet ég okkur öll, sem samfélag, að breyta staðalímynd forritarans. Bjóðum upp á vinnuumhverfi sem hentar öllum. Hvetjum konur til dáða á öllum sviðum. Saman mótum við framtíðina og breytum heiminum til hins betra. Gleðilegan alþjóðlegan baráttudag kvenna! Höfundur er forstjóri Reiknistofu bankanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Upplýsingatækni Vinnumarkaður Mest lesið Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Skoðun Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Sjá meira
Hvaða mynd framkallar orðið „forritari“ í huga þínum? Getur verið að þú ímyndir þér ungan, frekar nördalegan karlmann, sem veit allt um tölvur og hugbúnað og byrjaði að grúska í tölvum á barnsaldri? Það er ekkert skrýtið. En þó þessi staðalímynd eigi við einhver rök að styðjast hefur íslenskt samfélag nú þegar náð góðum árangri í að auka hlutfall kvenna í upplýsingatækni. Það er ekki langt síðan konur voru ekki nema 10% af útskrifuðum nemendum í tölvunarfræði. Í dag hefur þetta hlutfall aukist í 20-30%. Það er frábær þróun sem mikilvægt er að haldi áfram af krafti. Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna, dagur sem hefur verið haldinn hátíðlegur hér á landi frá árinu 1932. Í ár er yfirskrift dagsins „Choose to challenge“ eða „Veldu að ögra“. Með ögrun, áskorunum og samtali um hvað má betur fara fylgja alltaf tækifæri. Því þykir við hæfi að ögra karllægu staðalímyndinni um forritarann og segja einfaldlega: Hún er úrelt! Við eigum marga framúrskarandi kvenkyns forritara. Konur í upplýsingatækni þurfa að eiga slíkar fyrirmyndir. Þær þurfa líka að heyra og vita af vinnustöðum þar sem hægt er að finna þær. Sem forstjóri Reiknistofu bankanna þá er ég afar stolt af því að 37% starfsfólks okkar eru konur, sem er töluvert hærra en almennt þekkist í upplýsingatæknifyrirtækjum. Við þurfum þó að gera enn betur. Margar af þeim tölvunar- og kerfisfræðingum sem hjá okkur starfa útskrifuðust á upphafsárum fagsins í Háskóla Íslands. Í samtölum okkar hafa þær bent á að miklar breytingar hafi átt sér stað á síðustu árum, fagið sé ungt en mikilvægt sé að skapa umhverfi sem taki tillit til allra kynja – það sé gömul nálgun og tímaskekkja að konur stígi inn í karllægt vinnuumhverfi og eigi að aðlagast því. Mikilvægt er að tekið sé með sama hætti á móti öllum þeim sem hefja nám og störf í tölvunarfræði, óháð bakgrunni og reynslu. Svo þarf að hætta að tala í karlkyni við hópa sem í eru fáar konur. En af hverju er mikilvægt að auka hlutfall kvenna sérstaklega í þessu fagi? Jú, vegna þess að tæknimenntað fólk mótar framtíðina. Framtíð samfélagsins liggur að miklu leyti í hugbúnaði, stafrænni tækni og gervigreind. Forritun er í grundvallaratriðum skapandi leið til þess að leysa áhugaverðustu viðfangsefni samtímans. Eftirspurn eftir tæknimenntuðu fólki mun bara aukast næstu árin. Það gefur því auga leið að aukinn fjölbreytileiki og jafnara kynjahlutfall í faginu er allra hagur. Tækni- og hugbúnaðarþróun framtíðarinnar á að taka tillit til kvenna jafnt sem karla og endurspegla allt samfélagslitrófið eins og kostur er. Svo veljum við að ögra – fyrirmyndir skipta máli. Hjá okkur í RB eru þær margar öflugar og fjölmörg dæmi meðal kvenforritara okkar um að dætur þeirra séu einnig forritarar. Svona þurfum við halda áfram. Því hvet ég okkur öll, sem samfélag, að breyta staðalímynd forritarans. Bjóðum upp á vinnuumhverfi sem hentar öllum. Hvetjum konur til dáða á öllum sviðum. Saman mótum við framtíðina og breytum heiminum til hins betra. Gleðilegan alþjóðlegan baráttudag kvenna! Höfundur er forstjóri Reiknistofu bankanna.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun