Kynnum sterkar kvenfyrirmyndir til sögunnar Ragnhildur Geirsdóttir skrifar 8. mars 2021 11:00 Hvaða mynd framkallar orðið „forritari“ í huga þínum? Getur verið að þú ímyndir þér ungan, frekar nördalegan karlmann, sem veit allt um tölvur og hugbúnað og byrjaði að grúska í tölvum á barnsaldri? Það er ekkert skrýtið. En þó þessi staðalímynd eigi við einhver rök að styðjast hefur íslenskt samfélag nú þegar náð góðum árangri í að auka hlutfall kvenna í upplýsingatækni. Það er ekki langt síðan konur voru ekki nema 10% af útskrifuðum nemendum í tölvunarfræði. Í dag hefur þetta hlutfall aukist í 20-30%. Það er frábær þróun sem mikilvægt er að haldi áfram af krafti. Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna, dagur sem hefur verið haldinn hátíðlegur hér á landi frá árinu 1932. Í ár er yfirskrift dagsins „Choose to challenge“ eða „Veldu að ögra“. Með ögrun, áskorunum og samtali um hvað má betur fara fylgja alltaf tækifæri. Því þykir við hæfi að ögra karllægu staðalímyndinni um forritarann og segja einfaldlega: Hún er úrelt! Við eigum marga framúrskarandi kvenkyns forritara. Konur í upplýsingatækni þurfa að eiga slíkar fyrirmyndir. Þær þurfa líka að heyra og vita af vinnustöðum þar sem hægt er að finna þær. Sem forstjóri Reiknistofu bankanna þá er ég afar stolt af því að 37% starfsfólks okkar eru konur, sem er töluvert hærra en almennt þekkist í upplýsingatæknifyrirtækjum. Við þurfum þó að gera enn betur. Margar af þeim tölvunar- og kerfisfræðingum sem hjá okkur starfa útskrifuðust á upphafsárum fagsins í Háskóla Íslands. Í samtölum okkar hafa þær bent á að miklar breytingar hafi átt sér stað á síðustu árum, fagið sé ungt en mikilvægt sé að skapa umhverfi sem taki tillit til allra kynja – það sé gömul nálgun og tímaskekkja að konur stígi inn í karllægt vinnuumhverfi og eigi að aðlagast því. Mikilvægt er að tekið sé með sama hætti á móti öllum þeim sem hefja nám og störf í tölvunarfræði, óháð bakgrunni og reynslu. Svo þarf að hætta að tala í karlkyni við hópa sem í eru fáar konur. En af hverju er mikilvægt að auka hlutfall kvenna sérstaklega í þessu fagi? Jú, vegna þess að tæknimenntað fólk mótar framtíðina. Framtíð samfélagsins liggur að miklu leyti í hugbúnaði, stafrænni tækni og gervigreind. Forritun er í grundvallaratriðum skapandi leið til þess að leysa áhugaverðustu viðfangsefni samtímans. Eftirspurn eftir tæknimenntuðu fólki mun bara aukast næstu árin. Það gefur því auga leið að aukinn fjölbreytileiki og jafnara kynjahlutfall í faginu er allra hagur. Tækni- og hugbúnaðarþróun framtíðarinnar á að taka tillit til kvenna jafnt sem karla og endurspegla allt samfélagslitrófið eins og kostur er. Svo veljum við að ögra – fyrirmyndir skipta máli. Hjá okkur í RB eru þær margar öflugar og fjölmörg dæmi meðal kvenforritara okkar um að dætur þeirra séu einnig forritarar. Svona þurfum við halda áfram. Því hvet ég okkur öll, sem samfélag, að breyta staðalímynd forritarans. Bjóðum upp á vinnuumhverfi sem hentar öllum. Hvetjum konur til dáða á öllum sviðum. Saman mótum við framtíðina og breytum heiminum til hins betra. Gleðilegan alþjóðlegan baráttudag kvenna! Höfundur er forstjóri Reiknistofu bankanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Upplýsingatækni Vinnumarkaður Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hvaða mynd framkallar orðið „forritari“ í huga þínum? Getur verið að þú ímyndir þér ungan, frekar nördalegan karlmann, sem veit allt um tölvur og hugbúnað og byrjaði að grúska í tölvum á barnsaldri? Það er ekkert skrýtið. En þó þessi staðalímynd eigi við einhver rök að styðjast hefur íslenskt samfélag nú þegar náð góðum árangri í að auka hlutfall kvenna í upplýsingatækni. Það er ekki langt síðan konur voru ekki nema 10% af útskrifuðum nemendum í tölvunarfræði. Í dag hefur þetta hlutfall aukist í 20-30%. Það er frábær þróun sem mikilvægt er að haldi áfram af krafti. Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna, dagur sem hefur verið haldinn hátíðlegur hér á landi frá árinu 1932. Í ár er yfirskrift dagsins „Choose to challenge“ eða „Veldu að ögra“. Með ögrun, áskorunum og samtali um hvað má betur fara fylgja alltaf tækifæri. Því þykir við hæfi að ögra karllægu staðalímyndinni um forritarann og segja einfaldlega: Hún er úrelt! Við eigum marga framúrskarandi kvenkyns forritara. Konur í upplýsingatækni þurfa að eiga slíkar fyrirmyndir. Þær þurfa líka að heyra og vita af vinnustöðum þar sem hægt er að finna þær. Sem forstjóri Reiknistofu bankanna þá er ég afar stolt af því að 37% starfsfólks okkar eru konur, sem er töluvert hærra en almennt þekkist í upplýsingatæknifyrirtækjum. Við þurfum þó að gera enn betur. Margar af þeim tölvunar- og kerfisfræðingum sem hjá okkur starfa útskrifuðust á upphafsárum fagsins í Háskóla Íslands. Í samtölum okkar hafa þær bent á að miklar breytingar hafi átt sér stað á síðustu árum, fagið sé ungt en mikilvægt sé að skapa umhverfi sem taki tillit til allra kynja – það sé gömul nálgun og tímaskekkja að konur stígi inn í karllægt vinnuumhverfi og eigi að aðlagast því. Mikilvægt er að tekið sé með sama hætti á móti öllum þeim sem hefja nám og störf í tölvunarfræði, óháð bakgrunni og reynslu. Svo þarf að hætta að tala í karlkyni við hópa sem í eru fáar konur. En af hverju er mikilvægt að auka hlutfall kvenna sérstaklega í þessu fagi? Jú, vegna þess að tæknimenntað fólk mótar framtíðina. Framtíð samfélagsins liggur að miklu leyti í hugbúnaði, stafrænni tækni og gervigreind. Forritun er í grundvallaratriðum skapandi leið til þess að leysa áhugaverðustu viðfangsefni samtímans. Eftirspurn eftir tæknimenntuðu fólki mun bara aukast næstu árin. Það gefur því auga leið að aukinn fjölbreytileiki og jafnara kynjahlutfall í faginu er allra hagur. Tækni- og hugbúnaðarþróun framtíðarinnar á að taka tillit til kvenna jafnt sem karla og endurspegla allt samfélagslitrófið eins og kostur er. Svo veljum við að ögra – fyrirmyndir skipta máli. Hjá okkur í RB eru þær margar öflugar og fjölmörg dæmi meðal kvenforritara okkar um að dætur þeirra séu einnig forritarar. Svona þurfum við halda áfram. Því hvet ég okkur öll, sem samfélag, að breyta staðalímynd forritarans. Bjóðum upp á vinnuumhverfi sem hentar öllum. Hvetjum konur til dáða á öllum sviðum. Saman mótum við framtíðina og breytum heiminum til hins betra. Gleðilegan alþjóðlegan baráttudag kvenna! Höfundur er forstjóri Reiknistofu bankanna.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun