Kynnum sterkar kvenfyrirmyndir til sögunnar Ragnhildur Geirsdóttir skrifar 8. mars 2021 11:00 Hvaða mynd framkallar orðið „forritari“ í huga þínum? Getur verið að þú ímyndir þér ungan, frekar nördalegan karlmann, sem veit allt um tölvur og hugbúnað og byrjaði að grúska í tölvum á barnsaldri? Það er ekkert skrýtið. En þó þessi staðalímynd eigi við einhver rök að styðjast hefur íslenskt samfélag nú þegar náð góðum árangri í að auka hlutfall kvenna í upplýsingatækni. Það er ekki langt síðan konur voru ekki nema 10% af útskrifuðum nemendum í tölvunarfræði. Í dag hefur þetta hlutfall aukist í 20-30%. Það er frábær þróun sem mikilvægt er að haldi áfram af krafti. Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna, dagur sem hefur verið haldinn hátíðlegur hér á landi frá árinu 1932. Í ár er yfirskrift dagsins „Choose to challenge“ eða „Veldu að ögra“. Með ögrun, áskorunum og samtali um hvað má betur fara fylgja alltaf tækifæri. Því þykir við hæfi að ögra karllægu staðalímyndinni um forritarann og segja einfaldlega: Hún er úrelt! Við eigum marga framúrskarandi kvenkyns forritara. Konur í upplýsingatækni þurfa að eiga slíkar fyrirmyndir. Þær þurfa líka að heyra og vita af vinnustöðum þar sem hægt er að finna þær. Sem forstjóri Reiknistofu bankanna þá er ég afar stolt af því að 37% starfsfólks okkar eru konur, sem er töluvert hærra en almennt þekkist í upplýsingatæknifyrirtækjum. Við þurfum þó að gera enn betur. Margar af þeim tölvunar- og kerfisfræðingum sem hjá okkur starfa útskrifuðust á upphafsárum fagsins í Háskóla Íslands. Í samtölum okkar hafa þær bent á að miklar breytingar hafi átt sér stað á síðustu árum, fagið sé ungt en mikilvægt sé að skapa umhverfi sem taki tillit til allra kynja – það sé gömul nálgun og tímaskekkja að konur stígi inn í karllægt vinnuumhverfi og eigi að aðlagast því. Mikilvægt er að tekið sé með sama hætti á móti öllum þeim sem hefja nám og störf í tölvunarfræði, óháð bakgrunni og reynslu. Svo þarf að hætta að tala í karlkyni við hópa sem í eru fáar konur. En af hverju er mikilvægt að auka hlutfall kvenna sérstaklega í þessu fagi? Jú, vegna þess að tæknimenntað fólk mótar framtíðina. Framtíð samfélagsins liggur að miklu leyti í hugbúnaði, stafrænni tækni og gervigreind. Forritun er í grundvallaratriðum skapandi leið til þess að leysa áhugaverðustu viðfangsefni samtímans. Eftirspurn eftir tæknimenntuðu fólki mun bara aukast næstu árin. Það gefur því auga leið að aukinn fjölbreytileiki og jafnara kynjahlutfall í faginu er allra hagur. Tækni- og hugbúnaðarþróun framtíðarinnar á að taka tillit til kvenna jafnt sem karla og endurspegla allt samfélagslitrófið eins og kostur er. Svo veljum við að ögra – fyrirmyndir skipta máli. Hjá okkur í RB eru þær margar öflugar og fjölmörg dæmi meðal kvenforritara okkar um að dætur þeirra séu einnig forritarar. Svona þurfum við halda áfram. Því hvet ég okkur öll, sem samfélag, að breyta staðalímynd forritarans. Bjóðum upp á vinnuumhverfi sem hentar öllum. Hvetjum konur til dáða á öllum sviðum. Saman mótum við framtíðina og breytum heiminum til hins betra. Gleðilegan alþjóðlegan baráttudag kvenna! Höfundur er forstjóri Reiknistofu bankanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Upplýsingatækni Vinnumarkaður Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Hvaða mynd framkallar orðið „forritari“ í huga þínum? Getur verið að þú ímyndir þér ungan, frekar nördalegan karlmann, sem veit allt um tölvur og hugbúnað og byrjaði að grúska í tölvum á barnsaldri? Það er ekkert skrýtið. En þó þessi staðalímynd eigi við einhver rök að styðjast hefur íslenskt samfélag nú þegar náð góðum árangri í að auka hlutfall kvenna í upplýsingatækni. Það er ekki langt síðan konur voru ekki nema 10% af útskrifuðum nemendum í tölvunarfræði. Í dag hefur þetta hlutfall aukist í 20-30%. Það er frábær þróun sem mikilvægt er að haldi áfram af krafti. Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna, dagur sem hefur verið haldinn hátíðlegur hér á landi frá árinu 1932. Í ár er yfirskrift dagsins „Choose to challenge“ eða „Veldu að ögra“. Með ögrun, áskorunum og samtali um hvað má betur fara fylgja alltaf tækifæri. Því þykir við hæfi að ögra karllægu staðalímyndinni um forritarann og segja einfaldlega: Hún er úrelt! Við eigum marga framúrskarandi kvenkyns forritara. Konur í upplýsingatækni þurfa að eiga slíkar fyrirmyndir. Þær þurfa líka að heyra og vita af vinnustöðum þar sem hægt er að finna þær. Sem forstjóri Reiknistofu bankanna þá er ég afar stolt af því að 37% starfsfólks okkar eru konur, sem er töluvert hærra en almennt þekkist í upplýsingatæknifyrirtækjum. Við þurfum þó að gera enn betur. Margar af þeim tölvunar- og kerfisfræðingum sem hjá okkur starfa útskrifuðust á upphafsárum fagsins í Háskóla Íslands. Í samtölum okkar hafa þær bent á að miklar breytingar hafi átt sér stað á síðustu árum, fagið sé ungt en mikilvægt sé að skapa umhverfi sem taki tillit til allra kynja – það sé gömul nálgun og tímaskekkja að konur stígi inn í karllægt vinnuumhverfi og eigi að aðlagast því. Mikilvægt er að tekið sé með sama hætti á móti öllum þeim sem hefja nám og störf í tölvunarfræði, óháð bakgrunni og reynslu. Svo þarf að hætta að tala í karlkyni við hópa sem í eru fáar konur. En af hverju er mikilvægt að auka hlutfall kvenna sérstaklega í þessu fagi? Jú, vegna þess að tæknimenntað fólk mótar framtíðina. Framtíð samfélagsins liggur að miklu leyti í hugbúnaði, stafrænni tækni og gervigreind. Forritun er í grundvallaratriðum skapandi leið til þess að leysa áhugaverðustu viðfangsefni samtímans. Eftirspurn eftir tæknimenntuðu fólki mun bara aukast næstu árin. Það gefur því auga leið að aukinn fjölbreytileiki og jafnara kynjahlutfall í faginu er allra hagur. Tækni- og hugbúnaðarþróun framtíðarinnar á að taka tillit til kvenna jafnt sem karla og endurspegla allt samfélagslitrófið eins og kostur er. Svo veljum við að ögra – fyrirmyndir skipta máli. Hjá okkur í RB eru þær margar öflugar og fjölmörg dæmi meðal kvenforritara okkar um að dætur þeirra séu einnig forritarar. Svona þurfum við halda áfram. Því hvet ég okkur öll, sem samfélag, að breyta staðalímynd forritarans. Bjóðum upp á vinnuumhverfi sem hentar öllum. Hvetjum konur til dáða á öllum sviðum. Saman mótum við framtíðina og breytum heiminum til hins betra. Gleðilegan alþjóðlegan baráttudag kvenna! Höfundur er forstjóri Reiknistofu bankanna.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun