Ekki miklar líkur á eldgosi í núverandi ástandi Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2021 17:26 Fagradalsfjall á Reykjanesi Vísir/Vilhelm Engar vísbendingar eru um að kvika færist hratt nær yfirborði á Reykjanesskaga og telur vísindaráð almannavarna ekki miklar líkur á eldgosi á meðan það ástand varir. Jarðskjálfti upp á allt að 6,5 að stærð er talinn á meðal líklegustu sviðsmynda í jarðskjálftavirkninni á svæðinu. Jarðskjálftavirkni og kvikuhreyfingar halda áfram á Reykjanesskaga en óróapúls sem greindist fyrst á miðvikudag og benti til yfirvofandi eldgoss hefur ekki greinst í dag. Í tilkynningu frá vísindaráðinu segir að álit þess frá því í gær að ekki sé miklar líkur á eldgosi að svo stöddu sé óbreytt. Áfram þurfi þó að gera ráð fyrir þeim möguleika að staðan geti breyst hratt. Komi til eldgoss bendi öll gögn til þess að það verði á svæðinu á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Spennuáhrif frá umbrotasvæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis skýri að öllum líkindum jarðskjálfta sem orðið hafa í Svartsengi og í grennd við Trölladyngju undanfarna daga, enda hafi engin aflögun mælst sem tengja megi því að kvika sé þar á leið til yfirborðs. Því sé ekki ástæða til að ætla að eldgos séu yfirvofandi á þessum stöðum nú, né annarstaðar á Reykjanesskaga utan umbrotasvæðisins við Fagradalsfjall og Keili. Líkt og Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur, sagði Vísi eftir fund vísindaráðsins í dag er talið að kvikugangur liggi nær lóðrétt í jarðskopunni og áætlað að hann nái upp á um tveggja kílómetra dýpi. Mesta opnun jarðskorpunnar sé þar fyrir neðan og nái niður á um fimm kílómetra dýpi. Gangurinn gæti verið fimm til sex kílómetra langur. Líkanareikningar benda til að ef til goss kæmi gæti sprunga opnast einhvers staðar á því sem hefur verið virkast undanfarið, frá miðju Fagradalsfjalli að Keili. Stóri skjálfti ein af sviðsmyndunum Vísindaráðið telur nokkrar sviðsmyndir líklegastar um framhaldið. Það dregur úr jarðskjálftavirkni næstu daga eða vikur. Hrinan mun færast í aukana með stærri skjálftum, allt að 6 að stærð í nágrenni við Fagradalsfjall Skjálfti af stærða allt að 6.5 verður sem á sér upptök í Brennisteinsfjöllum Kvikuinnskot haldi áfram í nágrenni við Fagradalsfjall: Kvikuinnskotsvirkni minnkar og kvika storknar Leiðir til flæðigoss með hraunflæði sem mun líklega ekki ógna byggð Einnig var farið yfir stöðuna á uppsetningu nýrra mælitækja. Sérfræðingar Veðurstofunnar, Háskólans og annarra samstarfsaðila hafa unnið hörðum höndum síðustu daga að fjölgun mælitækja á svæðinu til að geta gefið skýrari mynd af framvindu atburðarrásarinnar á Reykjanesskaga. Síritandi GPS stöðvum hefur þegar verið fjölgað í vikunni og unnið verður áfram að uppsetningu fleiri slíkra stöðva um helgina ásamt uppsetningu á jarðskjálftamælum. Öll mælitækin eru svo tengd við vöktunarkerfi Veðurstofunnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Almannavarnir Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Jarðskjálftavirkni og kvikuhreyfingar halda áfram á Reykjanesskaga en óróapúls sem greindist fyrst á miðvikudag og benti til yfirvofandi eldgoss hefur ekki greinst í dag. Í tilkynningu frá vísindaráðinu segir að álit þess frá því í gær að ekki sé miklar líkur á eldgosi að svo stöddu sé óbreytt. Áfram þurfi þó að gera ráð fyrir þeim möguleika að staðan geti breyst hratt. Komi til eldgoss bendi öll gögn til þess að það verði á svæðinu á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Spennuáhrif frá umbrotasvæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis skýri að öllum líkindum jarðskjálfta sem orðið hafa í Svartsengi og í grennd við Trölladyngju undanfarna daga, enda hafi engin aflögun mælst sem tengja megi því að kvika sé þar á leið til yfirborðs. Því sé ekki ástæða til að ætla að eldgos séu yfirvofandi á þessum stöðum nú, né annarstaðar á Reykjanesskaga utan umbrotasvæðisins við Fagradalsfjall og Keili. Líkt og Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur, sagði Vísi eftir fund vísindaráðsins í dag er talið að kvikugangur liggi nær lóðrétt í jarðskopunni og áætlað að hann nái upp á um tveggja kílómetra dýpi. Mesta opnun jarðskorpunnar sé þar fyrir neðan og nái niður á um fimm kílómetra dýpi. Gangurinn gæti verið fimm til sex kílómetra langur. Líkanareikningar benda til að ef til goss kæmi gæti sprunga opnast einhvers staðar á því sem hefur verið virkast undanfarið, frá miðju Fagradalsfjalli að Keili. Stóri skjálfti ein af sviðsmyndunum Vísindaráðið telur nokkrar sviðsmyndir líklegastar um framhaldið. Það dregur úr jarðskjálftavirkni næstu daga eða vikur. Hrinan mun færast í aukana með stærri skjálftum, allt að 6 að stærð í nágrenni við Fagradalsfjall Skjálfti af stærða allt að 6.5 verður sem á sér upptök í Brennisteinsfjöllum Kvikuinnskot haldi áfram í nágrenni við Fagradalsfjall: Kvikuinnskotsvirkni minnkar og kvika storknar Leiðir til flæðigoss með hraunflæði sem mun líklega ekki ógna byggð Einnig var farið yfir stöðuna á uppsetningu nýrra mælitækja. Sérfræðingar Veðurstofunnar, Háskólans og annarra samstarfsaðila hafa unnið hörðum höndum síðustu daga að fjölgun mælitækja á svæðinu til að geta gefið skýrari mynd af framvindu atburðarrásarinnar á Reykjanesskaga. Síritandi GPS stöðvum hefur þegar verið fjölgað í vikunni og unnið verður áfram að uppsetningu fleiri slíkra stöðva um helgina ásamt uppsetningu á jarðskjálftamælum. Öll mælitækin eru svo tengd við vöktunarkerfi Veðurstofunnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Almannavarnir Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira