Ekki miklar líkur á eldgosi í núverandi ástandi Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2021 17:26 Fagradalsfjall á Reykjanesi Vísir/Vilhelm Engar vísbendingar eru um að kvika færist hratt nær yfirborði á Reykjanesskaga og telur vísindaráð almannavarna ekki miklar líkur á eldgosi á meðan það ástand varir. Jarðskjálfti upp á allt að 6,5 að stærð er talinn á meðal líklegustu sviðsmynda í jarðskjálftavirkninni á svæðinu. Jarðskjálftavirkni og kvikuhreyfingar halda áfram á Reykjanesskaga en óróapúls sem greindist fyrst á miðvikudag og benti til yfirvofandi eldgoss hefur ekki greinst í dag. Í tilkynningu frá vísindaráðinu segir að álit þess frá því í gær að ekki sé miklar líkur á eldgosi að svo stöddu sé óbreytt. Áfram þurfi þó að gera ráð fyrir þeim möguleika að staðan geti breyst hratt. Komi til eldgoss bendi öll gögn til þess að það verði á svæðinu á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Spennuáhrif frá umbrotasvæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis skýri að öllum líkindum jarðskjálfta sem orðið hafa í Svartsengi og í grennd við Trölladyngju undanfarna daga, enda hafi engin aflögun mælst sem tengja megi því að kvika sé þar á leið til yfirborðs. Því sé ekki ástæða til að ætla að eldgos séu yfirvofandi á þessum stöðum nú, né annarstaðar á Reykjanesskaga utan umbrotasvæðisins við Fagradalsfjall og Keili. Líkt og Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur, sagði Vísi eftir fund vísindaráðsins í dag er talið að kvikugangur liggi nær lóðrétt í jarðskopunni og áætlað að hann nái upp á um tveggja kílómetra dýpi. Mesta opnun jarðskorpunnar sé þar fyrir neðan og nái niður á um fimm kílómetra dýpi. Gangurinn gæti verið fimm til sex kílómetra langur. Líkanareikningar benda til að ef til goss kæmi gæti sprunga opnast einhvers staðar á því sem hefur verið virkast undanfarið, frá miðju Fagradalsfjalli að Keili. Stóri skjálfti ein af sviðsmyndunum Vísindaráðið telur nokkrar sviðsmyndir líklegastar um framhaldið. Það dregur úr jarðskjálftavirkni næstu daga eða vikur. Hrinan mun færast í aukana með stærri skjálftum, allt að 6 að stærð í nágrenni við Fagradalsfjall Skjálfti af stærða allt að 6.5 verður sem á sér upptök í Brennisteinsfjöllum Kvikuinnskot haldi áfram í nágrenni við Fagradalsfjall: Kvikuinnskotsvirkni minnkar og kvika storknar Leiðir til flæðigoss með hraunflæði sem mun líklega ekki ógna byggð Einnig var farið yfir stöðuna á uppsetningu nýrra mælitækja. Sérfræðingar Veðurstofunnar, Háskólans og annarra samstarfsaðila hafa unnið hörðum höndum síðustu daga að fjölgun mælitækja á svæðinu til að geta gefið skýrari mynd af framvindu atburðarrásarinnar á Reykjanesskaga. Síritandi GPS stöðvum hefur þegar verið fjölgað í vikunni og unnið verður áfram að uppsetningu fleiri slíkra stöðva um helgina ásamt uppsetningu á jarðskjálftamælum. Öll mælitækin eru svo tengd við vöktunarkerfi Veðurstofunnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Almannavarnir Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Jarðskjálftavirkni og kvikuhreyfingar halda áfram á Reykjanesskaga en óróapúls sem greindist fyrst á miðvikudag og benti til yfirvofandi eldgoss hefur ekki greinst í dag. Í tilkynningu frá vísindaráðinu segir að álit þess frá því í gær að ekki sé miklar líkur á eldgosi að svo stöddu sé óbreytt. Áfram þurfi þó að gera ráð fyrir þeim möguleika að staðan geti breyst hratt. Komi til eldgoss bendi öll gögn til þess að það verði á svæðinu á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Spennuáhrif frá umbrotasvæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis skýri að öllum líkindum jarðskjálfta sem orðið hafa í Svartsengi og í grennd við Trölladyngju undanfarna daga, enda hafi engin aflögun mælst sem tengja megi því að kvika sé þar á leið til yfirborðs. Því sé ekki ástæða til að ætla að eldgos séu yfirvofandi á þessum stöðum nú, né annarstaðar á Reykjanesskaga utan umbrotasvæðisins við Fagradalsfjall og Keili. Líkt og Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur, sagði Vísi eftir fund vísindaráðsins í dag er talið að kvikugangur liggi nær lóðrétt í jarðskopunni og áætlað að hann nái upp á um tveggja kílómetra dýpi. Mesta opnun jarðskorpunnar sé þar fyrir neðan og nái niður á um fimm kílómetra dýpi. Gangurinn gæti verið fimm til sex kílómetra langur. Líkanareikningar benda til að ef til goss kæmi gæti sprunga opnast einhvers staðar á því sem hefur verið virkast undanfarið, frá miðju Fagradalsfjalli að Keili. Stóri skjálfti ein af sviðsmyndunum Vísindaráðið telur nokkrar sviðsmyndir líklegastar um framhaldið. Það dregur úr jarðskjálftavirkni næstu daga eða vikur. Hrinan mun færast í aukana með stærri skjálftum, allt að 6 að stærð í nágrenni við Fagradalsfjall Skjálfti af stærða allt að 6.5 verður sem á sér upptök í Brennisteinsfjöllum Kvikuinnskot haldi áfram í nágrenni við Fagradalsfjall: Kvikuinnskotsvirkni minnkar og kvika storknar Leiðir til flæðigoss með hraunflæði sem mun líklega ekki ógna byggð Einnig var farið yfir stöðuna á uppsetningu nýrra mælitækja. Sérfræðingar Veðurstofunnar, Háskólans og annarra samstarfsaðila hafa unnið hörðum höndum síðustu daga að fjölgun mælitækja á svæðinu til að geta gefið skýrari mynd af framvindu atburðarrásarinnar á Reykjanesskaga. Síritandi GPS stöðvum hefur þegar verið fjölgað í vikunni og unnið verður áfram að uppsetningu fleiri slíkra stöðva um helgina ásamt uppsetningu á jarðskjálftamælum. Öll mælitækin eru svo tengd við vöktunarkerfi Veðurstofunnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Almannavarnir Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira