Haraldur varaði við því að kvika frá Krýsuvík gæti gosið við Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 4. mars 2021 12:39 Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur. Stöð 2/Björn Sigurðsson. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur varaði við því fyrir sex árum að sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni gæti leitt til eldgoss í jaðri Reykjavíkur. Hvatti hann þá til þess að betra áhættumat yrði gert fyrir Reykjavíkursvæðið. Haraldur var í þættinum „Um land allt” árið 2015 um eldvirkni Snæfellsness spurður hver væri hættulegasta eldstöð Íslands en útdráttur var sýndur í fréttum Stöðvar 2. „Það er enginn vafi að það er eldstöðin sem er ekki byrjuð, - er ekki búin að fæðast. Það er einkenni á Íslandi, á mörgum gosum, að þau brjótast út á nýjum stað,” svaraði Haraldur. Í þættinum nefndi Haraldur nokkur nýleg dæmi um þetta; Heimaeyjargosið, Fimmvörðuháls og Skaftárelda en einnig Holuhraunsgosið sem kom upp 40 kílómetrum frá Bárðarbungu. „Krýsuvíkursvæðið er stór eldstöð. Sú eldstöð hefur sprungukerfi. Það sprungukerfi liggur rétt fyrir utan Reykjavík, - uppi í Heiðmörk.” Spyrja má hvort sprungusveimurinn frá Krýsuvíkursvæðinu teygi sig inn í byggðina í Reykjavík. Þannig liggur ein sprunga í gegnum Norðlingaholtshverfið og með austurjaðri Rauðavatns. Þá má rifja upp að hnika þurfti til Árbæjarlaug í skipulagi á sínum tíma þegar í ljós kom sprunga sem liggur í gegnum Árbæjarhverfið. „Þær tengjast því, sennilega,” svaraði Haraldur spurður um hvort þessar sprungur tengdust Krýsuvíkurkerfinu. -Þannig að við gætum fengið eldstöð uppi í Árbæ? „Það er ekki óhugsanlegt,” svaraði eldfjallafræðingurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá árinu 2015 um þennan möguleika: Nálgast má eldri þætti Um land allt í gegnum efnisveituna Stöð 2 +. Hér má sjá þátt þar sem Haraldur sagði frá æskuslóðum sínum í Stykkishólmi: Hér má sjá þátt þar sem farið var með Haraldi um Snæfellsnes: Mikla athygli vakti þegar Haraldi tókst með mikilli nákvæmni að spá fyrir um lok eldgossins í Holuhrauni: Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjavík Hafnarfjörður Kópavogur Garðabær Um land allt Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Haraldur var í þættinum „Um land allt” árið 2015 um eldvirkni Snæfellsness spurður hver væri hættulegasta eldstöð Íslands en útdráttur var sýndur í fréttum Stöðvar 2. „Það er enginn vafi að það er eldstöðin sem er ekki byrjuð, - er ekki búin að fæðast. Það er einkenni á Íslandi, á mörgum gosum, að þau brjótast út á nýjum stað,” svaraði Haraldur. Í þættinum nefndi Haraldur nokkur nýleg dæmi um þetta; Heimaeyjargosið, Fimmvörðuháls og Skaftárelda en einnig Holuhraunsgosið sem kom upp 40 kílómetrum frá Bárðarbungu. „Krýsuvíkursvæðið er stór eldstöð. Sú eldstöð hefur sprungukerfi. Það sprungukerfi liggur rétt fyrir utan Reykjavík, - uppi í Heiðmörk.” Spyrja má hvort sprungusveimurinn frá Krýsuvíkursvæðinu teygi sig inn í byggðina í Reykjavík. Þannig liggur ein sprunga í gegnum Norðlingaholtshverfið og með austurjaðri Rauðavatns. Þá má rifja upp að hnika þurfti til Árbæjarlaug í skipulagi á sínum tíma þegar í ljós kom sprunga sem liggur í gegnum Árbæjarhverfið. „Þær tengjast því, sennilega,” svaraði Haraldur spurður um hvort þessar sprungur tengdust Krýsuvíkurkerfinu. -Þannig að við gætum fengið eldstöð uppi í Árbæ? „Það er ekki óhugsanlegt,” svaraði eldfjallafræðingurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá árinu 2015 um þennan möguleika: Nálgast má eldri þætti Um land allt í gegnum efnisveituna Stöð 2 +. Hér má sjá þátt þar sem Haraldur sagði frá æskuslóðum sínum í Stykkishólmi: Hér má sjá þátt þar sem farið var með Haraldi um Snæfellsnes: Mikla athygli vakti þegar Haraldi tókst með mikilli nákvæmni að spá fyrir um lok eldgossins í Holuhrauni:
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjavík Hafnarfjörður Kópavogur Garðabær Um land allt Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira