Áhersla lögð á að koma réttum upplýsingum til skelkaðra íbúa af erlendum uppruna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. mars 2021 12:33 Fannar Jónasson segir mikilvægt að koma réttum upplýsingum til íbúa af erlendum uppruna. Þeir séu oft afar skelkaðir vegna jarðaskjálfta. Vísir/Egill Bæjarstjórinn í Grindavík segir að mikil hræðsla hafi gripið um sig hjá fólki af erlendum uppruna í samfélaginu vegna jarðskjálftana undanfarið. Margir hafi litla reynslu af jarðskjálftum og eina þekkingin komi frá fréttamyndum af miklum hörmungum í kjölfar þeirra. Áhersla sé lögð á að koma réttum upplýsingum til hópsins. Stór hluti íbúa á Suðurnesjum er af erlendum uppruna en frá 15-20% íbúa þar eru í þeim hópi. Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík segir að frá því jarðhræingarnar hófust þar í fyrra hafi mikill ótti gripið um sig í hópnum og áhersla verið lögð á að koma réttum upplýsingum á framfæri. „Við höfum fundið að það er mikil hræðsla hjá fólki af erlendum uppruna í samfélaginu. Þetta er oft fólk sem þekkir lítið til jarðskjálfta og þekking þeirra byggist jafnvel á fréttamyndum af föllnum húsum eftir jarðskjálfta. Þeir óttast því helst að hús hrynji og það verði jafnvel mannskaðar.Við höfum reynt að koma réttum upplýsingum á framfæri við þessa hópa til að mynda á Facebook,“ segir Fannar. Hann segir mikilvægt að koma upplýsingum hratt og vel á framfæri. „Við höfum reynt að koma réttum upplýsingum á framfæri og í einhverjum tilfellum hefur fólk orðið rólegra. En þetta er stöðug áskorun sem þarf að vanda sig við. Við ræddum á fjölskipuðum almannavarnarfundi í morgun að taka saman helstu upplýsingar um jarðskjálftana og láta svo þýða á pólsku og ensku og senda þetta á þá sem þurfa á að halda,“ segir Fannar. Fannar segir að fólk þurfi að átta sig á að hús hér á landi séu byggð með jarðskjálfta í huga. „Það er mikilvægast að koma upplýsingum um bygginarlagið hjá okkur á framfæri. Til að mynda um byggingarreglugerð hér á landi og varúðarráðstafanir sem gerðar eru til að koma í veg fyrir að hús hryni. Fólk þarf að vita að húsakosturinn er öruggur,“ segir Fannar. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Innflytjendamál Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Engin hús hafi hrunið við fimmfalt hámarksálag í Suðurlandsskjálftanum Lágreist hús með léttum þökum, sem mjög algeng eru á Íslandi, eru sérstaklega heppileg með tilliti til jarðskjálfta, að sögn jarðskjálftaverkfræðings. Þá finni íbúar húsa á hörðu undirlagi minna fyrir jarðskjálftum en þeir sem búa þar sem undirlagið er mýkra. 1. mars 2021 12:04 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Stór hluti íbúa á Suðurnesjum er af erlendum uppruna en frá 15-20% íbúa þar eru í þeim hópi. Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík segir að frá því jarðhræingarnar hófust þar í fyrra hafi mikill ótti gripið um sig í hópnum og áhersla verið lögð á að koma réttum upplýsingum á framfæri. „Við höfum fundið að það er mikil hræðsla hjá fólki af erlendum uppruna í samfélaginu. Þetta er oft fólk sem þekkir lítið til jarðskjálfta og þekking þeirra byggist jafnvel á fréttamyndum af föllnum húsum eftir jarðskjálfta. Þeir óttast því helst að hús hrynji og það verði jafnvel mannskaðar.Við höfum reynt að koma réttum upplýsingum á framfæri við þessa hópa til að mynda á Facebook,“ segir Fannar. Hann segir mikilvægt að koma upplýsingum hratt og vel á framfæri. „Við höfum reynt að koma réttum upplýsingum á framfæri og í einhverjum tilfellum hefur fólk orðið rólegra. En þetta er stöðug áskorun sem þarf að vanda sig við. Við ræddum á fjölskipuðum almannavarnarfundi í morgun að taka saman helstu upplýsingar um jarðskjálftana og láta svo þýða á pólsku og ensku og senda þetta á þá sem þurfa á að halda,“ segir Fannar. Fannar segir að fólk þurfi að átta sig á að hús hér á landi séu byggð með jarðskjálfta í huga. „Það er mikilvægast að koma upplýsingum um bygginarlagið hjá okkur á framfæri. Til að mynda um byggingarreglugerð hér á landi og varúðarráðstafanir sem gerðar eru til að koma í veg fyrir að hús hryni. Fólk þarf að vita að húsakosturinn er öruggur,“ segir Fannar.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Innflytjendamál Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Engin hús hafi hrunið við fimmfalt hámarksálag í Suðurlandsskjálftanum Lágreist hús með léttum þökum, sem mjög algeng eru á Íslandi, eru sérstaklega heppileg með tilliti til jarðskjálfta, að sögn jarðskjálftaverkfræðings. Þá finni íbúar húsa á hörðu undirlagi minna fyrir jarðskjálftum en þeir sem búa þar sem undirlagið er mýkra. 1. mars 2021 12:04 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Engin hús hafi hrunið við fimmfalt hámarksálag í Suðurlandsskjálftanum Lágreist hús með léttum þökum, sem mjög algeng eru á Íslandi, eru sérstaklega heppileg með tilliti til jarðskjálfta, að sögn jarðskjálftaverkfræðings. Þá finni íbúar húsa á hörðu undirlagi minna fyrir jarðskjálftum en þeir sem búa þar sem undirlagið er mýkra. 1. mars 2021 12:04