Ómögulegt að spá fyrir um framhaldið en „fólk getur verið rólegt heima hjá sér“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. febrúar 2021 18:19 Vísindamenn spá ekki, þeir hanna sviðsmyndir, segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Vísir „Málið var nú fyrst og fremst að bera saman bækur, þannig að allir væru á sömu blaðsíðu,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um fund Vísindamannaráðs almannavarna sem lauk síðdegis. Páll er dulur um niðurstöðu fundarins og segir tilkynningar að vænta. Spurður að því hvernig hann les í stöðu mála segir hann fátt nýtt að frétta; um sé að ræða framhald á umbrotum sem hófust í lok árs 2019, sem virðist heldur vera að aukast. Orsök skjálftanna séu flekahreyfingar en hrinan núna sé raunar dálítið merkileg. „Þetta gengur í svona bylgjum, það bresta á hrinur og þær haga sér með svolítið mismunandi hætti,“ segir Páll. „Þessi fyrsta byrjar með tiltölulega stórum skjálfta og síðan koma strax í kjölfarið á honum svokallaðir „gikkskjálftar“ í talsverðri fjarlægð jafnvel. Hann hleypir þannig af stað öðrum skjálftum. Síðan róast nú frekar næsta dag og fram á morgun á föstudag en þá dynur yfir annar svona skjálfti og í kjölfarið á honum koma líka margir skjálftar en þeir eru meira eins og eftirskjálftar.“ Sviðsmyndirnar spanna allan skalann Spurður um möguleg eldsumbrot svara Páll einfaldlega: „Það er ekkert eldgos í þessu ennþá.“ Í fyrra hafi menn merkt kvikuhreyfingar en ekkert bendi til þess nú. Hann segist ómögulega vilja spá fyrir um framhaldið. „Nei, við reynum nú að spá ekki neitt nema við vitum eitthvað. Það sem er stundað er að setja upp sviðsmyndir því við viljum ógjarnan að þetta komi aftan að okkur; að eitthvað komi okkur á óvart,“ segir Páll. Sviðsmyndirnar spanna allan skalann, segir hann. „Þetta gæti hugsanlega hætt á morgun en miðað við að þetta hefur nú frekar verið að sækja í sig veðrið er það ekki líklegasta sviðsmyndin í safninu. Ein er að virknin dreifist út til austurs en þar er efniviður í stærri skjálfta.“ Páll ítrekar að fólk þurfi ekki að óttast þann möguleika, það er að segja stóran skjálfta nær höfuðborginni. „Við erum í raun bara að tala um skjálfta eins og Reykvíkingar upplifðu 1930 og 1970, sem ollu tjóni en það hrundu ekki hús eða svoleiðis. Það varð tjón á innanstokksmunum. Þetta eru ekki einhverjir hamfaraskjálftar. Það er sjálfsagt að láta þau skilaboð berast út í þjóðfélagið. Það er ekkert að hafa áhyggjur af og fólk getur verið rólegt heima hjá sér.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Grindavík Vogar Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Páll er dulur um niðurstöðu fundarins og segir tilkynningar að vænta. Spurður að því hvernig hann les í stöðu mála segir hann fátt nýtt að frétta; um sé að ræða framhald á umbrotum sem hófust í lok árs 2019, sem virðist heldur vera að aukast. Orsök skjálftanna séu flekahreyfingar en hrinan núna sé raunar dálítið merkileg. „Þetta gengur í svona bylgjum, það bresta á hrinur og þær haga sér með svolítið mismunandi hætti,“ segir Páll. „Þessi fyrsta byrjar með tiltölulega stórum skjálfta og síðan koma strax í kjölfarið á honum svokallaðir „gikkskjálftar“ í talsverðri fjarlægð jafnvel. Hann hleypir þannig af stað öðrum skjálftum. Síðan róast nú frekar næsta dag og fram á morgun á föstudag en þá dynur yfir annar svona skjálfti og í kjölfarið á honum koma líka margir skjálftar en þeir eru meira eins og eftirskjálftar.“ Sviðsmyndirnar spanna allan skalann Spurður um möguleg eldsumbrot svara Páll einfaldlega: „Það er ekkert eldgos í þessu ennþá.“ Í fyrra hafi menn merkt kvikuhreyfingar en ekkert bendi til þess nú. Hann segist ómögulega vilja spá fyrir um framhaldið. „Nei, við reynum nú að spá ekki neitt nema við vitum eitthvað. Það sem er stundað er að setja upp sviðsmyndir því við viljum ógjarnan að þetta komi aftan að okkur; að eitthvað komi okkur á óvart,“ segir Páll. Sviðsmyndirnar spanna allan skalann, segir hann. „Þetta gæti hugsanlega hætt á morgun en miðað við að þetta hefur nú frekar verið að sækja í sig veðrið er það ekki líklegasta sviðsmyndin í safninu. Ein er að virknin dreifist út til austurs en þar er efniviður í stærri skjálfta.“ Páll ítrekar að fólk þurfi ekki að óttast þann möguleika, það er að segja stóran skjálfta nær höfuðborginni. „Við erum í raun bara að tala um skjálfta eins og Reykvíkingar upplifðu 1930 og 1970, sem ollu tjóni en það hrundu ekki hús eða svoleiðis. Það varð tjón á innanstokksmunum. Þetta eru ekki einhverjir hamfaraskjálftar. Það er sjálfsagt að láta þau skilaboð berast út í þjóðfélagið. Það er ekkert að hafa áhyggjur af og fólk getur verið rólegt heima hjá sér.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Grindavík Vogar Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira