Höfuðborgarbúar um jarðskjálftann: „Svolítið eins og þú sért á sjó“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 19:30 Ari Posecco, matreiðslumaður í Turninum á Smáratorgi. vísir/Sigurjón Að finna fyrir jarðskjálfta á efstu hæðum Turnsins í Kópavogi jafnast á við að vera úti á sjó, að sögn matreiðslumanns. Fólk sem fann fyrir skjálftanum á höfuðborgarsvæðinu er sammála um að upplifunin sé verulega óþægileg. Þrátt fyrir að skjálftarnir hafi verið harðastir á Reykjanesi var höggið nokkuð þungt á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem starfa í Turninum á Smáratorgi sögðu bygginguna hafa vaggað til og frá. Einhverjir fóru heim - en þó ekki matreiðslumaðurinn á nítjándu hæð sem var inni á lager að sækja sykur þegar stærsti skjálftinn reið yfir. „Það bara hristist allt. Þetta er svolítið magnað af því hérna uppi finnur maður miklu meira fyrir þessu og það hreyfist öðruvísi en þegar þú ert niðri. Þú verður svolítið svona eins og þú sért á sjó eftir þetta og ert svona valtur,“ segir Ari Posocco, matreiðslumaður í Turninum. Starfsfólk í Turninum segir bygginguna hafa vaggað til og frá.vísir/Sigurjón Víða féllu hlutir úr hillum eða færðust til í verslunum, líkt og í Fjarðarkaup. „Manni bregður og þegar maður sér allt hristast áttar maður sig á því að þetta var jarðskjálfti,“ segir Ólöf Baldursdóttir, starfsmaður Fjarðarkaupa. Hún segist hafa orðið vör við hristing í hillum. „Já, þetta var svona pínu að færast til í hillunum en ekkert mjög mikið.“ Skjálftinn fannst vel í Hafnarfirði og Kristín Sigurðardóttir, sem var að útbúa sér morgunmat, þegar hann reið yfir segist varla hafa upplifað annað eins. „Ég hugsaði bara, hvað er að gerast. Það fór allt af stað og hringlaði hérna í húsinu. Svo þegar það kom annar stóð mér ekki á sama og fór hérna inn í mitt húsið og heyrði bara að það var allt að detta einhvers staðar. Það skemmdist einn hlutur af öllu sem datt hjá mér,“ segir Kristín. Guðbjörg Dögg Gunnarsdóttir, skólastjóri í Lækjarskóla í Hafnarfirði.vísir/Sigurjón Það var starfsdagur í skólum í Hafnarfirði í dag en skólastjóri segir að kennurum hafi verið brugðið. „Rúðurnar gengu til og frá og við reyndum að finna bita til að standa undir þegar þessir lengstu skjálftar voru,“ segir Dögg Gunnarsdóttir, skólastjóri í Lækjarskóla, og bætir við að það hafi verið nokkuð óþægilegt til þess að hugsa að nemdendur væru jafnvel einir heima á starfsdegi. „Einhverjir starfsmenn fóru heim en þeir sem voru eftir þeir eru bara saman inni og eru bara saman í hópum af því þetta fór misvel í fólk,“ segir Dögg. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Kópavogur Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Þrátt fyrir að skjálftarnir hafi verið harðastir á Reykjanesi var höggið nokkuð þungt á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem starfa í Turninum á Smáratorgi sögðu bygginguna hafa vaggað til og frá. Einhverjir fóru heim - en þó ekki matreiðslumaðurinn á nítjándu hæð sem var inni á lager að sækja sykur þegar stærsti skjálftinn reið yfir. „Það bara hristist allt. Þetta er svolítið magnað af því hérna uppi finnur maður miklu meira fyrir þessu og það hreyfist öðruvísi en þegar þú ert niðri. Þú verður svolítið svona eins og þú sért á sjó eftir þetta og ert svona valtur,“ segir Ari Posocco, matreiðslumaður í Turninum. Starfsfólk í Turninum segir bygginguna hafa vaggað til og frá.vísir/Sigurjón Víða féllu hlutir úr hillum eða færðust til í verslunum, líkt og í Fjarðarkaup. „Manni bregður og þegar maður sér allt hristast áttar maður sig á því að þetta var jarðskjálfti,“ segir Ólöf Baldursdóttir, starfsmaður Fjarðarkaupa. Hún segist hafa orðið vör við hristing í hillum. „Já, þetta var svona pínu að færast til í hillunum en ekkert mjög mikið.“ Skjálftinn fannst vel í Hafnarfirði og Kristín Sigurðardóttir, sem var að útbúa sér morgunmat, þegar hann reið yfir segist varla hafa upplifað annað eins. „Ég hugsaði bara, hvað er að gerast. Það fór allt af stað og hringlaði hérna í húsinu. Svo þegar það kom annar stóð mér ekki á sama og fór hérna inn í mitt húsið og heyrði bara að það var allt að detta einhvers staðar. Það skemmdist einn hlutur af öllu sem datt hjá mér,“ segir Kristín. Guðbjörg Dögg Gunnarsdóttir, skólastjóri í Lækjarskóla í Hafnarfirði.vísir/Sigurjón Það var starfsdagur í skólum í Hafnarfirði í dag en skólastjóri segir að kennurum hafi verið brugðið. „Rúðurnar gengu til og frá og við reyndum að finna bita til að standa undir þegar þessir lengstu skjálftar voru,“ segir Dögg Gunnarsdóttir, skólastjóri í Lækjarskóla, og bætir við að það hafi verið nokkuð óþægilegt til þess að hugsa að nemdendur væru jafnvel einir heima á starfsdegi. „Einhverjir starfsmenn fóru heim en þeir sem voru eftir þeir eru bara saman inni og eru bara saman í hópum af því þetta fór misvel í fólk,“ segir Dögg.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Kópavogur Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira