Norðurlöndin án jarðefnaeldsneytis Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 12:00 Á Norðurlöndum erum við stolt af því að vera í fararbroddi á sviði umhverfismála. Við erum stolt af því að fyrsta umhverfisráðstefna Sameinuðu þjóðanna um umhverfismál var haldin í Stokkhólmi árið 1972 og að um allan heim er iðulega horft til okkar landa þegar kemur að því að finna lausnir í umhverfismálum. Þegar leiðtogar okkar tala um umhverfismál er hlutstað. Þessi staða felur í sér sérstaka ábyrgð þegar kemur að loftslagsvandanum sem heimurinn tekst nú á við. Við undirrituð norræn umhverfisverndarsamtök skorum því á Norðurlöndin taka forystu og verða fyrsta svæðið í heiminum til að losa sig alfarið við jarðefnaeldsneyti. En það krefst sterkrar forystu, viljastyrk og ekki síst aðgerða. Áskorunina þekkjum við flest vel. Stærsti einstaki sökudólgur þegar kemur að hættulegum loftslagsbreytingum af mannavöldum er notkun jarðefnaeldsneytis. Því verður að hætta notkun þess, og það fljótt. Lokadagsetning olíuframleiðslu Nánast öll lönd hafa viðurkennt og skuldbundið sig því markmiði Parísarsamkomulagsins að takmarka hlýnun jarðar við 2°C. En þær aðgerðir sem þarf til að ná því marki eru ekki enn komnar fram og staðan er því í raun afar slæm: heimurinn er að óbreyttu á leið í ástand þar sem meðalhiti jarðar hækkar um að minnsta kosti 4 gráður. Raungerist það verða afleiðingar fyrir allt mannkynið og jörðina ólýsanlegar og hrikalegar. Tvö Norðurlanda stunda olíuframleiðslu. Danmörk hefur nýlega ákveðið lokadagsetningu olíuframleiðslu sinnar. Noregur ætti að gera slíkt hið sama. Að auki er nokkur munur á Norðurlöndunum hvað varðar magn og ástæður losunar gróðurhúsalofttegunda. Sameiginlegt öllum Norðurlöndunum er að við höfum einstakt velferðarsamfélag og norrænir borgarar eru almennt vel upplýstir og ábyrgir. Um 27 milljónir íbúa hér í norðrinu hafa því bæði getu og skyldu til að hætta notkun jarðefnaeldsneytis innan eins eða tveggja áratuga - jafnvel löngu fyrir 2050. Í Svíþjóð og á Íslandi miðum við við 2030, á Álandseyjum og Finnlandi 2035 og í Danmörku, Noregi 2040, varðandi hvenær löndin verði kolefnishlutlaus. Þetta er algjörlega í samræmi við þá framsæknu framtíðarsýn sem birtist í tillögu sem þingmenn Norðurlandaráðs lögðu fram í september 2020. Þar kalla þingmennirnir eftir lokadegi fyrir notkun jarðefnaeldsneytis á Norðurlöndum og að norrænu ríkisstjórnirnar samræmi dagsetningar. Þeir vilja að lýðræðislega kjörnir fulltrúar okkar komi sér saman um dagsetningu þegar Norðurlönd, sem fyrsta svæðið í heiminum, verði laus við jarðefnaeldsneyti. Fyrsta svæði í heiminum Í sameiginlegri áskorun höfum við umhverfisverndarsamtök með um hálfa milljón félaga lagt að leiðtogum Norðurlanda og loftslagsráðherrum að sýna þessa ábyrgð. Tæknin er til staðar og fyrirtæki og fjárfestar bíða eftir skýrum pólitískum skilaboðum. Það ætti að vera enn frekari hvati til aðgerða, að með því að vera skrefi á undan öðrum löndum aukum við samkeppnishæfni landa okkar í heimi sem óhjákvæmilega þarf að taka á þessum vanda. Það borgar sig að vera fyrstur, bæði siðferðilega og efnahagslega. Það ætti einnig að vera pólitískur hvati til þessara aðgerða, að við erum að falla á tíma ef aðgerðir ná ekki þeim krafti sem er nauðsynlegur til að ná löngu tímabærum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Að bíða er það sama og að varpa byrðinni á næstu kynslóð - kynslóð sem lengi hefur reynt að ná áheyrn stjórnmálamanna með verkföllum í skólanum, námsmannahreyfingum og annars konar aðgerðum. Fyrir þá kynslóð er alvaran kristaltær. Aðgerða er þörf núna strax ef sú kynslóð og börn þeirra eiga að fá sömu tækifæri og kynslóðirnar á undan þeim erfðu. Þess vegna verða Norðurlöndin, sem fyrsta svæði í heiminum, að setja dagsetningu fyrir jarðefnaeldsneytislausa framtíð, svo að við getum afhent öllum afkomendum okkar fallega og byggilega jörð. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar, en greinin er sameiginleg frá Landsvernd og norrænum systursamtökum Landverndar. Danmarks Naturfredningsforening Suomen luonnonsuojeluliitto Landvernd, landgræðslu- og umhverfisverndarsamtök Íslands Norges Naturvernforbund Sveriges Naturskyddsforening Ålands Natur och Miljö Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Umhverfismál Bensín og olía Orkumál Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á Norðurlöndum erum við stolt af því að vera í fararbroddi á sviði umhverfismála. Við erum stolt af því að fyrsta umhverfisráðstefna Sameinuðu þjóðanna um umhverfismál var haldin í Stokkhólmi árið 1972 og að um allan heim er iðulega horft til okkar landa þegar kemur að því að finna lausnir í umhverfismálum. Þegar leiðtogar okkar tala um umhverfismál er hlutstað. Þessi staða felur í sér sérstaka ábyrgð þegar kemur að loftslagsvandanum sem heimurinn tekst nú á við. Við undirrituð norræn umhverfisverndarsamtök skorum því á Norðurlöndin taka forystu og verða fyrsta svæðið í heiminum til að losa sig alfarið við jarðefnaeldsneyti. En það krefst sterkrar forystu, viljastyrk og ekki síst aðgerða. Áskorunina þekkjum við flest vel. Stærsti einstaki sökudólgur þegar kemur að hættulegum loftslagsbreytingum af mannavöldum er notkun jarðefnaeldsneytis. Því verður að hætta notkun þess, og það fljótt. Lokadagsetning olíuframleiðslu Nánast öll lönd hafa viðurkennt og skuldbundið sig því markmiði Parísarsamkomulagsins að takmarka hlýnun jarðar við 2°C. En þær aðgerðir sem þarf til að ná því marki eru ekki enn komnar fram og staðan er því í raun afar slæm: heimurinn er að óbreyttu á leið í ástand þar sem meðalhiti jarðar hækkar um að minnsta kosti 4 gráður. Raungerist það verða afleiðingar fyrir allt mannkynið og jörðina ólýsanlegar og hrikalegar. Tvö Norðurlanda stunda olíuframleiðslu. Danmörk hefur nýlega ákveðið lokadagsetningu olíuframleiðslu sinnar. Noregur ætti að gera slíkt hið sama. Að auki er nokkur munur á Norðurlöndunum hvað varðar magn og ástæður losunar gróðurhúsalofttegunda. Sameiginlegt öllum Norðurlöndunum er að við höfum einstakt velferðarsamfélag og norrænir borgarar eru almennt vel upplýstir og ábyrgir. Um 27 milljónir íbúa hér í norðrinu hafa því bæði getu og skyldu til að hætta notkun jarðefnaeldsneytis innan eins eða tveggja áratuga - jafnvel löngu fyrir 2050. Í Svíþjóð og á Íslandi miðum við við 2030, á Álandseyjum og Finnlandi 2035 og í Danmörku, Noregi 2040, varðandi hvenær löndin verði kolefnishlutlaus. Þetta er algjörlega í samræmi við þá framsæknu framtíðarsýn sem birtist í tillögu sem þingmenn Norðurlandaráðs lögðu fram í september 2020. Þar kalla þingmennirnir eftir lokadegi fyrir notkun jarðefnaeldsneytis á Norðurlöndum og að norrænu ríkisstjórnirnar samræmi dagsetningar. Þeir vilja að lýðræðislega kjörnir fulltrúar okkar komi sér saman um dagsetningu þegar Norðurlönd, sem fyrsta svæðið í heiminum, verði laus við jarðefnaeldsneyti. Fyrsta svæði í heiminum Í sameiginlegri áskorun höfum við umhverfisverndarsamtök með um hálfa milljón félaga lagt að leiðtogum Norðurlanda og loftslagsráðherrum að sýna þessa ábyrgð. Tæknin er til staðar og fyrirtæki og fjárfestar bíða eftir skýrum pólitískum skilaboðum. Það ætti að vera enn frekari hvati til aðgerða, að með því að vera skrefi á undan öðrum löndum aukum við samkeppnishæfni landa okkar í heimi sem óhjákvæmilega þarf að taka á þessum vanda. Það borgar sig að vera fyrstur, bæði siðferðilega og efnahagslega. Það ætti einnig að vera pólitískur hvati til þessara aðgerða, að við erum að falla á tíma ef aðgerðir ná ekki þeim krafti sem er nauðsynlegur til að ná löngu tímabærum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Að bíða er það sama og að varpa byrðinni á næstu kynslóð - kynslóð sem lengi hefur reynt að ná áheyrn stjórnmálamanna með verkföllum í skólanum, námsmannahreyfingum og annars konar aðgerðum. Fyrir þá kynslóð er alvaran kristaltær. Aðgerða er þörf núna strax ef sú kynslóð og börn þeirra eiga að fá sömu tækifæri og kynslóðirnar á undan þeim erfðu. Þess vegna verða Norðurlöndin, sem fyrsta svæði í heiminum, að setja dagsetningu fyrir jarðefnaeldsneytislausa framtíð, svo að við getum afhent öllum afkomendum okkar fallega og byggilega jörð. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar, en greinin er sameiginleg frá Landsvernd og norrænum systursamtökum Landverndar. Danmarks Naturfredningsforening Suomen luonnonsuojeluliitto Landvernd, landgræðslu- og umhverfisverndarsamtök Íslands Norges Naturvernforbund Sveriges Naturskyddsforening Ålands Natur och Miljö
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun