Ekki skuli nota faraldurinn til að skerða mannréttindi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. febrúar 2021 13:45 Guðlaugur Þór ávarpaði mannréttindaráðið með þessa stórfínu landslagsmynd í bakgrunni. Vísir/Utanríkisráðuneytið Staða mannréttindamála í Rússlandi er áhyggjuefni. Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er hann ávarpaði mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í dag. Ráðherra fór yfir víðan völl í ræðu sinni og kallaði meðal annars eftir því að Rússar, sem voru nýverið kjörnir í ráðið, myndu nýta sæti sitt í ráðinu til þess að taka upp nýja nálgun innanlands. Óskaði hann þess að mannréttindi allra Rússa yrðu virt, meðal annars tjáningarfrelsi og rétturinn til mótmæla. Mikill fjöldi mótmælenda hefur verið handtekinn í Rússlandi á árinu vegna handtöku og dóms yfir stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Hefur Guðlaugur Þór, líkt og aðrir utanríkisráðherrar á Vesturlöndum, kallað eftir því að hann verði leystur úr haldi. Varhugaverð þróun Ástandið í Hvíta-Rússlandi og Hong Kong bar einnig á góma. Guðlaugur Þór sagði yfirvöld þar hafa grafið undan lýðræðinu. Í Mjanmar hefði lýðræðinu svo einfaldlega verið kastað í ruslið. „Allt of víða sætir fólk ofsóknum vegna trúar sinnar, stjórnmálaskoðana eða kynhneigðar. Blaðamenn og fólk sem berst fyrir mannréttindum leggur líf sitt að veði í baráttunni gegn slíku óréttlæti. Það er sameiginleg skylda okkar að standa vörð um mannréttindi og frelsi allra,“ sagði Guðlaugur Þór. Íslandi þakkað fyrir Þá horfði ráðherra aftur til ársins 2019. Nánar tiltekið til sameiginlegrar yfirlýsingar um stöðu mannréttinda í Sádi-Arabíu þar sem minnst var á Loujain al-Hathloul, 31 árs gamla konu sem hefur barist fyrir réttindum kvenna í landinu og var handtekin árið 2018. „Við fögnum ákvörðun sádiarabískra stjórnvalda að svara kalli alþjóðasamfélagsins um að leysa hana úr haldi. Ég vona að þetta sé fyrirboði um raunverulegar umbætur og bætta stöðu kvenna og mannréttindabaráttufólks í Sádi-Arabíu,“ sagði Guðlaugur Þór. Lina al-Hathloul, systir Loujain, þakkaði fyrir stuðninginn á Twitter. brighter days for the women and human rights defenders of Saudi Arabia. Thank you Iceland for encouraging positive changes from the start. We are grateful for your support — Lina Alhathloul (@LinaAlhathloul) February 23, 2021 Skert frelsi í skugga Covid Kórónuveirufaraldurinn rataði einnig í ávarp utanríkisráðherra. „Það er enginn vafi um það að faraldur Covid-19 hefur reynst mikil áskorun fyrir ríkisstjórnir jafnt sem almenna borgara. Það er erfitt að finna rétt jafnvægi á milli takmarkana og frelsis.“ Hann sagði að ekki mætti nýta faraldurinn til þess að réttlæta langvarandi skorður á réttindi og frelsi. „Við þurfum að svara slíkum tilraunum og verðum að standa vörð um frið og öryggi, lög og reglu og mannréttindi, meðal annars réttindi kvenna og hinsegin fólks.“ Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Ísland í mannréttindaráði SÞ Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Ráðherra fór yfir víðan völl í ræðu sinni og kallaði meðal annars eftir því að Rússar, sem voru nýverið kjörnir í ráðið, myndu nýta sæti sitt í ráðinu til þess að taka upp nýja nálgun innanlands. Óskaði hann þess að mannréttindi allra Rússa yrðu virt, meðal annars tjáningarfrelsi og rétturinn til mótmæla. Mikill fjöldi mótmælenda hefur verið handtekinn í Rússlandi á árinu vegna handtöku og dóms yfir stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Hefur Guðlaugur Þór, líkt og aðrir utanríkisráðherrar á Vesturlöndum, kallað eftir því að hann verði leystur úr haldi. Varhugaverð þróun Ástandið í Hvíta-Rússlandi og Hong Kong bar einnig á góma. Guðlaugur Þór sagði yfirvöld þar hafa grafið undan lýðræðinu. Í Mjanmar hefði lýðræðinu svo einfaldlega verið kastað í ruslið. „Allt of víða sætir fólk ofsóknum vegna trúar sinnar, stjórnmálaskoðana eða kynhneigðar. Blaðamenn og fólk sem berst fyrir mannréttindum leggur líf sitt að veði í baráttunni gegn slíku óréttlæti. Það er sameiginleg skylda okkar að standa vörð um mannréttindi og frelsi allra,“ sagði Guðlaugur Þór. Íslandi þakkað fyrir Þá horfði ráðherra aftur til ársins 2019. Nánar tiltekið til sameiginlegrar yfirlýsingar um stöðu mannréttinda í Sádi-Arabíu þar sem minnst var á Loujain al-Hathloul, 31 árs gamla konu sem hefur barist fyrir réttindum kvenna í landinu og var handtekin árið 2018. „Við fögnum ákvörðun sádiarabískra stjórnvalda að svara kalli alþjóðasamfélagsins um að leysa hana úr haldi. Ég vona að þetta sé fyrirboði um raunverulegar umbætur og bætta stöðu kvenna og mannréttindabaráttufólks í Sádi-Arabíu,“ sagði Guðlaugur Þór. Lina al-Hathloul, systir Loujain, þakkaði fyrir stuðninginn á Twitter. brighter days for the women and human rights defenders of Saudi Arabia. Thank you Iceland for encouraging positive changes from the start. We are grateful for your support — Lina Alhathloul (@LinaAlhathloul) February 23, 2021 Skert frelsi í skugga Covid Kórónuveirufaraldurinn rataði einnig í ávarp utanríkisráðherra. „Það er enginn vafi um það að faraldur Covid-19 hefur reynst mikil áskorun fyrir ríkisstjórnir jafnt sem almenna borgara. Það er erfitt að finna rétt jafnvægi á milli takmarkana og frelsis.“ Hann sagði að ekki mætti nýta faraldurinn til þess að réttlæta langvarandi skorður á réttindi og frelsi. „Við þurfum að svara slíkum tilraunum og verðum að standa vörð um frið og öryggi, lög og reglu og mannréttindi, meðal annars réttindi kvenna og hinsegin fólks.“
Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Ísland í mannréttindaráði SÞ Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira