Arnar Daði: Við erum bara f******* góðir Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. febrúar 2021 21:26 Grótta - ÍR Olís deild karla vetur 2021 handbolti HSÍ „Þetta er bara frábær sigur, og ég var að segja við strákana að þetta er ekkert sjálfsagt,“ sagði Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttu eftir sigurinn gegn Selfoss í kvöld. „Miðað við hvað strákarnir eru tilbúnir að leggja á sig og hversu vel undirbúnir strákarnir eru fyrir hvern leik og vinnusemin og allt það þá er þetta kannski ekkert skrítið. Handbolti snýst um að berjast og vera skynsamir og hafa trú á verkefninu, þetta eru ótrúlegir gæjar.“ Mikið jafnræði var með liðunum fyrsta korterið en svo hægt og bítandi tók Grótta völdin og náði góðu forskoti sem þeir létu aldrei af hendi. „Við erum búnir að mæta til leiks í alla leiki hingað til og kannski bara einhver smá skrekkur í byrjun. Auðvitað verður maður að hafa trú á því að maður geti unnið Selfoss, þetta er náttúrulega Íslandsmeistaralið og eitt dýrasta lið landsins þannig við þurfum bara að hafa trú á þessu. Við sjáum svo bara eftir korter að við erum í leik og förum að hafa trú á þessu og við erum bara fokking góðir. Maður reynir að kalla eftir trúnni alla vikuna og þegar að þeir sjá það í miðjum leik, til hvers að hætta þá?“ Grótta spilar gegn Haukum í næsta leik og Arnar talaði stuttlega um hann. „Það eru komnir tveir sigurleikir í röð núna, bæði á móti Fram og Selfoss og Haukarnir eru næstir. Þeir eru eitt af betri liðum landsins þannig að það verður erfitt en við ætlum að reyna að vera eins undirbúnir og við getum fyrir þann leik en maður veit aldrei hvernig leikurinn þróast fyrir fram en við ætlum að vera tilbúnir og grípa tækifærið þegar það gefst.“ Arnar Daði vildi svo ekkert hugsa of mikið út í stöðuna í töflunni, en Grótta getur nú með nokkrum góðum úrslitum í viðbót gert atlögu að úrslitakeppninni. „Ég gerði smá mistök fyrir Þórsleikinn með því að horfa aðeins upp fyrir okkur, en ég talaði um það strax eftir þann leik að við þyrftum að finna grunninn og fylgja okkar gildum og eins ógeðslega leiðinlegt og það hljómar, taka einn leik í einu. Það er bara þannig, við erum að taka einn leik í einu og við reynum að vera tilbúnir fyrir hvern leik. Ég veit að það er viðbjóðslegt að heyra þetta en það er það sem er að koma okkur á þann stað sem við erum, við erum ekkert að hugsa eitthvað lengra.“ Olís-deild karla Grótta Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Grótta 20-26 | Grótta skellti heimamönnum Grótta vann í kvöld sterkan sex marka sigur gegn Selfoss í Hleðsluhöllinni, lokatölur 20-26. Stefán Huldar átti stórleik í marki Gróttu og var með 19 varin skot, eða um 49% markvörslu. Gestirnir voru sterkari aðilinn stærstan hluta leiksins og sigurinn verðskuldaður gegn ríkjandi Íslandsmeisturum. 22. febrúar 2021 20:53 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Sjá meira
„Miðað við hvað strákarnir eru tilbúnir að leggja á sig og hversu vel undirbúnir strákarnir eru fyrir hvern leik og vinnusemin og allt það þá er þetta kannski ekkert skrítið. Handbolti snýst um að berjast og vera skynsamir og hafa trú á verkefninu, þetta eru ótrúlegir gæjar.“ Mikið jafnræði var með liðunum fyrsta korterið en svo hægt og bítandi tók Grótta völdin og náði góðu forskoti sem þeir létu aldrei af hendi. „Við erum búnir að mæta til leiks í alla leiki hingað til og kannski bara einhver smá skrekkur í byrjun. Auðvitað verður maður að hafa trú á því að maður geti unnið Selfoss, þetta er náttúrulega Íslandsmeistaralið og eitt dýrasta lið landsins þannig við þurfum bara að hafa trú á þessu. Við sjáum svo bara eftir korter að við erum í leik og förum að hafa trú á þessu og við erum bara fokking góðir. Maður reynir að kalla eftir trúnni alla vikuna og þegar að þeir sjá það í miðjum leik, til hvers að hætta þá?“ Grótta spilar gegn Haukum í næsta leik og Arnar talaði stuttlega um hann. „Það eru komnir tveir sigurleikir í röð núna, bæði á móti Fram og Selfoss og Haukarnir eru næstir. Þeir eru eitt af betri liðum landsins þannig að það verður erfitt en við ætlum að reyna að vera eins undirbúnir og við getum fyrir þann leik en maður veit aldrei hvernig leikurinn þróast fyrir fram en við ætlum að vera tilbúnir og grípa tækifærið þegar það gefst.“ Arnar Daði vildi svo ekkert hugsa of mikið út í stöðuna í töflunni, en Grótta getur nú með nokkrum góðum úrslitum í viðbót gert atlögu að úrslitakeppninni. „Ég gerði smá mistök fyrir Þórsleikinn með því að horfa aðeins upp fyrir okkur, en ég talaði um það strax eftir þann leik að við þyrftum að finna grunninn og fylgja okkar gildum og eins ógeðslega leiðinlegt og það hljómar, taka einn leik í einu. Það er bara þannig, við erum að taka einn leik í einu og við reynum að vera tilbúnir fyrir hvern leik. Ég veit að það er viðbjóðslegt að heyra þetta en það er það sem er að koma okkur á þann stað sem við erum, við erum ekkert að hugsa eitthvað lengra.“
Olís-deild karla Grótta Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Grótta 20-26 | Grótta skellti heimamönnum Grótta vann í kvöld sterkan sex marka sigur gegn Selfoss í Hleðsluhöllinni, lokatölur 20-26. Stefán Huldar átti stórleik í marki Gróttu og var með 19 varin skot, eða um 49% markvörslu. Gestirnir voru sterkari aðilinn stærstan hluta leiksins og sigurinn verðskuldaður gegn ríkjandi Íslandsmeisturum. 22. febrúar 2021 20:53 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Grótta 20-26 | Grótta skellti heimamönnum Grótta vann í kvöld sterkan sex marka sigur gegn Selfoss í Hleðsluhöllinni, lokatölur 20-26. Stefán Huldar átti stórleik í marki Gróttu og var með 19 varin skot, eða um 49% markvörslu. Gestirnir voru sterkari aðilinn stærstan hluta leiksins og sigurinn verðskuldaður gegn ríkjandi Íslandsmeisturum. 22. febrúar 2021 20:53