Arnar Daði: Við erum bara f******* góðir Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. febrúar 2021 21:26 Grótta - ÍR Olís deild karla vetur 2021 handbolti HSÍ „Þetta er bara frábær sigur, og ég var að segja við strákana að þetta er ekkert sjálfsagt,“ sagði Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttu eftir sigurinn gegn Selfoss í kvöld. „Miðað við hvað strákarnir eru tilbúnir að leggja á sig og hversu vel undirbúnir strákarnir eru fyrir hvern leik og vinnusemin og allt það þá er þetta kannski ekkert skrítið. Handbolti snýst um að berjast og vera skynsamir og hafa trú á verkefninu, þetta eru ótrúlegir gæjar.“ Mikið jafnræði var með liðunum fyrsta korterið en svo hægt og bítandi tók Grótta völdin og náði góðu forskoti sem þeir létu aldrei af hendi. „Við erum búnir að mæta til leiks í alla leiki hingað til og kannski bara einhver smá skrekkur í byrjun. Auðvitað verður maður að hafa trú á því að maður geti unnið Selfoss, þetta er náttúrulega Íslandsmeistaralið og eitt dýrasta lið landsins þannig við þurfum bara að hafa trú á þessu. Við sjáum svo bara eftir korter að við erum í leik og förum að hafa trú á þessu og við erum bara fokking góðir. Maður reynir að kalla eftir trúnni alla vikuna og þegar að þeir sjá það í miðjum leik, til hvers að hætta þá?“ Grótta spilar gegn Haukum í næsta leik og Arnar talaði stuttlega um hann. „Það eru komnir tveir sigurleikir í röð núna, bæði á móti Fram og Selfoss og Haukarnir eru næstir. Þeir eru eitt af betri liðum landsins þannig að það verður erfitt en við ætlum að reyna að vera eins undirbúnir og við getum fyrir þann leik en maður veit aldrei hvernig leikurinn þróast fyrir fram en við ætlum að vera tilbúnir og grípa tækifærið þegar það gefst.“ Arnar Daði vildi svo ekkert hugsa of mikið út í stöðuna í töflunni, en Grótta getur nú með nokkrum góðum úrslitum í viðbót gert atlögu að úrslitakeppninni. „Ég gerði smá mistök fyrir Þórsleikinn með því að horfa aðeins upp fyrir okkur, en ég talaði um það strax eftir þann leik að við þyrftum að finna grunninn og fylgja okkar gildum og eins ógeðslega leiðinlegt og það hljómar, taka einn leik í einu. Það er bara þannig, við erum að taka einn leik í einu og við reynum að vera tilbúnir fyrir hvern leik. Ég veit að það er viðbjóðslegt að heyra þetta en það er það sem er að koma okkur á þann stað sem við erum, við erum ekkert að hugsa eitthvað lengra.“ Olís-deild karla Grótta Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Grótta 20-26 | Grótta skellti heimamönnum Grótta vann í kvöld sterkan sex marka sigur gegn Selfoss í Hleðsluhöllinni, lokatölur 20-26. Stefán Huldar átti stórleik í marki Gróttu og var með 19 varin skot, eða um 49% markvörslu. Gestirnir voru sterkari aðilinn stærstan hluta leiksins og sigurinn verðskuldaður gegn ríkjandi Íslandsmeisturum. 22. febrúar 2021 20:53 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
„Miðað við hvað strákarnir eru tilbúnir að leggja á sig og hversu vel undirbúnir strákarnir eru fyrir hvern leik og vinnusemin og allt það þá er þetta kannski ekkert skrítið. Handbolti snýst um að berjast og vera skynsamir og hafa trú á verkefninu, þetta eru ótrúlegir gæjar.“ Mikið jafnræði var með liðunum fyrsta korterið en svo hægt og bítandi tók Grótta völdin og náði góðu forskoti sem þeir létu aldrei af hendi. „Við erum búnir að mæta til leiks í alla leiki hingað til og kannski bara einhver smá skrekkur í byrjun. Auðvitað verður maður að hafa trú á því að maður geti unnið Selfoss, þetta er náttúrulega Íslandsmeistaralið og eitt dýrasta lið landsins þannig við þurfum bara að hafa trú á þessu. Við sjáum svo bara eftir korter að við erum í leik og förum að hafa trú á þessu og við erum bara fokking góðir. Maður reynir að kalla eftir trúnni alla vikuna og þegar að þeir sjá það í miðjum leik, til hvers að hætta þá?“ Grótta spilar gegn Haukum í næsta leik og Arnar talaði stuttlega um hann. „Það eru komnir tveir sigurleikir í röð núna, bæði á móti Fram og Selfoss og Haukarnir eru næstir. Þeir eru eitt af betri liðum landsins þannig að það verður erfitt en við ætlum að reyna að vera eins undirbúnir og við getum fyrir þann leik en maður veit aldrei hvernig leikurinn þróast fyrir fram en við ætlum að vera tilbúnir og grípa tækifærið þegar það gefst.“ Arnar Daði vildi svo ekkert hugsa of mikið út í stöðuna í töflunni, en Grótta getur nú með nokkrum góðum úrslitum í viðbót gert atlögu að úrslitakeppninni. „Ég gerði smá mistök fyrir Þórsleikinn með því að horfa aðeins upp fyrir okkur, en ég talaði um það strax eftir þann leik að við þyrftum að finna grunninn og fylgja okkar gildum og eins ógeðslega leiðinlegt og það hljómar, taka einn leik í einu. Það er bara þannig, við erum að taka einn leik í einu og við reynum að vera tilbúnir fyrir hvern leik. Ég veit að það er viðbjóðslegt að heyra þetta en það er það sem er að koma okkur á þann stað sem við erum, við erum ekkert að hugsa eitthvað lengra.“
Olís-deild karla Grótta Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Grótta 20-26 | Grótta skellti heimamönnum Grótta vann í kvöld sterkan sex marka sigur gegn Selfoss í Hleðsluhöllinni, lokatölur 20-26. Stefán Huldar átti stórleik í marki Gróttu og var með 19 varin skot, eða um 49% markvörslu. Gestirnir voru sterkari aðilinn stærstan hluta leiksins og sigurinn verðskuldaður gegn ríkjandi Íslandsmeisturum. 22. febrúar 2021 20:53 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Grótta 20-26 | Grótta skellti heimamönnum Grótta vann í kvöld sterkan sex marka sigur gegn Selfoss í Hleðsluhöllinni, lokatölur 20-26. Stefán Huldar átti stórleik í marki Gróttu og var með 19 varin skot, eða um 49% markvörslu. Gestirnir voru sterkari aðilinn stærstan hluta leiksins og sigurinn verðskuldaður gegn ríkjandi Íslandsmeisturum. 22. febrúar 2021 20:53