Dæmdur í tveggja ára fangelsi og til að greiða brotaþola 1,8 milljónir eftir nauðgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. febrúar 2021 21:58 Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms í málinu. vísir/hanna Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Austurlands um að Wiktor Tomasz W. Tómasson skyldi sæta tveggja ára fangelsisvist vegna kynferðislegrar áreitni og nauðgunar auk þess sem hann skyldi greiða brotaþola 1,8 milljónir króna í miskabætur. Fram kemur í dómi Landsréttar að aðfaranótt sunnudagsins 12. nóvember 2017 hafi brotaþolinn og Wiktor farið heim til hennar eftir að hafa verið á skemmtistað. Þau voru ekki ein heima hjá henni heldur kom þangað nokkur hópur fólks og af varð teiti sem varði nokkuð lengi. Lögregla var á heimilinu fyrr um morguninn Þegar leið á morgun fór brotaþoli að sofa í herbergi sínu á efri hæð heimils hennar en enn voru nokkrir gestir á neðri hæðinni, þar á meðal Wiktor og nokkrir vinir konunnar. Wiktor og vinur konunnar, sem kallaður er X, áttu í einhverjum orðaskiptum og kastaðist í kekki milli þeirra. Það endaði þannig að Wiktor sló X hnefahöggi í andlitið með þeim afleiðingum að hann kjálkabrotnaði. Hringt var á lögreglu sem kom á staðinn korter yfir átta um morguninn og var X fluttur til aðhlynningar á heilsugæslu. Wiktor ásamt þremur öðrum gestum og konunni voru enn í húsinu á þeim tímapunkti. Lögreglan kom aftur að húsinu klukkan hálf tíu þennan morgun þar sem lögregla tók ljósmyndir innandyra vegna slagsmálanna. Þá var Wiktor sofandi í stofunni og annar maður var sofandi í öðrum sófa í stofunni. Eftir að lögregla yfirgaf heimilið fór Wiktor upp í herbergi til brotaþola. Hún bar fyrir héraðsdómi að hún hafi vaknað við það að ákærði hafi reynt að lyfta henni úr rúminu. Hún hafi verið hálfsofandi og drukkin og því ekki rankað nógu vel við sér. Þegar hún rankaði aftur við sér hafði ákærði tekið niður brjóstarhaldara hennar og var að sleikja eða sjúga hægri geirvörtu hennar. Brotaþoli og Wiktor voru ekki ein í herberginu, en vinkona brotaþola var þar sofandi en vaknaði við atvikið. Hún sagði honum að fara út úr herberginu og hótaði að hringja á lögregluna. Hafði læst hurðinni fyrir brotið Eftir atvikið fór brotaþoli aftur að sofa en vaknaði svo við að Wiktor var kominn upp í rúm til hennar. Hann var þá með fingur í leggöngum hennar og var að kyssa hana á hálsin. Hann snerti einnig á henni brjóstin með munninum. Konan lýsti því fyrir héraðsdómi að hún hafi verið hálf sofandi og það hafi tekið hana nokkra stunda að vakna. Þegar hún hafi loks vaknað almennilega hafi ákæri lagst niður og þóst vera sofandi. Eftir að brotaþoli hafði náð að stönglast út úr rúminu tók hún veski Wiktors sem lá á náttborði en við það vaknaði hann og krafðist þess að fá veskið. Þegar hún sagði honum að hann fengi það ekki fyrr en hann klæddi sig og færi út hrópaði hann að henni fúkyrðum og þegar hún reyndi að yfirgefa herbergið komst hún að því að hann hafði læst hurðinni. Í kjölfarið leitaði brotaþoli til Neyðarmóttöku Landspítala þar sem henni var vísað í sálfræðilegt mat og áfallahjálp. Í samantekt sálfræðings kemur fram að hún hafi sýnt einkenni áfallastreitu sem þekkt eru hjá fólk sem hafi upplifað alvarleg áhrif svo sem nauðgun. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Óku á yfir 60 og missa ökuréttindin Innlent Hreinsanir hafnar í Íran Erlent Twitter-morðinginn tekinn af lífi Erlent Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Erlent Ákærð fyrir að frelsissvipta dreng eftir dyraat Innlent Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Innlent Svona verða bílastæðagjöldin hjá Háskóla Íslands Innlent Stærsti árgangur sögunnar fer í framhaldsskóla: „Það verður þétt setið í skólastofunni“ Innlent Gerðu úttekt á skrifstofu Ríkissáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Helgi leiðir nefnd um atvinnumál í Norðurþingi Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star Kerfið bilaði og atkvæði greidd upp á gamla mátann Ánægja með gjaldfrjálsar skólamáltíðir en fjármögnunin áskorun Verðbólga eykst og Alþingi í óvissu Gerðu úttekt á skrifstofu Ríkissáttasemjara Stærsti árgangur sögunnar fer í framhaldsskóla: „Það verður þétt setið í skólastofunni“ Flakk á fylginu og brunamótamatið vanáætlað Lögregla varar við „Nígeríubréfum“ og öðrum netglæpum Veita engar upplýsingar um tilboðið í Háholt Nýju tilboði í Háholt svarað með gagntilboði Tilkynningum til barnaverndar fjölgaði um tíu prósent árið 2024 Tveir skjálftar úti á Reykjaneshrygg Innbrot á veitingastað og grunur um íkveikju í bifreið Veik stofnun skaði fjárhag ríkissjóðs Barnasáttmálinn verið þverbrotinn í barnvænu sveitarfélagi Þorgerður niðurlægi konur með því að kalla Trump heillandi „Menn eru alla vega að vinna með sömu tölu“ Sögulegur NATO-fundur, umræðumet í uppsiglingu og afmæli í Heiðmörk „Þetta er svona hús sem er alltaf verið að flytja í og úr“ Bíll valt í Kópavogi Líkir veiðigjaldaáformum við sóvéska eignaupptöku Sjá meira
Fram kemur í dómi Landsréttar að aðfaranótt sunnudagsins 12. nóvember 2017 hafi brotaþolinn og Wiktor farið heim til hennar eftir að hafa verið á skemmtistað. Þau voru ekki ein heima hjá henni heldur kom þangað nokkur hópur fólks og af varð teiti sem varði nokkuð lengi. Lögregla var á heimilinu fyrr um morguninn Þegar leið á morgun fór brotaþoli að sofa í herbergi sínu á efri hæð heimils hennar en enn voru nokkrir gestir á neðri hæðinni, þar á meðal Wiktor og nokkrir vinir konunnar. Wiktor og vinur konunnar, sem kallaður er X, áttu í einhverjum orðaskiptum og kastaðist í kekki milli þeirra. Það endaði þannig að Wiktor sló X hnefahöggi í andlitið með þeim afleiðingum að hann kjálkabrotnaði. Hringt var á lögreglu sem kom á staðinn korter yfir átta um morguninn og var X fluttur til aðhlynningar á heilsugæslu. Wiktor ásamt þremur öðrum gestum og konunni voru enn í húsinu á þeim tímapunkti. Lögreglan kom aftur að húsinu klukkan hálf tíu þennan morgun þar sem lögregla tók ljósmyndir innandyra vegna slagsmálanna. Þá var Wiktor sofandi í stofunni og annar maður var sofandi í öðrum sófa í stofunni. Eftir að lögregla yfirgaf heimilið fór Wiktor upp í herbergi til brotaþola. Hún bar fyrir héraðsdómi að hún hafi vaknað við það að ákærði hafi reynt að lyfta henni úr rúminu. Hún hafi verið hálfsofandi og drukkin og því ekki rankað nógu vel við sér. Þegar hún rankaði aftur við sér hafði ákærði tekið niður brjóstarhaldara hennar og var að sleikja eða sjúga hægri geirvörtu hennar. Brotaþoli og Wiktor voru ekki ein í herberginu, en vinkona brotaþola var þar sofandi en vaknaði við atvikið. Hún sagði honum að fara út úr herberginu og hótaði að hringja á lögregluna. Hafði læst hurðinni fyrir brotið Eftir atvikið fór brotaþoli aftur að sofa en vaknaði svo við að Wiktor var kominn upp í rúm til hennar. Hann var þá með fingur í leggöngum hennar og var að kyssa hana á hálsin. Hann snerti einnig á henni brjóstin með munninum. Konan lýsti því fyrir héraðsdómi að hún hafi verið hálf sofandi og það hafi tekið hana nokkra stunda að vakna. Þegar hún hafi loks vaknað almennilega hafi ákæri lagst niður og þóst vera sofandi. Eftir að brotaþoli hafði náð að stönglast út úr rúminu tók hún veski Wiktors sem lá á náttborði en við það vaknaði hann og krafðist þess að fá veskið. Þegar hún sagði honum að hann fengi það ekki fyrr en hann klæddi sig og færi út hrópaði hann að henni fúkyrðum og þegar hún reyndi að yfirgefa herbergið komst hún að því að hann hafði læst hurðinni. Í kjölfarið leitaði brotaþoli til Neyðarmóttöku Landspítala þar sem henni var vísað í sálfræðilegt mat og áfallahjálp. Í samantekt sálfræðings kemur fram að hún hafi sýnt einkenni áfallastreitu sem þekkt eru hjá fólk sem hafi upplifað alvarleg áhrif svo sem nauðgun.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Óku á yfir 60 og missa ökuréttindin Innlent Hreinsanir hafnar í Íran Erlent Twitter-morðinginn tekinn af lífi Erlent Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Erlent Ákærð fyrir að frelsissvipta dreng eftir dyraat Innlent Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Innlent Svona verða bílastæðagjöldin hjá Háskóla Íslands Innlent Stærsti árgangur sögunnar fer í framhaldsskóla: „Það verður þétt setið í skólastofunni“ Innlent Gerðu úttekt á skrifstofu Ríkissáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Helgi leiðir nefnd um atvinnumál í Norðurþingi Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star Kerfið bilaði og atkvæði greidd upp á gamla mátann Ánægja með gjaldfrjálsar skólamáltíðir en fjármögnunin áskorun Verðbólga eykst og Alþingi í óvissu Gerðu úttekt á skrifstofu Ríkissáttasemjara Stærsti árgangur sögunnar fer í framhaldsskóla: „Það verður þétt setið í skólastofunni“ Flakk á fylginu og brunamótamatið vanáætlað Lögregla varar við „Nígeríubréfum“ og öðrum netglæpum Veita engar upplýsingar um tilboðið í Háholt Nýju tilboði í Háholt svarað með gagntilboði Tilkynningum til barnaverndar fjölgaði um tíu prósent árið 2024 Tveir skjálftar úti á Reykjaneshrygg Innbrot á veitingastað og grunur um íkveikju í bifreið Veik stofnun skaði fjárhag ríkissjóðs Barnasáttmálinn verið þverbrotinn í barnvænu sveitarfélagi Þorgerður niðurlægi konur með því að kalla Trump heillandi „Menn eru alla vega að vinna með sömu tölu“ Sögulegur NATO-fundur, umræðumet í uppsiglingu og afmæli í Heiðmörk „Þetta er svona hús sem er alltaf verið að flytja í og úr“ Bíll valt í Kópavogi Líkir veiðigjaldaáformum við sóvéska eignaupptöku Sjá meira