Klár í framlínuna eftir seinni sprautuna Kolbeinn Tumi Daðason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 10. febrúar 2021 14:02 Lögreglumenn í framlínu, sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn á höfuðborgarsvæðinu byrjuðu að streyma í Laugardalshöll klukkan 13 í dag þar sem þeir fengu seinni Moderna sprautuna sína. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir að planið hafi verið að bólusetja 400 manns fyrsta klukkutímann og stefndi í að það gengi eftir. Þrátt fyrir að ljóst varð í gær að ekkert yrði af rannsóknarverkefni Pfizer hér á landi, sem hefði kallað á bólusetningu þorra landsmanna með hraði, halda planaðar bólusetningar landsmanna áfram samkvæmt forgangsröðun heilbrigðisráðuneytisins. Að lokinni bólusetningu er mælst til þess að fólk bíði í korter til að sjá hvort alls sé ekki í lagi, hvort nokkurra ofnæmisviðbragða verði vart.Vísir/Vilhelm Byrjað var að bólusetja klukkan 13 var allt farið á fullt þegar fréttastofu bar að garði á öðrum tímanum. „Þetta hefur gengið mjög vel. Við erum að skipuleggja þetta á miklum hraða. Þetta er keyrt hratt og gengur mjög vel,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækningar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 400 manns eru bólusettir á klukkutíma sem svarar til sex til sjö á hverri mínútu.Vísir/Vilhelm Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir stefnt á að bólusetja 400 manns á klukkutíma. „Mér sýnist það svínvirka,“ segir Ragnheiður Ósk. Svipaður hraði verði í bólusetningum á næstunni. Þeir virðast í fínu formi lögreglu-, sjúkraflutninga- og slökkviliðsmennirnir sem mættu í bólusetningu í dag enda krefst starfið þess að þeir séu í góðu líkamlegu ástandi.Vísir/Vilhelm „Við reiknum með því. Það er að koma meira bóluefni og stærri skammtar í einu næstu vikurnar. Það er gott að eiga svona gott skipulag.“ Bóluefni frá Pfizer og Moderna hafa verið notuð undanfarnar vikur til að bólusetja landsmenn. Átta þúsund manns hafa fengið fyrri sprautu og um helmingurinn eru fullkláraðir, bólusettir í bak og fyrir. Sigríður Dóra segir að á morgun verði svo byrjað að bólusetja starfsfólk hjúkrunarheimila með bóluefni frá AstraZeneca. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.vísir/vilhelm Allir verði bólusettir í Laugardalshöll en blöndun ólíkra bóluefna fari fram á ólíkum stöðum. Bólusetning níræðra og eldri er lokið og nú vinni heilsugæslan sig niður listann. Vonir standi til að búið verði að bólusetja alla eldri en sjötíu ára í lok mars. „Nema bóluefni komi hraðar. En svona lítur þetta út í dag,“ segir Sigríður Dóra. Þolinmóðir lögreglumenn að lokinni bólusetningu.vísir/vilhelm Þær segja eitt bráðatilvik hafa komið upp við bólusetningu en þau séu vel viðbúin. „Við erum undirbúin undir bráðaofnæmi,“ segir Sigríður Dóra. Fólk sem er með sögu af bráðaofnæmi fyrir stungum eða lyfjum í æð eigi ekki að þiggja boð um bólusetningu. „Þetta hefur allt gengið mjög vel og við erum undirbúin ef eitthvað fer úrskeiðis.“ Sigríður Dóra Magnúsdóttir er framkvæmdastjóri lækninga hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/egill Stemmningin sé góð á vettvangi bólusetninga fyrir Covid-19 að mati þeirra Ragnheiðar Óskar og Sigríðar Dóru. „Já, það er mikil gleði. Þetta eru skemmtilegir dagar, bólusetningardagarnir hjá okkur,“ segir Ragnheiður Ósk. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira
Þrátt fyrir að ljóst varð í gær að ekkert yrði af rannsóknarverkefni Pfizer hér á landi, sem hefði kallað á bólusetningu þorra landsmanna með hraði, halda planaðar bólusetningar landsmanna áfram samkvæmt forgangsröðun heilbrigðisráðuneytisins. Að lokinni bólusetningu er mælst til þess að fólk bíði í korter til að sjá hvort alls sé ekki í lagi, hvort nokkurra ofnæmisviðbragða verði vart.Vísir/Vilhelm Byrjað var að bólusetja klukkan 13 var allt farið á fullt þegar fréttastofu bar að garði á öðrum tímanum. „Þetta hefur gengið mjög vel. Við erum að skipuleggja þetta á miklum hraða. Þetta er keyrt hratt og gengur mjög vel,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækningar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 400 manns eru bólusettir á klukkutíma sem svarar til sex til sjö á hverri mínútu.Vísir/Vilhelm Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir stefnt á að bólusetja 400 manns á klukkutíma. „Mér sýnist það svínvirka,“ segir Ragnheiður Ósk. Svipaður hraði verði í bólusetningum á næstunni. Þeir virðast í fínu formi lögreglu-, sjúkraflutninga- og slökkviliðsmennirnir sem mættu í bólusetningu í dag enda krefst starfið þess að þeir séu í góðu líkamlegu ástandi.Vísir/Vilhelm „Við reiknum með því. Það er að koma meira bóluefni og stærri skammtar í einu næstu vikurnar. Það er gott að eiga svona gott skipulag.“ Bóluefni frá Pfizer og Moderna hafa verið notuð undanfarnar vikur til að bólusetja landsmenn. Átta þúsund manns hafa fengið fyrri sprautu og um helmingurinn eru fullkláraðir, bólusettir í bak og fyrir. Sigríður Dóra segir að á morgun verði svo byrjað að bólusetja starfsfólk hjúkrunarheimila með bóluefni frá AstraZeneca. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.vísir/vilhelm Allir verði bólusettir í Laugardalshöll en blöndun ólíkra bóluefna fari fram á ólíkum stöðum. Bólusetning níræðra og eldri er lokið og nú vinni heilsugæslan sig niður listann. Vonir standi til að búið verði að bólusetja alla eldri en sjötíu ára í lok mars. „Nema bóluefni komi hraðar. En svona lítur þetta út í dag,“ segir Sigríður Dóra. Þolinmóðir lögreglumenn að lokinni bólusetningu.vísir/vilhelm Þær segja eitt bráðatilvik hafa komið upp við bólusetningu en þau séu vel viðbúin. „Við erum undirbúin undir bráðaofnæmi,“ segir Sigríður Dóra. Fólk sem er með sögu af bráðaofnæmi fyrir stungum eða lyfjum í æð eigi ekki að þiggja boð um bólusetningu. „Þetta hefur allt gengið mjög vel og við erum undirbúin ef eitthvað fer úrskeiðis.“ Sigríður Dóra Magnúsdóttir er framkvæmdastjóri lækninga hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/egill Stemmningin sé góð á vettvangi bólusetninga fyrir Covid-19 að mati þeirra Ragnheiðar Óskar og Sigríðar Dóru. „Já, það er mikil gleði. Þetta eru skemmtilegir dagar, bólusetningardagarnir hjá okkur,“ segir Ragnheiður Ósk.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira