Réttarhöldin yfir Donald Trump hefjast í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2021 06:47 Donald Trump sést hér yfirgefa Hvíta húsið þann 20. janúar síðastliðinn. Hann fór til Flórída og var ekki viðstaddur embættistöku Joes Biden. Getty/Michael Reaves Réttarhöld yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem ákærður er fyrir embættisbrot, hefjast í öldungadeild Bandaríkjaþings í dag. Um miðjan janúar samþykkti fulltrúadeild bandaríska þingsins að ákæra Trump vegna aðkomu hans að árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. Er Trump ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr ákæran sérstaklega að hlutverki hans í því að æsa fólk upp sem á endanum braut sér leið inn í þinghúsið með það að markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Demókratar halda því fram að þeir hafi nóg af sönnunum fyrir sekt forsetans fyrrverandi en verjendur Trumps halda því fram að fólkið sem ruddist inn í þinghúsið hafi gert það að eigin frumkvæði. Þá segja verjendurnir réttarhöldin fáránleg og ekki í samræmi við stjórnarskrá Bandaríkjanna en að því er segir í frétt BBC verður tekist á um það í dag hvort réttarhöldin eigi sér stoð í lögum. Verjendurnir sögðu í yfirlýsingu í gær að réttarhöldin væru ekki í samræmi við stjórnarskrána þar sem Trump væri ekki lengur í embætti heldur væri nú almennur borgari. Ákærendurnir níu, allt þingmenn Demókrata úr fulltrúadeild sem flytja málið, mótmæla þessu og segja að það eigi að draga Trump til ábyrgðar fyrir það sem hann gerði sem forseti. Verjendur og ákærendur munu hvor um sig fá fjóra klukkutíma til þess að fara yfir hvort ákæran standist stjórnarskrá. Við lok dags verða síðan greidd atkvæði um hvort halda skuli áfram með málið fyrir öldungadeildinni. Verði Trump fundinn sekur verður honum meinað að bjóða sig fram í opinbert embætti á ný. Tveir þriðju hinna hundrað öldungadeildarþingmanna þurfa hins vegar að finna hann sekan; fimmtíu þingmenn eru Demókratar en talið er afar ólíklegt að nægilega margir Repúblikanar samþykki að dæma Trump til þess að hann verði fundinn sekur. Trump er fyrsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem ákærður hefur verið tvisvar fyrir brot í embætti. Hann var áður ákærður fyrir embættisbrot í lok árs 2019 eftir að hann reyndi að þvinga Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, til að tilkynna að yfirvöld í Úkraínu væru að rannsaka Joe Biden. Biden var þá líklegastur til að bjóða sig fram gegn Trump. Hann var þá sýknaður af þingmönnum öldungadeildarinnar þar sem Repúblikanar voru í meirihluta. Repúblikaninn Mitt Romney, varð þá fyrsti öldungadeildarþingmaður Bandaríkjanna til að greiða atkvæði gegn forseta í sama flokki. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Um miðjan janúar samþykkti fulltrúadeild bandaríska þingsins að ákæra Trump vegna aðkomu hans að árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. Er Trump ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr ákæran sérstaklega að hlutverki hans í því að æsa fólk upp sem á endanum braut sér leið inn í þinghúsið með það að markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Demókratar halda því fram að þeir hafi nóg af sönnunum fyrir sekt forsetans fyrrverandi en verjendur Trumps halda því fram að fólkið sem ruddist inn í þinghúsið hafi gert það að eigin frumkvæði. Þá segja verjendurnir réttarhöldin fáránleg og ekki í samræmi við stjórnarskrá Bandaríkjanna en að því er segir í frétt BBC verður tekist á um það í dag hvort réttarhöldin eigi sér stoð í lögum. Verjendurnir sögðu í yfirlýsingu í gær að réttarhöldin væru ekki í samræmi við stjórnarskrána þar sem Trump væri ekki lengur í embætti heldur væri nú almennur borgari. Ákærendurnir níu, allt þingmenn Demókrata úr fulltrúadeild sem flytja málið, mótmæla þessu og segja að það eigi að draga Trump til ábyrgðar fyrir það sem hann gerði sem forseti. Verjendur og ákærendur munu hvor um sig fá fjóra klukkutíma til þess að fara yfir hvort ákæran standist stjórnarskrá. Við lok dags verða síðan greidd atkvæði um hvort halda skuli áfram með málið fyrir öldungadeildinni. Verði Trump fundinn sekur verður honum meinað að bjóða sig fram í opinbert embætti á ný. Tveir þriðju hinna hundrað öldungadeildarþingmanna þurfa hins vegar að finna hann sekan; fimmtíu þingmenn eru Demókratar en talið er afar ólíklegt að nægilega margir Repúblikanar samþykki að dæma Trump til þess að hann verði fundinn sekur. Trump er fyrsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem ákærður hefur verið tvisvar fyrir brot í embætti. Hann var áður ákærður fyrir embættisbrot í lok árs 2019 eftir að hann reyndi að þvinga Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, til að tilkynna að yfirvöld í Úkraínu væru að rannsaka Joe Biden. Biden var þá líklegastur til að bjóða sig fram gegn Trump. Hann var þá sýknaður af þingmönnum öldungadeildarinnar þar sem Repúblikanar voru í meirihluta. Repúblikaninn Mitt Romney, varð þá fyrsti öldungadeildarþingmaður Bandaríkjanna til að greiða atkvæði gegn forseta í sama flokki.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira