Ríkið sýknað af kröfu Grundar og Hrafnistu um greiðslu húsaleigu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 16:01 Hæstiréttur hefur staðfest dóma Landsréttar þar sem ríkið er sýknað af kröfum hjúkrunarheimilisins Grundar, dvalarheimilisins Áss og Hrafnistu um að ríkið skuli greiða heimilunum endurgjald fyrir fasteignir sem þau lögðu undir starfsemi sína á árunum 2013-2016. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur staðfest dóma Landsréttar þar sem ríkið er sýknað af kröfum hjúkrunarheimilisins Grundar, dvalarheimilisins Áss og Hrafnistu um að ríkið skuli greiða heimilunum endurgjald fyrir fasteignir sem þau lögðu undir starfsemi sína á árunum 2013-2016. Rekstraraðilar Grundar, Áss og Hrafnistuheimilanna byggðu mál sín á því að þeir sinntu þjónustu sem ríkinu beri að veita samkvæmt lögum. Því væri ríkinu skylt að griða allan kostnað sem af þjónustunni hlýst, þar á meðal húsnæðiskostnað. Forstjóri Grundarheimilanna skrifar á Facebook-síðu Markarinnar, sem einnig er rekin af Grund, áður en dómur Hæstaréttar féll að málið snúist um húsnæði Grundar og Áss sem nýtt er undir öldrunarþjónustu og ríkið hafi neitað að greiða húsaleigu fyrir. „Í rúmlega 15 ár höfum við reynt að fá ríkið til að greiða sanngjarna leigu án árangurs. Það var því árið 2016 sem við ákváðum að höfða mál á hendur ríkinu, sem eins og áður segir við höfum tapað í tvígang,“ skrifar Gísli Páll Gíslason, forstjóri Grundarheimilanna. „Á sama tíma og ríkið neitar að greiða húsaleigu þá rukkar það einstaka sveitarfélög fyrir afnot þeirra af húsnæði í eigu ríkisins sem sveitarfélagið notar til að veita öldrunarþjónustu. Öldrunarþjónustu sem ríkisvaldið hefur sett lög um að það (ríkisvaldið) skuli veita.“ Fram kemur á vef stjórnarráðsins að Grundarheimilin og Hrafnista hafi einnig byggt mál sitt á því að brotið væri gegn eignarréttindum þeirra þar sem ríkið gerði þeim að leggja til rekstursins húsnæði án endurgjalds og loks að ríkið gætti ekki jafnræðis við greiðslu húsnæðiskostnaðar til hjúkrunarheimila. Hæstiréttur í dag Í dag verður tekið fyrir í Hæstarétti málshöfðun Gundarheimilanna og Hrafnistu gegn ríkinu til...Posted by Mörkin, íbúðir 60+ on Thursday, January 14, 2021 „Finnst líklegra en ekki að við töpum“ Niðurstaða Landsréttar og Hæstaréttar er samróma, en áður hafði verið dæmt í málinu í héraðsdómi. Fram kemur í dómsniðurstöðum að bygging á húsnæði þeirra sem samið hafa við ríkið um rekstur hjúkrunar- og dvalarheimila hafi verið fjármögnuð með ýmsum hætti í gegn um tíðina. „Breyting var gerð á lögum um málefni aldraðra sem tók gildi árið 2005 og heimilaði greiðslu húsaleigu úr Framkvæmdasjóði vegna hjúkrunarheimila sem reist væru að undangengnu útboði og tæki til stofnkostnaðar annarra en ríkisins,“ segir á vef stjórnarráðsins. Bent er á í dómnum að greiðsla húsaleigu samkvæmt þessu eigi einungis við vegna bygginga sem samþykkt hefur verið að reisa eftir 1. Janúar 2005 og því eigi það ekki við um þær byggingar sem Grundarheimilin og Hrafnista byggi mál sitt á. Gísli Páll skrifar á Facebook að niðurstaðan kæmi ekki á óvart. „Þar sem við höfum þegar tapað málinu tvisvar finnst mér líklegra en ekki að við töpum í þriðja skiptið. En maður veit aldrei. Fari svo ólíklega að við vinnum, munu Grundarheimilin hafa úr talsverðu fjármagni að moða við endurbætur húsnæðisins við Hringbrautina og í Hveragerði. Fari aftur svo að við töpum málinu endanlega, þurfum við líklega að endurskoða not húsnæðisins,“ skrifar Gísli. Eldri borgarar Dómsmál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Rekstraraðilar Grundar, Áss og Hrafnistuheimilanna byggðu mál sín á því að þeir sinntu þjónustu sem ríkinu beri að veita samkvæmt lögum. Því væri ríkinu skylt að griða allan kostnað sem af þjónustunni hlýst, þar á meðal húsnæðiskostnað. Forstjóri Grundarheimilanna skrifar á Facebook-síðu Markarinnar, sem einnig er rekin af Grund, áður en dómur Hæstaréttar féll að málið snúist um húsnæði Grundar og Áss sem nýtt er undir öldrunarþjónustu og ríkið hafi neitað að greiða húsaleigu fyrir. „Í rúmlega 15 ár höfum við reynt að fá ríkið til að greiða sanngjarna leigu án árangurs. Það var því árið 2016 sem við ákváðum að höfða mál á hendur ríkinu, sem eins og áður segir við höfum tapað í tvígang,“ skrifar Gísli Páll Gíslason, forstjóri Grundarheimilanna. „Á sama tíma og ríkið neitar að greiða húsaleigu þá rukkar það einstaka sveitarfélög fyrir afnot þeirra af húsnæði í eigu ríkisins sem sveitarfélagið notar til að veita öldrunarþjónustu. Öldrunarþjónustu sem ríkisvaldið hefur sett lög um að það (ríkisvaldið) skuli veita.“ Fram kemur á vef stjórnarráðsins að Grundarheimilin og Hrafnista hafi einnig byggt mál sitt á því að brotið væri gegn eignarréttindum þeirra þar sem ríkið gerði þeim að leggja til rekstursins húsnæði án endurgjalds og loks að ríkið gætti ekki jafnræðis við greiðslu húsnæðiskostnaðar til hjúkrunarheimila. Hæstiréttur í dag Í dag verður tekið fyrir í Hæstarétti málshöfðun Gundarheimilanna og Hrafnistu gegn ríkinu til...Posted by Mörkin, íbúðir 60+ on Thursday, January 14, 2021 „Finnst líklegra en ekki að við töpum“ Niðurstaða Landsréttar og Hæstaréttar er samróma, en áður hafði verið dæmt í málinu í héraðsdómi. Fram kemur í dómsniðurstöðum að bygging á húsnæði þeirra sem samið hafa við ríkið um rekstur hjúkrunar- og dvalarheimila hafi verið fjármögnuð með ýmsum hætti í gegn um tíðina. „Breyting var gerð á lögum um málefni aldraðra sem tók gildi árið 2005 og heimilaði greiðslu húsaleigu úr Framkvæmdasjóði vegna hjúkrunarheimila sem reist væru að undangengnu útboði og tæki til stofnkostnaðar annarra en ríkisins,“ segir á vef stjórnarráðsins. Bent er á í dómnum að greiðsla húsaleigu samkvæmt þessu eigi einungis við vegna bygginga sem samþykkt hefur verið að reisa eftir 1. Janúar 2005 og því eigi það ekki við um þær byggingar sem Grundarheimilin og Hrafnista byggi mál sitt á. Gísli Páll skrifar á Facebook að niðurstaðan kæmi ekki á óvart. „Þar sem við höfum þegar tapað málinu tvisvar finnst mér líklegra en ekki að við töpum í þriðja skiptið. En maður veit aldrei. Fari svo ólíklega að við vinnum, munu Grundarheimilin hafa úr talsverðu fjármagni að moða við endurbætur húsnæðisins við Hringbrautina og í Hveragerði. Fari aftur svo að við töpum málinu endanlega, þurfum við líklega að endurskoða not húsnæðisins,“ skrifar Gísli.
Eldri borgarar Dómsmál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira