Freista þess að leysa bílastæðavanda með því að bólusetja í Laugardalshöll Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. febrúar 2021 20:58 Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir undirbúning að opnun fjöldabólusetningarmiðstöðvar í Laugardalshöll ekki tengjast mögulegum samningi við Pfizer um bólusetningu allrar þjóðarinnar. Hann býst við að bólusetningarmiðstöð í Laugardalshöll verði tekin í notkun á miðvikudaginn. „Við erum að reyna að leysa þessi bílastæðamál. Það hefur aðeins verið hamlandi þáttur á Suðurlandsbrautinni þessi bílastæðamál þannig að við ætlum að athuga hvort að þetta geti gengið þægilegar í gegn, ef að við erum með meiri bílastæði þannig að við ætlum að prófa Laugardalshöllina,“ segir Óskar en fjallað var um málið í kvöldfréttum Rúv í kvöld. Hann segir undirbúning að opnun fjöldabólusetningarmiðstöðvar í Laugardalshöll ekki vera til marks um að samningur við Pfizer um mögulega bólusetningu allrar þjóðarinnar verði að veruleika. „Við höfum ekki hugmynd um það, við höfum ekkert með það að gera. Þetta er bara til þess að leysa þau mál sem að við erum með akkúrat núna, að bílastæðin hafa verið aðeins hamlandi þáttur. Við tókum eftir því þegar við fengum gamla fólkið að það var hamlandi þáttur, það voru bílastæðin á Suðurlandsbraut. Núna þegar við höldum áfram að bólusetja í febrúar með þessum hætti þá viljum við reyna að passa það að það verði ekki neinn stoppari hjá okkur og að þetta gangi bara vel fyrir sig,“ segir Óskar og ítrekar að þetta hafi ekki neitt með Pfizer-samninga að gera. „Við höfum auðvitað ekki hugmynd um neitt í þeim málum. En við erum eins og skátarnir, ávallt reiðubúin,“ segir Óskar. „Þetta sem við erum að gera núna er bara að leysa bílastæðamálin, svona til að tryggja það að þetta gang þægilegra fyrir sig, að við séum ekki að bíða eftir fólki. Þetta rennur betur í gegn ef að bílastæðin eru góð.“ Bólusetning fer gjarnan fram í nokkrum törnum eftir því sem skammtar berast til landsins af bóluefni. „Við erum ekkert að bólusetja alveg alla daga af því að bóluefnið er ekki það mikið að við þurfum þess. En við viljum bara sjá til þess að það sé ekkert að stranda á okkur,“ segir Óskar. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Heilsugæsla Reykjavík Mest lesið Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun Sjá meira
„Við erum að reyna að leysa þessi bílastæðamál. Það hefur aðeins verið hamlandi þáttur á Suðurlandsbrautinni þessi bílastæðamál þannig að við ætlum að athuga hvort að þetta geti gengið þægilegar í gegn, ef að við erum með meiri bílastæði þannig að við ætlum að prófa Laugardalshöllina,“ segir Óskar en fjallað var um málið í kvöldfréttum Rúv í kvöld. Hann segir undirbúning að opnun fjöldabólusetningarmiðstöðvar í Laugardalshöll ekki vera til marks um að samningur við Pfizer um mögulega bólusetningu allrar þjóðarinnar verði að veruleika. „Við höfum ekki hugmynd um það, við höfum ekkert með það að gera. Þetta er bara til þess að leysa þau mál sem að við erum með akkúrat núna, að bílastæðin hafa verið aðeins hamlandi þáttur. Við tókum eftir því þegar við fengum gamla fólkið að það var hamlandi þáttur, það voru bílastæðin á Suðurlandsbraut. Núna þegar við höldum áfram að bólusetja í febrúar með þessum hætti þá viljum við reyna að passa það að það verði ekki neinn stoppari hjá okkur og að þetta gangi bara vel fyrir sig,“ segir Óskar og ítrekar að þetta hafi ekki neitt með Pfizer-samninga að gera. „Við höfum auðvitað ekki hugmynd um neitt í þeim málum. En við erum eins og skátarnir, ávallt reiðubúin,“ segir Óskar. „Þetta sem við erum að gera núna er bara að leysa bílastæðamálin, svona til að tryggja það að þetta gang þægilegra fyrir sig, að við séum ekki að bíða eftir fólki. Þetta rennur betur í gegn ef að bílastæðin eru góð.“ Bólusetning fer gjarnan fram í nokkrum törnum eftir því sem skammtar berast til landsins af bóluefni. „Við erum ekkert að bólusetja alveg alla daga af því að bóluefnið er ekki það mikið að við þurfum þess. En við viljum bara sjá til þess að það sé ekkert að stranda á okkur,“ segir Óskar.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Heilsugæsla Reykjavík Mest lesið Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun Sjá meira