Lokaskotið: „Ekki veikan blett að finna á þessu Selfoss-liði“ Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2021 23:05 Bjarni Fritzson og Einar Andri Einarsson fóru yfir málin í Seinni bylgjunni í gærkvöld. Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni tóku fyrir þrjú umræðuefni í Lokaskotinu í gærkvöld. Þar veltu þeir fyrir sér fallbaráttunni, hvort Selfyssingar væru meistaraefni og hvort að dómararnir höndluðu leikjaálagið. Grótta hefur þegar náð fimm stigum í Olís-deild karla í handbolta og virðist á góðu róli á meðan að Þór Akureyri er með tvö stig og ÍR ekkert. Henry Birgir Gunnarsson spurði þá Einar Andra Einarsson og Bjarna Fritzson hvort ÍR og Þór hefðu burði til að gera fallbaráttuna spennandi: „Grótta er skrefi fyrir framan bæði þessi lið núna,“ sagði Bjarni, og bætti við: „Lið eins og Fram, sem maður hélt að gæti dottið ofan í þetta, virkar traust. Mér leist ágætlega á bæði Þór og ÍR, og við ættum alls ekki að afskrifa neina, en ef ég tala um ÍR þá finnst mér þeir þurfa að sækja meira til að vinna. Mér finnst þeir stundum stressaðir. Þeir hafa engu að tapa. Af hverju „gönna“ þeir ekki á þetta?“ „Það er ekkert sem bendir til annars en að þessi tvö lið falli. Eins og staðan er núna mun Grótta halda áfram að taka stig, og Þórsararnir eru bara með menn í meiðslum og veseni,“ sagði Einar Andri. Hvaða byrjunarlið er betra? Selfoss er nú komið með Ragnar Jóhannsson heim úr atvinnumennsku í stöðu hægri skyttu. Getur liðið orðið Íslandsmeistari? „Engin spurning, ásamt nokkrum öðrum liðum. Auðvitað fór Haukur eftir síðasta tímabil og Árni Steinn hætti, en þeir eru búnir að taka frábæran markvörð inn, Guðmund Hólmar, Svein Aron og nú Ragga, inn í mjög sterkan og flottan hóp. Það er ekki veikan blett að finna á þessu Selfoss-liði. Þeir hafa hundrað prósent gæðin [til að landa titlinum] en það eru fleiri lið sem ætla sér titilinn,“ sagði Einar Andri, og spurði: „Hvaða byrjunarlið er betra en Selfoss?“ Bjarni tók undir að Selfyssingar litu vel út: „Þeir eru með frábært lið og líta vel út. Þeir eru líka í góðu standi. Það er góður bragur á þeim.“ Dómarar deildarinnar voru einnig til umræðu en hægt að er horfa á Lokaskotið úr Seinni bylgjunni hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Seinni bylgjan UMF Selfoss Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Sjá meira
Grótta hefur þegar náð fimm stigum í Olís-deild karla í handbolta og virðist á góðu róli á meðan að Þór Akureyri er með tvö stig og ÍR ekkert. Henry Birgir Gunnarsson spurði þá Einar Andra Einarsson og Bjarna Fritzson hvort ÍR og Þór hefðu burði til að gera fallbaráttuna spennandi: „Grótta er skrefi fyrir framan bæði þessi lið núna,“ sagði Bjarni, og bætti við: „Lið eins og Fram, sem maður hélt að gæti dottið ofan í þetta, virkar traust. Mér leist ágætlega á bæði Þór og ÍR, og við ættum alls ekki að afskrifa neina, en ef ég tala um ÍR þá finnst mér þeir þurfa að sækja meira til að vinna. Mér finnst þeir stundum stressaðir. Þeir hafa engu að tapa. Af hverju „gönna“ þeir ekki á þetta?“ „Það er ekkert sem bendir til annars en að þessi tvö lið falli. Eins og staðan er núna mun Grótta halda áfram að taka stig, og Þórsararnir eru bara með menn í meiðslum og veseni,“ sagði Einar Andri. Hvaða byrjunarlið er betra? Selfoss er nú komið með Ragnar Jóhannsson heim úr atvinnumennsku í stöðu hægri skyttu. Getur liðið orðið Íslandsmeistari? „Engin spurning, ásamt nokkrum öðrum liðum. Auðvitað fór Haukur eftir síðasta tímabil og Árni Steinn hætti, en þeir eru búnir að taka frábæran markvörð inn, Guðmund Hólmar, Svein Aron og nú Ragga, inn í mjög sterkan og flottan hóp. Það er ekki veikan blett að finna á þessu Selfoss-liði. Þeir hafa hundrað prósent gæðin [til að landa titlinum] en það eru fleiri lið sem ætla sér titilinn,“ sagði Einar Andri, og spurði: „Hvaða byrjunarlið er betra en Selfoss?“ Bjarni tók undir að Selfyssingar litu vel út: „Þeir eru með frábært lið og líta vel út. Þeir eru líka í góðu standi. Það er góður bragur á þeim.“ Dómarar deildarinnar voru einnig til umræðu en hægt að er horfa á Lokaskotið úr Seinni bylgjunni hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan UMF Selfoss Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Sjá meira