Rifbeinsbrotnaði í öðrum leiknum eftir endurkomuna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. febrúar 2021 12:31 Stella Sigurðardóttir verður frá næstu vikurnar vegna rifbeinsbrots. vísir/hulda margrét Stella Sigurðardóttir leikur ekki með Fram næstu vikurnar þar sem hún er rifbeinsbrotin. Stella sneri aftur á handboltavöllinn í síðasta mánuði eftir sjö ára fjarveru. Hún neyddist til að hætta 2014 vegna höfuðmeiðsla. Í öðrum leik sínum eftir endurkomuna, gegn FH 23. janúar, varð Stella fyrir því óláni að rifbeinsbrotna. „Í leiknum gegn FH fékk ég þungt högg ofan á bringuna. Á miðvikudeginum fattaði ég að þetta væri kannski eitthvað alvarlegt. Þá átti ég orðið erfitt með að anda, hósta og hreyfa mig. Ég hef verið í hvíld síðan,“ sagði Stella við Vísi í dag. Hún vonast til að geta snúið aftur á völlinn í þessum mánuði. Enn verkjuð „Læknirinn sagði að þetta yrðu allavega fjórar vikur, fjórar til sex, en ég er að gæla við þrjár vikur. Ég veit samt ekki alveg, ég verð bara að sjá hvernig ég verð. Ég er allavega ekki orðin góð, er enn með mikla verki og er ekki enn byrjuð að hreyfa mig.“ Steinunn Björnsdóttir meiddist einnig í leiknum gegn FH, fékk þungt högg á augað og missti sjónina tímabundið. Hún er þó öll að koma til og var á skýrslu í sigrinum á Stjörnunni á þriðjudaginn. „Þetta var blóðugur leikur fyrir okkur,“ sagði Stella og hló. „Þetta var óheppni í báðum tilfellum, hjá mér og Steinunni. Þetta var samt hálf leiðinlegt, nýkomin til baka.“ Þarf tíma til að komast í handboltaform Stella lék sinn fyrsta leik í sjö ár þegar Fram vann ÍBV, 26-25, í fyrsta leik deildar- og bikarmeistaranna eftir hléið langa. Síðan kom FH-leikurinn en Stella hefur misst af síðustu tveimur leikjum Fram. Fyrir utan rifbeinsbrotið segir Stella endurkomuna hafa verið ánægjulega. „Ég er góð í skrokknum, þannig séð. Ég þarf bara að komast í betri leikæfingu og mæta á fleiri æfingar. Ég byrjaði ekkert fyrr en í desember. Þetta var ekki nema mánuður sem ég náði að æfa. Ég þarf bara smá tíma til að koma mér í handboltaform.“ Fljót að hlaupa út af Í leikjunum tveimur sem Stella spilaði einbeitti hún sér að varnarleiknum og hætti sér lítið fram yfir miðju. „Ég vil meina að þetta hafi grafist smá. Ég get alveg staðið í vörn og var alltaf fljót að hlaupa út af í fyrstu tveimur leikjum. Ég var ekkert mikið spennt fyrir því að fara í sóknina en það kemur kannski,“ sagði Stella sem skoraði samt eitt mark í leikjunum tveimur. „Það er ágætt að nýta tímann núna í að koma öxlinni aðeins í gang. Maður fann það þegar maður byrjaði að kasta að hún var dottin úr leikæfingu.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna Fram Tengdar fréttir „Þá var ég orðin mjög hrædd“ Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Framkvenna, var aftur á skýrslu í síðasta leik og snéri þá aftur eftir hafa fengið slæmt högg á höfuðið í leik á móti FH. 4. febrúar 2021 11:46 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 26-33 | Endurkomusigur meistaranna Fram vann sterkan endurkomusigur á Stjörnunni í Mýrinni í kvöld er liðin mættust í Olís-deild kvenna. Eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik unnu gestirnir sjö marka sigur, 26-33. 2. febrúar 2021 21:45 Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sjá meira
Stella sneri aftur á handboltavöllinn í síðasta mánuði eftir sjö ára fjarveru. Hún neyddist til að hætta 2014 vegna höfuðmeiðsla. Í öðrum leik sínum eftir endurkomuna, gegn FH 23. janúar, varð Stella fyrir því óláni að rifbeinsbrotna. „Í leiknum gegn FH fékk ég þungt högg ofan á bringuna. Á miðvikudeginum fattaði ég að þetta væri kannski eitthvað alvarlegt. Þá átti ég orðið erfitt með að anda, hósta og hreyfa mig. Ég hef verið í hvíld síðan,“ sagði Stella við Vísi í dag. Hún vonast til að geta snúið aftur á völlinn í þessum mánuði. Enn verkjuð „Læknirinn sagði að þetta yrðu allavega fjórar vikur, fjórar til sex, en ég er að gæla við þrjár vikur. Ég veit samt ekki alveg, ég verð bara að sjá hvernig ég verð. Ég er allavega ekki orðin góð, er enn með mikla verki og er ekki enn byrjuð að hreyfa mig.“ Steinunn Björnsdóttir meiddist einnig í leiknum gegn FH, fékk þungt högg á augað og missti sjónina tímabundið. Hún er þó öll að koma til og var á skýrslu í sigrinum á Stjörnunni á þriðjudaginn. „Þetta var blóðugur leikur fyrir okkur,“ sagði Stella og hló. „Þetta var óheppni í báðum tilfellum, hjá mér og Steinunni. Þetta var samt hálf leiðinlegt, nýkomin til baka.“ Þarf tíma til að komast í handboltaform Stella lék sinn fyrsta leik í sjö ár þegar Fram vann ÍBV, 26-25, í fyrsta leik deildar- og bikarmeistaranna eftir hléið langa. Síðan kom FH-leikurinn en Stella hefur misst af síðustu tveimur leikjum Fram. Fyrir utan rifbeinsbrotið segir Stella endurkomuna hafa verið ánægjulega. „Ég er góð í skrokknum, þannig séð. Ég þarf bara að komast í betri leikæfingu og mæta á fleiri æfingar. Ég byrjaði ekkert fyrr en í desember. Þetta var ekki nema mánuður sem ég náði að æfa. Ég þarf bara smá tíma til að koma mér í handboltaform.“ Fljót að hlaupa út af Í leikjunum tveimur sem Stella spilaði einbeitti hún sér að varnarleiknum og hætti sér lítið fram yfir miðju. „Ég vil meina að þetta hafi grafist smá. Ég get alveg staðið í vörn og var alltaf fljót að hlaupa út af í fyrstu tveimur leikjum. Ég var ekkert mikið spennt fyrir því að fara í sóknina en það kemur kannski,“ sagði Stella sem skoraði samt eitt mark í leikjunum tveimur. „Það er ágætt að nýta tímann núna í að koma öxlinni aðeins í gang. Maður fann það þegar maður byrjaði að kasta að hún var dottin úr leikæfingu.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna Fram Tengdar fréttir „Þá var ég orðin mjög hrædd“ Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Framkvenna, var aftur á skýrslu í síðasta leik og snéri þá aftur eftir hafa fengið slæmt högg á höfuðið í leik á móti FH. 4. febrúar 2021 11:46 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 26-33 | Endurkomusigur meistaranna Fram vann sterkan endurkomusigur á Stjörnunni í Mýrinni í kvöld er liðin mættust í Olís-deild kvenna. Eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik unnu gestirnir sjö marka sigur, 26-33. 2. febrúar 2021 21:45 Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sjá meira
„Þá var ég orðin mjög hrædd“ Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Framkvenna, var aftur á skýrslu í síðasta leik og snéri þá aftur eftir hafa fengið slæmt högg á höfuðið í leik á móti FH. 4. febrúar 2021 11:46
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 26-33 | Endurkomusigur meistaranna Fram vann sterkan endurkomusigur á Stjörnunni í Mýrinni í kvöld er liðin mættust í Olís-deild kvenna. Eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik unnu gestirnir sjö marka sigur, 26-33. 2. febrúar 2021 21:45