„Þá var ég orðin mjög hrædd“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2021 11:46 Það var létt yfir Steinunni Björnsdóttur í viðtalinu eftir leikinn á móti Stjörnunni en hún fagnaði því að þurfa ekki að horfa á fleiri leiki liðsins í gegnum sjónvarpið. S2 Sport Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Framkvenna, var aftur á skýrslu í síðasta leik og snéri þá aftur eftir hafa fengið slæmt högg á höfuðið í leik á móti FH. Útlitið var ekki bjart fyrst eftir höggið því þá missti hún sjón á auganu og upplifi mikinn sársauka. Það héldu allir að hún yrði frá í margar vikur, í það minnsta, en Steinunn er nú komin aftur af stað. „Staðan á mér er bara góð. Ég hefði aldrei trúað því fyrir viku síðan að ég myndi standa hér og geta tekið þátt í þessum sigri, á bekknum. Ég er ótrúlega þakklát því þetta er búið að vera mikil rússibanareið,“ sagði Steinunn Björnsdóttir í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Steinunn kom ekki inn á völlinn í sigrinum á Stjörnunni en ætlar sér að spila næsta leik sem er á móti HK á sunnudaginn kemur. „Ég hélt fyrst að ég væri orðin blind á öðru auganu en sólarhring seinna fór ég að sjá aðeins meira. Svo er ótrúlegt hvernig mannslíkaminn nær að jafna sig,“ sagði Steinunn. Þetta leit samt ansi illa út og það kom meðal annars skurður á augað. Það fór því í alvöru um Steinunni þegar hún lenti í þessu. „Strax og ég fékk höggið þá vissi ég að það væri eitthvað alvarlegt því það var mikill sársauki sem fylgdi þessu. Svo var ég tekin útaf og sat á bekknum. Ég var alltaf að biðja sjúkraþjálfarann minn um að fá að opna augað. Svo sagði hann mér að augað væri opið og þá áttaði ég mig á alvarleika málsins. Þá var ég mjög hrædd,“ sagði Steinunn. „Ég er ótrúlega heppin og það er nákvæmlega það sem læknarnir segja. Það var mikil áverki á auganu. Þetta hefði getað farið miklu verr. Ég er ótrúlega þakklát að vera með sjón og sjá vel. Hún er kannski ekki alveg komin til baka en hún mun koma til baka,“ sagði Steinunn. Steinunn stefnir á það að spila næsta leik. „Það voru mikil vonbrigði þegar Stebbi sagði að það væri frí á morgun á æfingu. Ég var orðin spennt að mæta með hlífðargleraugun og klár í slaginn aftur. Ég ætla að prófa það að mæta á æfingar og sjá hvernig líkaminn bregst við. Ef allt gengur vel þá mæti ég bara á sunnudaginn,“ sagði Steinunn. Það má finna allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Steinunni Björnsdóttur um meiðslin Olís-deild kvenna Fram Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Útlitið var ekki bjart fyrst eftir höggið því þá missti hún sjón á auganu og upplifi mikinn sársauka. Það héldu allir að hún yrði frá í margar vikur, í það minnsta, en Steinunn er nú komin aftur af stað. „Staðan á mér er bara góð. Ég hefði aldrei trúað því fyrir viku síðan að ég myndi standa hér og geta tekið þátt í þessum sigri, á bekknum. Ég er ótrúlega þakklát því þetta er búið að vera mikil rússibanareið,“ sagði Steinunn Björnsdóttir í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Steinunn kom ekki inn á völlinn í sigrinum á Stjörnunni en ætlar sér að spila næsta leik sem er á móti HK á sunnudaginn kemur. „Ég hélt fyrst að ég væri orðin blind á öðru auganu en sólarhring seinna fór ég að sjá aðeins meira. Svo er ótrúlegt hvernig mannslíkaminn nær að jafna sig,“ sagði Steinunn. Þetta leit samt ansi illa út og það kom meðal annars skurður á augað. Það fór því í alvöru um Steinunni þegar hún lenti í þessu. „Strax og ég fékk höggið þá vissi ég að það væri eitthvað alvarlegt því það var mikill sársauki sem fylgdi þessu. Svo var ég tekin útaf og sat á bekknum. Ég var alltaf að biðja sjúkraþjálfarann minn um að fá að opna augað. Svo sagði hann mér að augað væri opið og þá áttaði ég mig á alvarleika málsins. Þá var ég mjög hrædd,“ sagði Steinunn. „Ég er ótrúlega heppin og það er nákvæmlega það sem læknarnir segja. Það var mikil áverki á auganu. Þetta hefði getað farið miklu verr. Ég er ótrúlega þakklát að vera með sjón og sjá vel. Hún er kannski ekki alveg komin til baka en hún mun koma til baka,“ sagði Steinunn. Steinunn stefnir á það að spila næsta leik. „Það voru mikil vonbrigði þegar Stebbi sagði að það væri frí á morgun á æfingu. Ég var orðin spennt að mæta með hlífðargleraugun og klár í slaginn aftur. Ég ætla að prófa það að mæta á æfingar og sjá hvernig líkaminn bregst við. Ef allt gengur vel þá mæti ég bara á sunnudaginn,“ sagði Steinunn. Það má finna allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Steinunni Björnsdóttur um meiðslin
Olís-deild kvenna Fram Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira